Síða 1 af 1

Yfirfærsla í Gigabit LAN

Sent: Þri 07. Feb 2012 17:11
af ibs


Nýlega keypti ég mér svona græju:

http://www.tolvutek.is/vara/2tb-lacie-3 ... n-og-usb20

En til þess að geta nýtt mér hana til fulls þarf ég eiginlega að uppfæra LAN hraðann hjá mér yfir í Gigabit. Núverandi LAN hraði er 100 Mb/s sem er hámarkið á þessu router drasli sem ég er með frá Símanum:

http://www.speedguide.net/routers/techn ... dential-71

Ég var að skoða þennan router:

http://www.tolvutek.is/vara/trendnet-gi ... er-med-usb

Hann styður Gigabit og er auk þess með hraðari wireless staðal. Spurning er, er nóg fyrir mig að kaupa þetta til að fá Gigabit ethernet hraða á LAN-ið hjá mér? Það kemur ekki fram að þessi Trendnet router sé með ADSL módemi. Á þessi router að virka strax með ADSL áskrift frá Símanum? Eða þarf ég að kaupa eitthvað sér ADSL módem eða get ég einhvern veginn samnýtt gamla routerinn og þennan nýjar router?

Re: Yfirfærsla í Gigabit LAN

Sent: Þri 07. Feb 2012 17:22
af axyne
Routerinn sem þú linkar á er WAN router ekki ADSL.

Ef þú ert ánægður með núverandi router og vilt spara þér smá pening við að kaupa nýjan þá geturðu einfaldlega keypt ódýran Gigabit switch.

þessi t.d

Re: Yfirfærsla í Gigabit LAN

Sent: Þri 07. Feb 2012 17:27
af ibs
ok

Er ekki vel að mér í þessu. Tengi ég þá bara eina ethernet snúru úr gamla routernum í Gigabit svissinn og allt hitt draslið á laninu hérna beint í nýja svissinn? Fæ ég þá Gigabit hraða á netið? Veit ekki alveg hvernig þetta virkar allt saman.

Re: Yfirfærsla í Gigabit LAN

Sent: Þri 07. Feb 2012 17:39
af axyne
ibs skrifaði:Tengi ég þá bara eina ethernet snúru úr gamla routernum í Gigabit svissinn og allt hitt draslið á laninu hérna beint í nýja svissinn? Fæ ég þá Gigabit hraða á netið?


já tengir það svoleiðis, hraðinn á laninu er þá orðinn gigabit.

Re: Yfirfærsla í Gigabit LAN

Sent: Þri 07. Feb 2012 17:59
af ibs
ok takk fyrir