AntiTrust skrifaði:
Ég var vanur að mæla með Linux, en ég einfaldlega trúi ekki á þetta kerfi sjálfur nógu vel til þess að selja það til annarra. Þegar það poppa upp vandamál í Linux geta þau verið ótrúlega erfið viðureignar, og oft erfitt að finna hjálp, stundum einfaldlega vegna lélegs documentation. Ég er búinn að vera hoppandi á milli ýmissa distro'a síðustu 10 árin en alveg sama hversu langan séns ég gef Linux, enda ég alltaf aftur í Windows, bæði hvað varðar server og client vörur.
Windows vandamál eru nú alveg jafn flókin að leysa, oft flóknari, nema þetta sé gífurlega trivial stillingaratriði. Veit ekki hversu oft maður hefur lent í því að vaða blint eftir einhverjum "something went wrong" villuskilaboðum og þurfa hreinlega bara að giska og prófa sig áfram til að leysa vandamálið. Ég gæti örugglega talið á annarri hendi skiptin sem að MS support textarnir hafa gagnast mér eitthvað.
Þótt maður geti alveg lent í svipuðu í linux, þá er oftar en ekki einhver log fæll sem segjir þér nákvæmlega hvar vandamálið liggur, hvort maður hafi kunnáttu til að laga það er svo annað mál.
Ég var samt alveg sömu skoðunar og þú áður en ég fór að nota linux af viti. Sé það núna hvað windows er mikill frumskógur af ó-documentuðu rugli (tek bara registryið sem dæmi) og hvað linux er mikið einfaldara og skipulagðara kerfi í grunninn.
Það er líka alveg fáránlega auðvelt fyrir tölvufatlaðann notanda að fokka upp windows uppsetningunni, með vírusum og crapware og einhverju fikti.
Þetta er eitthvað sem þú þarft varla að hugsa um ef þú ert með linux vinnustöðvar.
Linux notandi sem að notar tölvuna bara í netráp, office pakka, email og eitthvað sérhæft fyrirtækis forrit (eins og lang flestir skrifstofustarfsmenn) og er ekki með root aðgang er ekkert á leiðinni að búa til einhverjar alvarlegar stýrikerfisvillur, hann þyrfti allavega að leggja sig fram við það.
Allavega finnst mér þetta mjög sniðug aðgerð. Það verður örugglega hellings start kostnaður við að skipta öllu út, en það ætti allt að jafnast út á nokkrum árum.