Síða 1 af 1
Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 21:58
af Hrotti
Er enginn áhugi fyrir því að halda úti íslensku forumi fyrir xbmc? Þó svo að nánast allir íslendingar séu vel læsir á ensku þá eru örugglega einhverjir sem að verða ringlaðir inni á
http://forum.xbmc.org. Ég sé fyrir mér að þetta gæti líka verið sniðugur staður til að halda utan um íslensk plugin og sérstaklega cover og fanart fyrir íslenska tónlist. Ég er til dæmis búinn að sanka að mér helling af svoleiðis sem að ég hef þurft að búa til sjálfur.
Kannski væri líka hægt að fá undirforum hérna á vaktinni eða eitthvað í þeim dúr.
Ég hefði amk. áhuga á að vita hvað ykkur finnst um þetta.
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 22:22
af capteinninn
Ég hugsa að undirforum hér væri snilld. Höldum fjöldanum af fólki sem er á vaktinni og svona.
Annars er ég ekkert mjög fróður um XBMC en hef notað þetta stundum á media tölvum
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 22:32
af hagur
Líst vel á þetta! Held að undirforum hérna væri sniðugast að mörgu leyti, vaktin er þekktur vefur og mikið af notendum hérna, sem margir hverjir eru að nota XBMC nú þegar.
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 22:35
af AndriKarl
xbmc undirforum hér á vaktinni er klárlega málið
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 22:40
af Hrotti
Ég er sammála með undirforumið
Hverjir ráða hérna
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 23:15
af coldcut
Hrotti skrifaði:Hverjir ráða hérna
Gjöriði svo vel piltar!
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 23:23
af Hrotti
Snillingur !!!
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Mán 05. Mar 2012 23:54
af GuðjónR
Flott hjá þér coldcut!
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 00:24
af AronOskarss
Snilld, mjög flott að græjedda bara bing bara boom !
Langar engum í "thanks" og "like" takka á vaktina? ..og Tapatalk. Einfalt að þakka fyrir sig og litið um óþarfa comment, þó ég sjái nú ekki mikið af þeim.
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 00:27
af Hrotti
AronOskarss skrifaði:Snilld, mjög flott að græjedda bara bing bara boom !
Langar engum í "thanks" og "like" takka á vaktina? ..og Tapatalk. Einfalt að þakka fyrir sig og litið um óþarfa comment, þó ég sjái nú ekki mikið af þeim.
tapatalk virkar, gerði það amk í síðustu viku
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 00:32
af AronOskarss
Ja það virkar fínt en engir takkar :-)
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 08:12
af hagur
Nice!
Hugmynd: færa þræðina um íslensku XBMC plugin-in (Sarpur, Vísir VefTV og Mbl.is sjónvarp) og smella þeim inná nýja forumið sem stickies?
Þeir eru núna allir undir hugbúnaður/forritun.
Edit: döhh sé að það er búið að færa þá :-) En mér finnst þeir verðskulda sticky-ness.
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 10:20
af coldcut
hagur skrifaði:Nice!
Hugmynd: færa þræðina um íslensku XBMC plugin-in (Sarpur, Vísir VefTV og Mbl.is sjónvarp) og smella þeim inná nýja forumið sem stickies?
Þeir eru núna allir undir hugbúnaður/forritun.
Edit: döhh sé að það er búið að færa þá :-) En mér finnst þeir verðskulda sticky-ness.
Í rauninni væri betra að henda þeim saman í einn þráð og hafa hann sem sticky. Hef ekki tíma í það núna vegna vinnu en skal reyna að muna eftir því í kvöld, mundi spara mér mikinn tíma ef að þið mynduð senda mér innleggin sem eiga að fara þangað inn og hverjir eiga heiðurinn af pluginunum...just sayin'.
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 10:48
af gardar
Hafa bara einn sticky yfirlitsþráð sem er með hlekki á þræðina um öll íslensku pluginin
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 11:05
af hagur
gardar skrifaði:Hafa bara einn sticky yfirlitsþráð sem er með hlekki á þræðina um öll íslensku pluginin
Já, það er líklega best.
Hérna eru þræðirnir:
Sarpurinn:
viewtopic.php?f=82&t=45503 (Höfundur: Dagur)
Vísir VefTV:
viewtopic.php?f=82&t=46060 (Höfundur: Hagur)
Mbl.is sjónvarp:
viewtopic.php?f=82&t=46066 (Höfundur: HauxiR)
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 11:16
af Some0ne
Snilld!
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Þri 06. Mar 2012 11:33
af coldcut
Re: Íslenskt xbmc forum
Sent: Sun 11. Mar 2012 13:26
af Sera
Ein spurning, hversu mikið eru þið að fara með í download á mánuði ? enginn hætta á að fara yfir 140 GB sem maður er að kaupa þegar úrvalið af dóti til að streama er svona mikið eins og í XBMC