Síða 1 af 1

Windows XP á íslensku

Sent: Lau 10. Júl 2004 16:20
af gumol
Hvað eru margir búnir að prófa Íslenskudótið fyrir windows XP? Ég var að setja þetta upp og geta bara sagt eitt, djöfull er þetta óþægilegt.

http://www.microsoft.com/downloads/deta ... laylang=is
(þetta kemur í "Add/Remove Programs" aka. "Bæta við eða fjarlægja forrit" svo það ætti ekki að vera mikið mál að taka þetta út aftur fyrir þá sem vilja prófa.)

Sent: Lau 10. Júl 2004 16:28
af Pandemic
Alveg hræðilegt

Sent: Lau 10. Júl 2004 16:37
af ErectuZ
Ojj, get varla notað tölvuna með þessu! Maður skilur ekki neitt! :P

Sent: Lau 10. Júl 2004 20:27
af Snorrmund
Uss.. þetta er eiginlega svona "óklárað" finnst mér "Skjár Properties" :? frekar "Skjástillingar" eða "Skjá valmöguleikar"

Sent: Lau 10. Júl 2004 22:11
af ErectuZ
Minnir mig á leiki í beta testing :lol:

Sent: Sun 11. Júl 2004 01:30
af ICM
Gumol það stendur að þetta sé fyrir Service Pack 1... það stendur ekki Skjár Properties hjá mér heldur Skjár Eiginleikar

Sent: Sun 11. Júl 2004 03:17
af Voffinn
Þetta er einmitt það sem mig vantaði ... fyrir hana ömmu mína! Gracias MS á íslandi.

Sent: Sun 11. Júl 2004 03:56
af Zaphod
held að það sé fátt meira pirrandi en stýrikerfi á íslensku .

Sent: Sun 11. Júl 2004 04:50
af fallen
Oj.

Sent: Sun 11. Júl 2004 05:49
af ICM
þetta er ekki svona slæmt :shock:

Sent: Mán 19. Júl 2004 21:10
af gutti
:roll: setti það inn og unistall strax :twisted:

Sent: Mán 19. Júl 2004 21:14
af ICM
Ég er enn að nota Íslenskuna, mas Movie Maker 2 er á íslensku... munurin á þessu og Win98 á íslensku er að þetta virkar og öll íslenskan er skiljanleg en ekki einhverjir kerfisálfar útum allt.

Sent: Mán 19. Júl 2004 23:54
af gumol
Gott fyrir almenna notendur, slæmt fyrir nörda ;)

Sent: Þri 20. Júl 2004 00:16
af ICM
gumol ég er windows notandi dauðans og þetta fer ekki í taugarnar á mér

Sent: Þri 20. Júl 2004 18:11
af Zaphod
já en þú ert bara almennur notandi . nerds hafa ekki svona mikinn áhuga á m$ :Þ

Sent: Þri 20. Júl 2004 20:19
af ICM
Right venjulegur notandi ehm nei þið Linux notendur eruð virkilega óþolandi fífl. þó maður sé ekki masókisti með þörf fyrir að compile-a allt aftur og aftur þá er maður ekki venjulegur notandi.

Sent: Þri 20. Júl 2004 23:21
af halanegri
haha

Sent: Mið 21. Júl 2004 00:37
af BlitZ3r
þetta er fínt fyrir gamla folkið sem skilja ekki shit í ensku :P

Sent: Sun 08. Ágú 2004 19:41
af Skrekkur
Já ,neiiiiii ég skynja Linux/Windows rifrildi í uppsiglingu hér og það er nóg komið að svoleiðis hér, En svona til gamans má geta að það hefur lengi verið hægt að fá KDE, Gnome og fleiri Linux windowsmakers á Íslensku.
Mér finnst það venjulega soldið skondið bara að hafa allt á íslensku, en stilli oftar en ekki aftur á Enskuna.