Síða 1 af 1

Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Lau 11. Feb 2012 19:16
af jonaudunn
Hefur einhver tengt Linksys E4200 við ADSL hjá Símanum. Ég næ ekki sambandi við símstöðina hjá þeim með basic PPPoE.
Aðstoð vel þegin ef einhverjum hefur tekist þetta.

Re: Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Lau 11. Feb 2012 19:18
af tdog
Þessi router er WAN router er það ekki? Þú getur ekki notað WAN router á DSL tengingu.

Re: Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Lau 11. Feb 2012 19:37
af GrimurD
EF þú getur þá held ég að þú þurfir að stilla VPI sem 8 og VCI sem 48, minnir að það séu tölurnar hjá símanum.

Re: Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Lau 11. Feb 2012 21:02
af jonaudunn
Jú held að þetta sé WAN router. Er alveg ómögulegt að ná tengingu við DSL með því?
Ég ætla að heyra í símanum eftir helgi og sjá hvað þeir segja með tenginguna.

En myndi þessi virka með ljósnetinu eða er bara ljósleiðari sem virkar ?

Re: Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Sun 12. Feb 2012 17:10
af Krissinn
Bara á ljósleiðara, getur notla tengt hann við DSL módem og notað þennan sem AP, er það ekki annars kallað það :P hehe

Re: Linksys E4200 - Tengja við ADSL hjá símanum

Sent: Sun 12. Feb 2012 17:42
af jonaudunn
Ég endaði á því að tengja thomson routerinn á milli. Tengdi eitt ethernet portið á thomson í WAN portið á Linksys og tengi linksys með PPPoE til símans. Við það fæ ég public IP tölu á linksysinn. Síðan slökkti ég á wifi á thomson.
Þessi uppsetning virkar vel ennþá.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk