Það sem mér dettur í hug er að fara inn á routerinn, henda öllum út af þráðlausa netinu og búa til nýtt password á það.
Vonum að þú sért með Speedtouch 585 router.
1. Farðu inn á routerinn (Þú þarft Mozilla Firefox, eða Google Chrome í þetta verk) (Routerar símans nota ip töluna 192.168.1.254)
2. Farðu í Home Network
3. Ýttu á Devices.
4. Veldu device sem þú vilt aftengja netinu hjá þér.
5. Farðu í Configure. (það er þarna ofarlega, hjá Overview og Help)
6. Klikkaðu á Delete.
Þar næst er best að breyta framleiðslulykilorði routersins fyrir wifi aðgang, og það er eins gott að þú skrifir þetta niður, annars kemstu ekki til með að ná sambandi við routerinn nema þú sért með cat5/5e/6 snúru.
Til að breyta lykilorði wifi á routerum símans:
1. Farðu í Home Network.
2. Farðu í Interfaces.
3. Klikkaðu á wifi-ið þitt (WLAN:NafnRouters oft t.d. SpeedTouch581285SDI)
4. Klikkaðu því næst á Configure flipann (hann er þarna á milli Overview og Help)
5. Breyttu Lykilorðinu í annað lykilorð. [Password Dálkur] !ATH það verður að vera jafnlangt og fyrra lykilorðið!.
6. Gerðu Save.
Því næst ætlarðu að slökkva á routernum í svona 10 sekúndur og kveikja svo aftur á honum.
Það sem þetta einfaldlega gerir er að henda út þeim sem eiga ekkert að gera á þínum router, skiptir lykilorðinu út fyrir framleiðslulykilorðið sem er mjög einfalt að finna séu menn með rétta forritið, og bara einfaldlega eykur öryggi þitt.
Ef þú ert ekki með SpeedTouch Router þá er bara að vona að einhver með reynslu á þá routera svari