Síða 1 af 1

Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 18:03
af AciD_RaiN
Nú þarf ég að spyrja gáfumenn í vefsíðuhönnun aðeins. Þannig er mál með vexti að ég ætla að taka að mér umsjón á http://www.videoval.is en ég hef ekki annast vefsíðu í 15 ár. Mig langar að breyta útlitinu á síðunni fyrst og fremst en svo kemur upp það vandamál að þegar ég set inn nýjar myndir þá kemur þetta í stafrófsröð. Þetta er ábyggilega eitthvað mjög einfalt en ég þarf samt á hjálp ykkar að halda.
Hvernig get ég lagað þetta?
Hvað get ég notað til að hanna vefsíðuna uppá nýtt?

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 18:11
af Gúrú
Hvaða fría template kerfi sem er myndi bæta þessa vefsíðu þúsundfalt.

Þetta er bara mögulega allra versta íslenska vefsíða sem að haldið er uppi í augnablikinu. :-#

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 18:13
af AciD_RaiN
Gúrú skrifaði:Hvaða fría template kerfi sem er myndi bæta þessa vefsíðu þúsundfalt.

Þetta er bara mögulega allra versta íslenska vefsíða sem að haldið er uppi í augnablikinu. :-#

Nei er það?? :wtf Mér finnst hún svo falleg hahaha... Nei þetta verður að laga asap og ég bara kann EKKERT á þetta ](*,)

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 18:18
af ORION
Heyrðu ég skal redda þessu,

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 18:20
af AciD_RaiN
ORION skrifaði:Fyrst allt er betra enn þetta þá skal ég redda þessu. :dead

Ég var einmitt með þig í huga þegar ég var að skamma gamla settið fyrir að vera með þennan horbjóð á netinu. Skipulagið sjálft er samt ekkert alslæmt en útlitið hefur verið eins síðan 2004!!!

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 20:34
af addi32
Settu upp wordpress á síðuna.

Kaupir eitthvað skemmtilegt template. Mjög hrifinn á http://www.yootheme.com. Kostar 40 evrur template.

Getur svo keypt movie database addon sem flokkar myndirnar fyrir þig og þú getur skrifað review.
hlekkur á addon.

Kostar lítið sem ekki neitt og tekur lítinn tíma að henda upp.

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 20:38
af ponzer
Settu upp Wordpress og keyptu þér theme frá http://themeforest.net/ þú ert ekki að fara gráta einnhverja hundraðkalla fyrir flott theme ;)

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 20:58
af AciD_RaiN
Takk kærlega fyrir þetta. ORION ætlar að vera svo frábær að aðstoða mig við þetta. Ég má reybdar því miður ekki breyta skipulaginu á síðunni :mad en ég ætla að skoða þetta :happy

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 21:17
af chaplin
AciD_RaiN skrifaði:Takk kærlega fyrir þetta. ORION ætlar að vera svo frábær að aðstoða mig við þetta. Ég má reybdar því miður ekki breyta skipulaginu á síðunni :mad en ég ætla að skoða þetta :happy

Þá er lítið sem þú getur gert.. :/

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 21:22
af ORION
chaplin skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Takk kærlega fyrir þetta. ORION ætlar að vera svo frábær að aðstoða mig við þetta. Ég má reybdar því miður ekki breyta skipulaginu á síðunni :mad en ég ætla að skoða þetta :happy

Þá er lítið sem þú getur gert.. :/


Agreed. Enn það er öruglega hægt að fríska uppá útlits atriði,

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 21:26
af pattzi
Notaðu 000webhost template hef notað template þar í website builder en þarft reyndar þá að vera með hýsingu þar :)

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 22:39
af andripepe
500 kall fyrir doritos poka? er þetta eithvað KimKardashian aproved snakk, eithvað annað en við erum með hérna í bænum ? :japsmile

Annars er þetta algjör horbjóður, gangi þér vel með þetta verkefni

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 22:43
af zedro

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Þri 21. Feb 2012 22:45
af pattzi
andripepe skrifaði:500 kall fyrir doritos poka? er þetta eithvað KimKardashian aproved snakk, eithvað annað en við erum með hérna í bænum ? :japsmile

Annars er þetta algjör horbjóður, gangi þér vel með þetta verkefni


Haha kostar 800 kr í shell á eskifriði :)

en 500 kall minnir mig í videoleigu trausta .

þannig bara eðilegt verð sjoppuverð.

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Mið 22. Feb 2012 00:31
af AciD_RaiN
Ok ég veit alveg af því að þetta er ljót síða enda er hún hönnuð af algjörlega tölvufötluðu eldra fólki!! Það þarf ekki að endurtaka það 20 sinnum hvað hún er ljót. Þeim finnst ekkert að henni en ég er bara að skipta mér af þessu þannig að ef þið hafið ekkert til málanna að leggja þá þarf ég ekkert að heyra það oftar hvað ykkur finnst hún ljót.
Takk :happy

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Mið 22. Feb 2012 01:04
af zedro
Æji sorry :oops:

Spurning um að finna eitthvað einfalt tilbúið kerfi sem er auðvelt að uppfæra.
Setja síðuna svo upp einsog hún myndi vera og sýna svo gömlu hversu auðvelt er að
uppfæra hana. Þá eru þau vonandi líklegri til að taka betur í allveg splúnkunýja síðu.

Skemmtu þér vel kall bara skemmtilegt verkefni sem bíður þín :happy

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Mið 22. Feb 2012 01:09
af AciD_RaiN
Zedro skrifaði:Æji sorry :oops:

Spurning um að finna eitthvað einfalt tilbúið kerfi sem er auðvelt að uppfæra.
Setja síðuna svo upp einsog hún myndi vera og sýna svo gömlu hversu auðvelt er að
uppfæra hana. Þá eru þau vonandi líklegri til að taka betur í allveg splúnkunýja síðu.

Skemmtu þér vel kall bara skemmtilegt verkefni sem bíður þín :happy

Þetta var ekkert illa meint... bara pínu þreytandi. Sjálfur er ég algjörlega internetfatlaður og vissi ekki einu sinni hvað proxy var fyrr en áðan :face

Re: Vefsíðuvandamál

Sent: Fös 24. Feb 2012 13:10
af intenz
ponzer skrifaði:Settu upp Wordpress og keyptu þér theme frá http://themeforest.net/ þú ert ekki að fara gráta einnhverja hundraðkalla fyrir flott theme ;)

Amen.