Síða 1 af 2

FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 12:57
af thiwas
Sælir,

Ég er að velta fyrir mér að henda upp FTP server heima,

þarf ég að fá mér DNS þjónustu einhvers staðar frá ?
Er þá einhver önnur þjónusta sem ég þarf annars staðar frá ?

Ef ég þarf DNS þjónustu, með hverju mæliði, helst frítt ?

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 13:08
af AntiTrust
Þú þarft enga DNS þjónustu frekar en þú vilt, getur alltaf tengst bara við IP. Annars eru til hellingur af þessum dynamic DNS þjónustum, no-ip.com svona það fyrst sem mér dettur í hug, svo er líka spurning hvort routerinn hjá þér styður ekki automatískt uppfærslu á e-rjum af þessum fríu dynDNS þjónustum sem væri sniðugt fyrir þig að nota, nema þú sért með fasta IP tölu.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 13:14
af thiwas
er með þennan frá símanum

http://www.routeripaddress.com/routers/ ... g789n.html

er ekki með fasta ip tölu, þarf að hringja í símann og græja það

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 13:25
af AntiTrust
thiwas skrifaði:er með þennan frá símanum

http://www.routeripaddress.com/routers/ ... g789n.html

er ekki með fasta ip tölu, þarf að hringja í símann og græja það


Getur líka sleppt því, held þú þurfir að greiða 500kr á mánuði fyrir það aukalega. Gætir frekar fengið þér fría DNS þjónustu og annaðhvort látið routerinn update-a DNSið eftir því sem IP talan breytist, eða keyra tól á FTP servernum sem gerir það sjálfkrafa, minnir að no-ip bjóði upp á það frítt.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 13:41
af CendenZ
http://1984.is/p/freednsinfo

Notið íslenska aðila, kostar ekkert að nota þessa DNS þjónustu.
Lénið kaupiru svo hjá isnic.

Veit samt ekki hvort 1984 bjóði upp á þeirra lén endingar

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 14:09
af ponzer
CendenZ skrifaði:http://1984.is/p/freednsinfo

Notið íslenska aðila, kostar ekkert að nota þessa DNS þjónustu.
Lénið kaupiru svo hjá isnic.

Veit samt ekki hvort 1984 bjóði upp á þeirra lén endingar


No-IP.com eða sambærilega þjónusta væri betri kostur framyfir DNS þjónustuna hjá 1984.is, eins og AntiTrust segir þá geta þessar dynamic dns þjónustur uppfært DNS recordið þitt þegar að routerinn þinn skiptir um IP tölu sem að 1984 getur ekki.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 14:34
af coldcut
fyrir ssh-ið mitt er ég bara með frítt lén hjá dyndns.org og svo skrifaði ég scriptu sem heyrir á klukkutíma fresti og tjékkar hvort IP-talan sé breytt. Ef hún er það þá er hún uppfærð sjálfkrafa.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:08
af thiwas
en að hvaða öryggisatriðum á ég að huga að í þessu ?

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:19
af AntiTrust
thiwas skrifaði:en að hvaða öryggisatriðum á ég að huga að í þessu ?


Hafa SSL og IP filtering, ætti að duga.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:36
af Hjaltiatla
thiwas skrifaði:en að hvaða öryggisatriðum á ég að huga að í þessu ?

Setja fólk í grúppur og gefa rétt permissions fyrir þá aðila sem þú ert að hleypa inná server-inn

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:43
af dori
thiwas skrifaði:en að hvaða öryggisatriðum á ég að huga að í þessu ?

Hvaða hugbúnað ætlarðu að nota til að keyra FTP serverinn. Annars er það rosalega sniðugt að takmarka IP tölur sem mega tengjast (ef það er möguleiki). Það getur verið fínt að keyra á non-standard porti. Það minnkar smá líkurnar á því að serverinn þinn finnist með svona port skanni.

Annars auðvitað bara basic. Hafa góðan og rétt stilltan eldvegg. Keyra serverinn á notanda með takmörkuð réttindi til að missa ekki stjórn á boxinu. Láta það að tékka lykilorð taka tíma eða hafa takmark á því hversu oft er hægt að reyna að skrá sig inn. Logga misheppnaðar tilraunir og fylgjast með spikeum.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:50
af thiwas
var að velta fyrir mér Filezilla Server,

Er eitthvað annað betra ?
Hafði allavega heyrt ágætis hluti um þetta.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:51
af dori
Filezilla Server á Windows 7 tölvu?

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:51
af thiwas
já Filezilla Server á win7 pro

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 15:58
af dori
AntriTrust eða einhver annar Windows nörd mun kannski geta komið með eitthvað meira en með smá leit:

http://forum.filezilla-project.org/view ... f=6&t=3490

Svo eru það bara þessir basic hlutir. Hafa eldvegg sem lokar á önnur port en það sem þú notar fyrir FTP þjóninn. Uppfæra reglulega bæði stýrikerfið og Filezilla. Stilla Filezilla til að leyfa bara visst margar tilraunir til innskráningar. Logga misheppnaðar skráningar. Blokka IP tölur sem virðast vera að ráðast á þig etc.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 19:54
af Tbot
Dulkóðun, að vísu er SSL með það en mismunandi hvernig það er stillt á milli forrita.
Hún er algjört must, kemur í veg fyrir að isp geti séð hvað er að fara á milli.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 22:28
af thiwas
er þetta ekki stillingin:
Require explicit FTP over TLS ?

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 22:38
af AntiTrust
thiwas skrifaði:er þetta ekki stillingin:
Require explicit FTP over TLS ?


Jú, þarft samt væntanlega að generate-a public og private key, man ekki alveg hvernig það er gert í filezilla en líklega til guide um það.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 22:50
af gardar
Er þessi stilling samt ekki bara fyrir authentication? Ég myndi líka stilla kröfu á að transfers séu dulkóðuð.

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 23:02
af thiwas
Er það ekki bara þessi stilling ?

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 23:10
af gardar
Bingó!

Svo myndi ég haka við "disallow unencrypted"

Re: FTP Server

Sent: Þri 17. Apr 2012 23:11
af AntiTrust
Jú, allt á réttri leið hjá þér. Líklega öruggast að haka líka í við "Disallow plain unencrypted FTP".

Re: FTP Server

Sent: Fim 26. Apr 2012 11:19
af thiwas
ftp þjóninn er kominn upp,

Þegar ég logga mig inn á ftp þjóninn þá kemur þetta upp:

Using authentication type TLS
Frumstilli TLS
sannreyni skilríki
TLS/SSL connection established

Er ég ekki orðinn nokkuð safe með þetta svona, er eitthvað annað sem ég þarf að stilla

Re: FTP Server

Sent: Fim 26. Apr 2012 12:17
af braudrist
Nokkuð viss um að enginn eigi eftir að geta komist inn á þetta nema að hafa verulega fyrir því.

Re: FTP Server

Sent: Fim 26. Apr 2012 12:27
af thiwas
og enginn möguleiki á að ISP-inn geti séð hvað ég er að færa á milli ?