Síða 1 af 1

16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:34
af Gislinn
TL;DR : ég þarf að keyra 32-bita forrit á 64-bita windows 7 án þess að nota virtual vél. Einhver ráð?

Er með gamalt forrit sem er upprunalega skrifað fyrir Windows 3.1x ](*,)

Þetta forrit er upprunalega skrifað fyrir 16-bita kerfi (eins og windows 3.1x) en var svo uppfært fyrir win95 (32-bita kerfi) og er ekki til 64-bita útgáfa af þessu forriti. Það keyrir ekki á 64-bita stýrikerfi (og keyrir ekki einu sinni install og gefur bara upp error um að það sé fyrir 32-bita kerfi).

Núna er ég meiri linux maður þannig ég spyr hér windows mennina, er til einhver skel (eða einhver leið) til að keyra þetta forna-forrit á 64-bita windows 7 ? Það virkar ekki að keyra það í compatibility mode (XP-mode eða eitthvað slíkt).

Þetta forrit er skaffað af kennara í skólanum mínum og hans lausn var basically að setja bara upp 32-bita windows til að keyra þetta, en það er ekki í boði.

Ég vill helst losna við að setja þetta upp á virtual-vél.

E.S. Það er ekki til nýrri útgáfa af þessu forriti.

EDIT:
E.E.S. Win7 64-bita getur ekki keyrt 16-bita forrit, sem þetta forrit byggir á og þess vegna er þetta vesen. Fékk þetta til að keyra undir linux þannig það dugar.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:36
af worghal
setja upp windows 95 á VM ?

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:37
af SolidFeather
Kvartaðu. Þetta er ekki boðlegt.


Hvert er forritið?

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:38
af Gislinn
worghal skrifaði:setja upp windows 95 á VM ?



Gislinn skrifaði:Ég vill helst losna við að setja þetta upp á virtual-vél.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:40
af Gislinn
SolidFeather skrifaði:Kvartaðu. Þetta er ekki boðlegt.


Hvert er forritið?


Þetta forrit heitir Simulex, þetta er notað útaf því að HÍ vill ekki kaupa forritið sem tók við af þessu vegna þess að það kostar. Glatað.

Búinn að tala við yfirkennara námskeiðisins, kennarann og deildarforseta, alltaf sagt "Er þetta svo mikið mál að þetta reddist ekki bara?". :mad

P.S. ég stakk uppá því við kennarann í dag að ég myndi bara mæta með 486, honum fannst það ekki fyndið. :troll

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:40
af appel
Held þetta hafi ekkert með 32-bita vs. 64-bita að gera, enda keyra nánast öll 32-bita forrit á 64-bita windows án breytinga.

Líklegast er forritið bara úr sér gengið, að nota gömul library sem er búið að taka úr nýjustu windows og svona.

Reyna að finna út hvað vandamálið er, finna einhver villuboð, ástæðu að það keyrir ekki, finna gamla drivera eða library á netinu svo þú getir keyrt það.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:41
af Gislinn
appel skrifaði:Held þetta hafi ekkert með 32-bita vs. 64-bita að gera, enda keyra nánast öll 32-bita forrit á 64-bita windows án breytinga.

Líklegast er forritið bara úr sér gengið, að nota gömul library sem er búið að taka úr nýjustu windows og svona.

Reyna að finna út hvað vandamálið er, finna einhver villuboð, ástæðu að það keyrir ekki, finna gamla drivera eða library á netinu svo þú getir keyrt það.


Keyrir á 32-bita Windows 7 hjá kennaranum.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:43
af appel

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:50
af Gislinn
appel skrifaði:http://msdn.microsoft.com/en-us/library/aa384249%28v=vs.85%29.aspx


Hefur þá líklegast með það að gera að þetta er upprunalega 16-bita kerfi sem var portað yfir á 32-bita og getur því ekki runnað.

Errorinn sem kemur upp er

Kóði: Velja allt

The version of this file is not compatible with the version of Windows
you're running. Check your computer's system information to see whether
you need an x86 (32-bit) or x64 (64-bit) version of the program, and then
contact the software publisher.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Þri 20. Mar 2012 23:55
af Gislinn
Fékk þetta til að keyra í WINE í linux þannig það ætti að duga.

Sérlega spes að geta keyrt 16-bita windows forrit á 64-bita linux kerfi en ekki á 64-bita windows kerfi. :face

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:01
af Klemmi
Er ekki DOSBOX bara málið fyrir þetta?

1. Setur upp DOSBOX
2. Setur forritið í einhverja möppu á drifinu, s.s. c:\simulex
3. Ferð í DOSBOX, skrifar mount c c:\simulex
4. Nafnið á exe skránni
5. ?????
6. PROFIT!!!

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:09
af Gislinn
Klemmi skrifaði:Er ekki DOSBOX bara málið fyrir þetta?

1. Setur upp DOSBOX
2. Setur forritið í einhverja möppu á drifinu, s.s. c:\simulex
3. Ferð í DOSBOX, skrifar mount c c:\simulex
4. Nafnið á exe skránni
5. ?????
6. PROFIT!!!


prófaði þetta, fékk upp "Illegal command: win." sem bendir til þess að DOSBox virki ekki fyrir þetta forrit sbr. http://answers.yahoo.com/question/index ... 508AAvYDcm

Takk samt fyrir góða ábendingu, ef þetta hefði virkað þá hefði þetta verið frábær lausn. :happy

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:29
af SteiniP
Þú keyrir aldrei 16 bita forrit á 64 bita windows nema notast við einhverskonar virtual vél. Það er bara enginn stuðningur fyrir það.
Hef samt lent í því að gömul forrit notast við 16bita installera, en forritin sjálf eru byggð 32bit. Gætir prófað að setja það upp á 32 bita windows og afrita skrárnar yfir og sjá hvort það keyrir.
Ef það gengur ekki, þá myndi ég bara henda upp windows 2000 eða álíka á virtualbox.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:33
af Gislinn
SteiniP skrifaði:Þú keyrir aldrei 16 bita forrit á 64 bita windows nema notast við einhverskonar virtual vél. Það er bara enginn stuðningur fyrir það.
Hef samt lent í því að gömul forrit notast við 16bita installera, en forritin sjálf eru byggð 32bit. Gætir prófað að setja það upp á 32 bita windows og afrita skrárnar yfir og sjá hvort það keyrir.
Ef það gengur ekki, þá myndi ég bara henda upp windows 2000 eða álíka á virtualbox.


Engir emulatorara í staðinn? þeir taka töluvert minna pláss en virtual vél (windowsið hjá mér er á littlu partitioni þar sem ég nota nánast eingöngu windows fyrir Inventor og Autocad).

Forritið notast við Autocad teikningar og því nenni ég ekki að vera alltaf að restarta á milli (ef forritið étur ekki teikninguna þarf að breyta henni í autocad, restarta til að komast í virtual vélina á linux til að keyra simulex og endurtaka þar til forritið étur teikninguna). ](*,)

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:44
af SteiniP
Áttu ekki ~500MB laus fyrir windows 98 og virtualbox? :)
Auðvelt að stækka partitionið líka.

Veit ekki um neinn emulator sem gæti hugsanlega tæklað þetta fyrir utan dosbox.

Re: 32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Mið 21. Mar 2012 00:51
af Gislinn
SteiniP skrifaði:Áttu ekki ~500MB laus fyrir windows 98 og virtualbox? :)
Auðvelt að stækka partitionið líka.

Veit ekki um neinn emulator sem gæti hugsanlega tæklað þetta fyrir utan dosbox.


Jú ætli það verði ekki bara lausnin, emulator hefði verið meira nice þar sem virtual er töluvert tímafrekara (sérstaklega fyrir eitt 16 ára gamalt forrit) :face

Takk fyrir hjálpina. :happy

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 15:24
af Demon
Ég myndi nýta mér "Windows XP Mode" sem er basically bara Virtual PC með þægilegu integration við Windows 7.
Getur downloadað og lesið þér meira til hér:
http://www.microsoft.com/windows/virtua ... nload.aspx

Frekar þægilegt.

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 16:06
af kizi86
installar win 3.1 i gegnum dosbox, og svo installa forritinu i win3.11 ?

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 16:47
af ORION
Jamm Setja upp dosbox, Setja upp Windows 3.1 og svo ertu ready

w3.1 er hægt að ná í frá mér.
http://snilld.in/doswin.zip

eða google
'windows 3.1' site:thefrogbay.se :guy

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 16:58
af capteinninn
Alveg finnst mér frábært að þú ert í háskólanámi og átt að nota forrit frá 1993

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 18:20
af Gislinn
hannesstef skrifaði:Alveg finnst mér frábært að þú ert í háskólanámi og átt að nota forrit frá 1993


Sammála, reyndar reddaði ég þessu með því að setja það upp á linux undir WINE.

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 18:22
af Gislinn
Demon skrifaði:Ég myndi nýta mér "Windows XP Mode" sem er basically bara Virtual PC með þægilegu integration við Windows 7.
Getur downloadað og lesið þér meira til hér:
http://www.microsoft.com/windows/virtua ... nload.aspx

Frekar þægilegt.


Var búinn að redda þessu fyrir u.þ.b. 5 vikum síðan, en takk samt.

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fim 03. Maí 2012 20:46
af tdog
ORION skrifaði:Jamm Setja upp dosbox, Setja upp Windows 3.1 og svo ertu ready

w3.1 er hægt að ná í frá mér.
http://snilld.in/doswin.zip

eða google
'windows 3.1' site:thefrogbay.se :guy


Er þetta ekki bannað á Vaktinni vinur? Dreifing höfundarréttarvarins efnis.

Re: 16/32-bita forrit á 64-bita stýrikerfi

Sent: Fös 04. Maí 2012 20:30
af ORION
tdog skrifaði:
ORION skrifaði:Jamm Setja upp dosbox, Setja upp Windows 3.1 og svo ertu ready

w3.1 er hægt að ná í frá mér.
http://snilld.in/doswin.zip

eða google
'windows 3.1' site:thefrogbay.se :guy


Er þetta ekki bannað á Vaktinni vinur? Dreifing höfundarréttarvarins efnis.


Nenni ekki að standa í þessu veseni með þig.... 404

Vinur? Jáhá :guy