Síða 1 af 1

Furðulegt vesen með þráðlausan AP

Sent: Fim 09. Feb 2012 20:40
af Le Drum
Sælir.

Þannig er mál með vexti að ég var að tengja Zyxel WAP3205 AP við kapalmódemið sem ég er tilneyddur til þess að nota.

Næ einni fartölvu í gegn á netið - aðrar tvær melda sig með "no internet connection" tengjast þó allar við AP en ná ekki í gegn á netið.

Allar 3 stilltar eins, það er að segja ná IP tölunni sjálfkrafa en sú sem kemst á netið er á subneti 255.255.255.0 á meðan hinar tvær eru á 255.255.0.0 - eins með iptöluna, sú sem kemst á netið er með 192.168 sama og AP en hinar tvær 169.254 - allar með Windows 7 stýrikerfinu nema hvað að sú sem nær í gegn er Ultimate á meðan hinar tvær eru Home Premium.

Er að verða gráhærður hérna, skiptir engu máli þó ég geri fasta IP tölur á hinar tvær, breytir engu, fæ alltaf "No internet connection" - búinn að prufa að slökkva á eldvegg í þeim báðum en það skiptir engu.

Er einhver þarna úti sem getur aðstoðað mig í gegnum þetta vesen?

Re: Furðulegt vesen með þráðlausan AP

Sent: Fim 09. Feb 2012 21:02
af DJOli
http://www.google.is/#sclient=psy-ab&hl ... 40&bih=799

Þar sem að ég hef ekki mikla reynslu á Access Points eða Aðgangspunktum (þráðlausum "endurvörpurum" tengdum routerum) þá ætla ég bara að benda þér á google.