Síða 1 af 1

Eitthvað mikið að Windows XP Home. Þarf hjálp sem fyrst

Sent: Fös 02. Júl 2004 11:57
af _Brainy_
Ég var í tölvunni í róliheitunum fyrir stuttu og allt í einu kemur ,,The system has haltet,, og skjárinn blár í kring. Ég þurfi að halda inni takkanum (slökkva og kveikja takkanum) til að slökkva á tölvunni af því það var ekki hægt að ýta á neitt. Svo beið ég í svona 10 mín og kveikti þá á tölvunni og þá koma bara upplýsingar um CPU og svo neðst stendur ,,Press Esc to enter 6dg.....(kemur bara rosalangt rugl),, og svo kemur líka ,,Press End to enter setup,,. Ég er búinn að prófa að ýta á bæði en það gerist ekkert.
Hvað get ég gert?

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:15
af Snorrmund
    1. Prufa að formatta og setja upp aftur?
    2. Boota i safemode og keyra vírusvörn(ef það er hægt)
    3. Tengja diskinn sem slave i aðra tölvu og ná í mikilvæg gögn þannig.. Risky ef að það er vírus á honum samt(smithætta)

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:21
af _Brainy_
Verð ég endilega að formata, er sko með ógeðslega mikið af forritum og bíómyndum í tölvunni. En læt ég bara WinXP home diskinn í tölvuna þegar þetta Press End.... og það?

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:23
af Snorrmund
er ekkert viss.. en prufaðu leið 2 og 3

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:38
af _Brainy_
Ég get ekki startað í safe mode. Get sko ekki ýtt á neitt þegar þetta stuff er komið á skjáinn, þarf meira að segja að slökkva með því að halda inni slökkvu og kveiki takkanum

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:42
af Snorrmund
þá veit ég ekki :?

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:53
af Stutturdreki
Kemstu inn í BIOS?

Geturðu startað upp af WinXP disknum þínum?

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:54
af Stutturdreki
Hey!.. ég er ekki lengur græningi :(

Sent: Fös 02. Júl 2004 12:57
af _Brainy_
Á undan þessu ,,Press End to enter setup,, kemur svona Phoenix - AwardBIOS, það var einhver gaur sem hélt þetta væri að hdd væri dauður

Sent: Fös 02. Júl 2004 13:01
af MezzUp
það hljóta að vera einhver villuskilaboð? Hvað gerist ef þú ýtir á Esc eða End?

Sent: Fös 02. Júl 2004 13:14
af _Brainy_
Það gerðist ekki neitt þegar ég ýtti á Esc eða End.
En sko núna er ég kominn í mína tölvu og allt í lagi með hana, það var svona error eins og ég var að tala um, var svo bara með kveikt á tölvunni (með þetta error stuff á skjánum) og fór niður að gera eitthvað allt annað og þegar ég kom upp þá var allt í einu tölvan í fínu lagi, veit ekkert hvað gerðist :?

Sent: Fös 02. Júl 2004 14:43
af Zaphod
Ef þú vilt ekki formatta þá geturu prófað að setja xp upp aftur bara velja aðra möppu en Windows ....

Eða reyna að láta Xp diskinn gera við núverandi stýrikerfi ( virkar ekki oft)

Sent: Fös 02. Júl 2004 14:57
af KinD^
takið ekki eftir því en hann kemst ekki framhjá biosnum ?? hættið að gefa honum tipp um að reinstalla xp