Síða 1 af 1
Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Þri 24. Apr 2012 22:29
af andrifr
Ég er að hugsa um að opna Wordpress vefsíðu með ákveðinni viðbót, sem er bara ein tegund af sölukerfi, sem ég veit að einhverjir eru að nota hér á Íslandi.
Þeir tengja vefsíðuna við greiðslugáttina hjá Borgun.
Mig vantar þessa tengingu við Borgun. Ég hringdi í Borgun og þeir bjóða ekki upp á hjálp með þessa tengingu.
Kann einhver hér að forrita þetta? Eða veit einhver hvar ég gæti hugsanlega nálgast einhverjar svona tengingar. Ég geri ráð fyrir að það þurfti sérstaka tengingu við þessa tilteknu viðbót, þ.e.a.s. að ég geti ekki bara notað eitthvað plugin sem var gert fyrir einhverja vefverslunarviðbót.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Þri 24. Apr 2012 22:44
af dori
Þeir eru að nota svokallaða "greiðslusíðu". Það felst í því að þú sendir kaupandann áfram á vefsíðu hjá Borgun, Valitor eða öðrum og segir þeim hvað þeir eiga að rukka fyrir og hversu mikið. Þeir senda svo kaupandann í gegnum greiðsluferli og svo beinir greiðsluþjónustan honum aftur á þína vefsíðu.
Þetta er ekki jafn fullkomin og einsleit upplifun og ef þú útfærir greiðslugátt inní þína vefverslun en þetta er frábært því að þá berð þú enga ábyrgð á því að geyma kortaupplýsingar og slíkt.
Skoðaðu hér:
https://www.borgun.is/vefgreidslur/greidslusida/eða hjá Valitor:
http://valitor.is/fyrirtaekjalausnir/se ... idslusida/Valitor eru líka með demo hérna:
http://demo.valitor.is/verslun/Það er mjög einfalt að gera þetta en augljóslega kostar þetta smá pening. Fyrir utan það sem þú þarft að gera ef þú þarft aðstoð frá einhverjum öðrum við að breyta síðunni þinni til að virka með þessu.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Þri 24. Apr 2012 22:50
af andrifr
Takk fyrir þetta.
Ég var reyndar svosem nokkurnveginn með þetta á hreinu. Það sem ég er að velta fyrir mér er kannski helst:
Er einhversstaðar hægt að finna samansafn af plugin-um fyrir mismunandi kerfi?
eða
Tekur þú (eða einhver annar) þetta að sér og hvað kostar það?
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Þri 24. Apr 2012 22:54
af dori
Hvað heitir þetta plugin?
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Þri 24. Apr 2012 22:59
af andrifr
ég var að senda þér skilaboð með upplýsingum...
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 01:27
af gardar
Ertu alveg haðrákveðinn í að nota borgun? Ef ekki þá eru dalpay mjög friendly varðandi svona hluti.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 10:18
af dori
Já, btw, ég hef engan tíma í að gera svona fyrir þig
Það er samt fullt af vefsjoppum sem gera þetta fyrir mismikinn pening. Og örugglega 20 manns sem eru virkir á vaktinni sem gætu gert þetta.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 11:50
af andrifr
Er einhver sem getur gefið mér eitthvað gróft verðmat á svona? Ég geri ráð fyrir að þetta sé engin svakaleg vinna, bara láta senda upplýsingar um hvað er verið að kaupa á hvaða verði (og nafn og persónuupplýsingar) og svo taka á móti gögnum um hvort þetta hafi gengið í gegn.
Já, ég hef verið með annarskonar vefverslun hjá DalPay (Joomla og OsCommerce) og þeir bjóða upp á mjög góða þjónustu á góðu verði. Þeir eru bara ekki búnir að taka ákvörðun um það hvort þeir vilja taka á móti greiðslum frá svona tegundum af síðum (átta mig ekki alveg á af hverju það er... þetta er ekkert ólöglegt eða neitt slíkt, gæti reyndar fylgt þessu smá álag af því ég er að fara að selja svo brjálæðislega mikið
eða vonum það allavega :/ ). Ég vil drífa þetta af stað þannig að ég get ekki beðið eftir þeim.
Ef þið hafið forritað svona áður og viljið nánari upplýsingar þá megið þið endilega senda mér skilaboð.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 12:00
af Frantic
andrifr skrifaði:Er einhver sem getur gefið mér eitthvað gróft verðmat á svona? Ég geri ráð fyrir að þetta sé engin svakaleg vinna, bara láta senda upplýsingar um hvað er verið að kaupa á hvaða verði (og nafn og persónuupplýsingar) og svo taka á móti gögnum um hvort þetta hafi gengið í gegn.
Já, ég hef verið með annarskonar vefverslun hjá DalPay (Joomla og OsCommerce) og þeir bjóða upp á mjög góða þjónustu á góðu verði. Þeir eru bara ekki búnir að taka ákvörðun um það hvort þeir vilja taka á móti greiðslum frá svona tegundum af síðum (átta mig ekki alveg á af hverju það er... þetta er ekkert ólöglegt eða neitt slíkt, gæti reyndar fylgt þessu smá álag af því ég er að fara að selja svo brjálæðislega mikið
eða vonum það allavega :/ ). Ég vil drífa þetta af stað þannig að ég get ekki beðið eftir þeim.
Ef þið hafið forritað svona áður og viljið nánari upplýsingar þá megið þið endilega senda mér skilaboð.
Hvað ertu eiginlega að fara að selja?
Finnst skrítið ef dalpay færi að setja útá hvað þú ert að selja.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 12:14
af andrifr
Það er ekki hvað ég er að selja heldur hvernig ég ætla að selja.
Það er svo ekki það að þeir séu að setja út á það. Kannski vilja þeir bara einbeita sér að hefðbundnum vefverslunum, veit það ekki, veit bara að mér býðst ekki að tengja mína síðu við Dalpay eins og er.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 14:20
af andrifr
Ef þið vitið af einhverjum notendum á þessari síðu sem gætu gert þetta þá yrði ég þakklátur ef þið gætuð bent mér á þá.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Mið 25. Apr 2012 15:11
af Hjaltiatla
Elance eru ágætir
https://www.elance.comGætir hugsanlega fundið eitthvern Íslending þar.
Hérna er leit á Elance eftir Web dev frá Íslandi.
https://www.elance.com/r/contractors/q-web/cat-it-programming/loc-icelandAnnars gangi þér vel
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 10:45
af andrifr
Takk fyrir þetta.
Gallinn við þetta er að ég get ekki haft samband við neinn án þess að búa til auglýsingu um verk. Það sem ég þarf er tilboð í verkið frá einhverjum sem hefur gert eitthvað svipað áður til þess að ég átti mig á því hvort að ég geti farið út í það að búa til þessa vefsíðu.
Getur einhver skotið á það fyrir mig hvað svona kostar?
Ég var að fá verðtilboð frá Allra átta og það var stjarnfræðilega hátt, ég get ekki ímyndað mér að það sé eðlilegt verð. Ef svo er þá fær þessi vefsíða að bíða betri tíma, eða ég hreinlega sleppi því að láta taka við kreditkortum nema í gegnum Paypal eða eitthvað álíka.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 10:49
af tdog
andrifr skrifaði:Takk fyrir þetta.
Gallinn við þetta er að ég get ekki haft samband við neinn án þess að búa til auglýsingu um verk. Það sem ég þarf er tilboð í verkið frá einhverjum sem hefur gert eitthvað svipað áður til þess að ég átti mig á því hvort að ég geti farið út í það að búa til þessa vefsíðu.
Getur einhver skotið á það fyrir mig hvað svona kostar?
Ég var að fá verðtilboð frá Allra átta og það var stjarnfræðilega hátt, ég get ekki ímyndað mér að það sé eðlilegt verð. Ef svo er þá fær þessi vefsíða að bíða betri tíma, eða ég hreinlega sleppi því að láta taka við kreditkortum nema í gegnum Paypal eða eitthvað álíka.
Hvaða verð gaf Allra8 upp?
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 11:01
af andrifr
Þó þeir hafi ekki sett neina klausu um að þetta sé trúnaðarmál þá vil ég nú samt ekki vera að pósta þessu hérna, en ég skal senda þér póst.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 11:20
af andrifr
Vona að þú hafir fengið þetta, ég sendi þetta tvisvar með PM en það er eins og skilaboðin séu ennþá í Outbox, en fari ekki yfir í Sent messages. Samt stendur að þetta hafi verið sent.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 12:15
af dori
andrifr skrifaði:Vona að þú hafir fengið þetta, ég sendi þetta tvisvar með PM en það er eins og skilaboðin séu ennþá í Outbox, en fari ekki yfir í Sent messages. Samt stendur að þetta hafi verið sent.
Það er í "outbox" þangað til hann opnar skilaboðin. Frekar vangefið kerfi en þannig virkar þetta
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 12:26
af gardar
dori skrifaði:andrifr skrifaði:Vona að þú hafir fengið þetta, ég sendi þetta tvisvar með PM en það er eins og skilaboðin séu ennþá í Outbox, en fari ekki yfir í Sent messages. Samt stendur að þetta hafi verið sent.
Það er í "outbox" þangað til hann opnar skilaboðin. Frekar vangefið kerfi en þannig virkar þetta
neinei þetta er sniðugt ef maður þarf að breyta einhverju eða hætta við að senda skilaboð
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fim 26. Apr 2012 12:32
af dori
En þá er aðilinn búinn að fá tölvupóstu um að hans bíði einkaskilaboð. Mér finnst spes að gefa upp hvort einhver sé búinn að lesa skilaboðin sín eða ekki. Auðvitað er þetta stundum gagnlegt, en frekar spes.
Re: Tengja vefverslun við Borgun
Sent: Fös 25. Maí 2012 17:11
af Golden
Býður greiðsluþjónusta/greiðslusíða Borgunar uppá tengingu við öll eftirfarandi kerfi:
http://www.opensourcecms.com/scripts/sh ... =eCommerce