Síða 1 af 1

Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Sun 05. Feb 2012 20:01
af DoofuZ
Ég var að setja FileZilla Server upp á tölvunni minni og sama hvað ég stilli og fikta þá fæ ég serverinn engan veginn til að virka að utan :? Ég er með slatta af port forward reglum á routerinum fyrir ip-töluna á tölvunni og það hefur hingað til virkað með ÖLLUM öðrum forritum, hef bæði verið með aðra ftp servera sem hafa virkað og svo virkar uTorrent að sjálfsögðu líka svo ég stórefast um að þetta sé vesen með port forward. Ftp serverinn virkar fullkomnlega innanhús en hann virkar bara engan veginn að utan og open port checker á netinu segir alltaf að portinn sem ég stilli serverinn á séu lokuð :|

Ég er búinn að prófa að slökkva á Windows Firewall en það breytir engu og þetta virkar ekki þó ég keyri FileZilla Server Interface sem admin.

Ég leitaði að þessu vandamáli í öðrum þráðum hér og fann alveg nokkra en þeir voru allir nokkra ára gamlir og enga lausn að finna í neinum þeirra.

Einhver sem getur sagt mér hvað er í gangi?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Sun 05. Feb 2012 20:12
af worghal
nú vildi ég svo innilega að ég mundi hvað ég gerði þegar ég fékk þetta vandamál hjá mér
heimskuleg spurning, en ertu ekki örugglega að nota port 21 ?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Sun 05. Feb 2012 20:15
af DoofuZ
Nei, er ekki að nota port 21 en ég er samt búinn að prófa það líka og það er sama vandamáli með það :-k

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Sun 05. Feb 2012 21:54
af ponzer
Ertu með Thomson router ?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Sun 05. Feb 2012 22:37
af DoofuZ
Nei, er með Telsey.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 07. Feb 2012 16:51
af DoofuZ
Jæja, fékk þetta drasl loksins til að virka en þetta er frekar asnalegt :roll:

Ég sá það allt í einu að í file menu í FileZilla Server Interface við hliðina á File kemur Server og undir því eru tveir möguleikar, Active og Lock. Ef ég vel Active og slekk á Windows Firewall þá virkar að tengjast að utan, fyrir utan það að þá get ég ekki fengið directory lista eftir tengingu en það lagaðist eftir að ég stillti serverinn á passive mode.

Þetta er alltsaman frekar kjánalegt, sérstaklega þar sem það virkar fullkomnlega að tengjast local þó serverinn sé ekki active. Svo er líka skrítið að ég þurfi að slökkva á Windows Firewall, yfirleitt fær maður upp glugga sem spyr um leyfi til að hleypa forriti í gegn en það kom aldrei fyrir þetta forrit, svo setti ég sjálfur inn reglu fyrir forritið en það virðist ekki vera að virka. Kannski setti ég það bara vitlaust inn eða eitthvað :-k

En þetta er amk. farið að virka núna og vonandi hjálpar þetta þeim sem lenda kannski líka í þessu ;)

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 07. Feb 2012 18:16
af braudrist
Já, ég man eftir því ég var líka lengi að brasa í þessu til að fá þetta til að virka. Maður þarf víst manually að adda þessu á Windows Firewall.

Þetta svínvirkar hjá mér eftir að ég addaði þessu:

Mynd

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Mið 08. Feb 2012 00:38
af DoofuZ
braudrist skrifaði:Já, ég man eftir því ég var líka lengi að brasa í þessu til að fá þetta til að virka. Maður þarf víst manually að adda þessu á Windows Firewall.

Skrítið, ég var bara með "FileZilla Server.exe" leyfilegt í Windows Firewall og þó ég setti líka inn reglu fyrir "FileZilla Server Interface.exe", eins og ég sé að þú ert líka með, að þá virkaði serverinn samt ekki nema þegar ég slökkti á Windows Firewall.

En svo prófaði ég að setja líka inn reglur fyrir bæði forritin í Inbound og þá loksins virkar þetta með Windows Firewall í gangi :D

Nú er bara að sjá hvernig þessi server virkar miðað við aðra sem ég hef prófað :)

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Fim 08. Mar 2012 16:33
af Hjaltiatla
Ein pæling er eitthver sem veit hvaða backup forrit væri hentugt til þess að taka offsite backup þ.e.a.s ef ég er með filezilla server settann upp heima og myndi vilja afrita vél niðrí bæ VIA FTP í gegnum filezilla server, anyone ?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Fim 08. Mar 2012 16:56
af Marmarinn

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Fim 08. Mar 2012 17:00
af Hjaltiatla
Marmarinn skrifaði:Kíktu á

http://www.areca-backup.org/


Hefuru notað þetta forrit með Filezilla server ?
Annars lýtur þetta forrit nokkuð vel út eftir því sem ég er búinn að vera að lesa documentation á síðunni :), takk fyrir info-ið

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Fim 08. Mar 2012 17:17
af Marmarinn
Hjaltiatla skrifaði:
Marmarinn skrifaði:Kíktu á

http://www.areca-backup.org/


Hefuru notað þetta forrit með Filezilla server ?
Annars lýtur þetta forrit nokkuð vel út eftir því sem ég er búinn að vera að lesa documentation á síðunni :), takk fyrir info-ið



Nei en ég sé að það styður ftp repository og ef ég skil þig rétt ætlaru að afrita yfir á ftp server
það kemur filezilla ekkert við er það?

Ég hef bara notað það til að afrita í dropbox.

Þetta er mjög öflugt og styður full backup, incremental backup og differential backup.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Fim 08. Mar 2012 17:45
af Hjaltiatla
Ok glæsilegt, júmm það var pælingin að afrita með ftp,villdi aðallega athuga hvort þú hefðir notað þetta forrit í svipuðum tilgangi og hefðir eitthverja reynslu af því.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 13. Mar 2012 04:58
af Garri
Ég fór í gegnum þetta fyrir nokkrum árum. Man þetta ekki svo gjörla en ftp forrit nota ekki bara port 21 heldur og port 20, man samt að ég átti stundum í vandræðum með að fá eigin ftp- client til að tengjast svona "mini" ftp- server. Eigin ftp forrit gátu auðveldlega tengst þessum "stóru" serverum án nokkurra vandamála.

Varðandi portin, 20 og 21 Annað portið er notað sjálfgefið fyrir ftp- talið eða samskiptin, hitt sjálfgefið fyrir data-flutninginn ef ég man þetta rétt. Þú þarft sem sagt að forwarda báðum portum en getur vissulega notað annað data-port en 20. Loks ef ég man rétt, þá tengist þetta líka active og passiv mode...

Nú síðan hef ég smíðað nokkrar útfærslur af forritum sem nota ftp-server sem gagnageymslu. Ftp- (file transfer protocol) er nefnilega mjög öflugt til að flytja skrár og synd að það sé ekki notað í stærri verkefnum. Viðskiptahugbúnaðuinn minn notar ftp- mikið, bæði til að sækja uppfærslur á ftp-server og síðan í sérlausnum meðal annars í nýlegu bílapartasala verkefni þar sem verið að ræsa moll SQL gagnagrunni sem forritið mitt viðheldur einmitt með ftp.

Allt um það.. sniðugt hjá þér að koma þér upp eigin ftp-server.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 13. Mar 2012 09:47
af Hjaltiatla
@Garri, sammála þér með að koma sér upp ftp server sé málið, kosturinn við filezilla server að maður getur hent honum upp á Windows,Linux og Mac. Ég setti t.d upp um daginn fyrir vinafólk filezilla ftp server á vél sem var windows 7 home premium tengd í workgroup á Lan-inu þeirra. Gott að geta uploadað og downloadað og tekið afrit þegar það hentar manni ,góð lausn sem fileserver :happy

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 01. Maí 2012 14:58
af KermitTheFrog
Nú er ég búinn að vera on og off að reyna að koma FileZilla í gang hjá mér en fæ alltaf "530 user **** cannot log in" error þegar ég reyni að logga mig inn í gegnum browser.

Er búinn að reyna að googla það en það skilaði mér litlu.

edit: ég kemst inn á serverinn með clientinum. En þá kemur önnur spurning.
Ég er með raidað storage sem er um 5,5 TiB. Þar inni á rótinni er t.d. mappa með bíómyndum og önnur með tónlist og fleira og fleira. Ég vil gefa einum notanda aðgengi að nokkrum þessum möppum og ef ég set homedirectory á /shit/share þá sé ég ekkert af hinum möppunum sem ég gaf notandanum aðgengi að, bara þessa share möppu.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 01. Maí 2012 19:42
af KermitTheFrog
Nú er ég að reyna að tengjast remotley með ext ip tölunni og fæ alltaf "530 user cannot log on" og fæ það á amk tveimur stöðum svo þetta er eitthvað stillingaratriði með serverinn. Er einhver hérna sem kann vel á þetta og getur leiðbeint mér hvernig þetta á að vera stillt?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 01. Maí 2012 20:00
af Revenant
FTP er mjög leiðinlegur protocol hvað varðar NAT.

Ertu með dataportin limituð við eitthvað range í filezilla serverinum og samsvarandi port forwarduð í routerinum?

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 01. Maí 2012 20:05
af Domnix
þú ert alveg örugglega með port 21 forwardað ef þú ert að nota það? stundum sem ISP frátekur port 21 fyrir aðra starfsemi, eins og gerðist hjá mér þannig ég notaði bara annað port.

Re: Fá FileZilla Server til að virka

Sent: Þri 01. Maí 2012 22:05
af KermitTheFrog
Ég hef fengið samband af og til en dett út þegar êg reyni að ná í eitthvað og fæ þá 530 can not log in.