Síða 1 af 1

Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Fös 06. Apr 2012 14:59
af karlth
Þarf að flytja internetið hjá mér frá Símanum yfir í Vodafone ( það er gagnaveitu ljósleiðari í húsinu og þeir hleypa ekki Símanum í það) og var að velta því fyrir mér hvernig að ég gæti hangið á gömlu simnet netföngunum mínum í einhvern tíma á eftir með sem minnstum tilkostnaði.

Einhverjar hugmyndir?

Re: Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Fös 06. Apr 2012 15:07
af Tiger
Þú getur greitt símanum eitthvað gjald á mánuði fyrir þau, eða vonað að þeir taki þau ekki úr umferð. Þau tóku netfang konunar mínnnar úr umferð þegar ég flutti fyrir nokkur síðan en ekki mitt.

Re: Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Fös 06. Apr 2012 15:43
af Oak
held að það sé einhver 2000 kr. á mánuði til að halda þeim...

Re: Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Fös 06. Apr 2012 16:27
af eythori
Þú getur borgað innhringiáskrift á 1290 kr. per mán og haldið netföngunum þínum.
http://www.siminn.is/einstaklingar/neti ... item34293/

Á þeim tíma geturðu skilgreint áframsendingu og/eða autoreply á pósti í hólfið og vísað í nýja netfangið þitt.

Re: Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Þri 10. Apr 2012 09:33
af einarth
karlth skrifaði:( það er gagnaveitu ljósleiðari í húsinu og þeir hleypa ekki Símanum í það)


Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar??

Það geta allir orðið þjónustuaðilar á ljósleiðarakerfi GR - hafi þeir áhuga á því.

Kv, Einar.

Re: Halda netföngum þegar flutt er frá Símanum?

Sent: Þri 10. Apr 2012 09:52
af hagur
einarth skrifaði:
karlth skrifaði:( það er gagnaveitu ljósleiðari í húsinu og þeir hleypa ekki Símanum í það)


Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar??

Það geta allir orðið þjónustuaðilar á ljósleiðarakerfi GR - hafi þeir áhuga á því.

Kv, Einar.


Er ekki bara einmitt vandamálið að Síminn hefur ekki áhuga á því? Eru með sitt "ljósnet" bara og einblína á það (Óskiljanleg ákvörðun IMO).