Síða 1 af 1

Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:18
af Arkidas
Þegar maður er með bæði net og sjónvarp gegnum ljósðleiðara, tekur netið hluta af sömu tengingu og netið notar?

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:23
af worghal
ég downloada enþá á fullum hraða þótt foreldrarnir séu að blasta sjónvarpið.
svo ég mundi halda að svo sé ekki.

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:30
af intenz
Neibb

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:33
af Blackened
Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:56
af lukkuláki
Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 19:57
af worghal
lukkuláki skrifaði:
Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?

hvað með ljósnet ?

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 20:03
af Blackened
lukkuláki skrifaði:
Blackened skrifaði:Það fer svolítið eftir því hvernig breytu/setup þú ert með... ef að þú ert með Telsey breytu þá nei.. ef að myndlykillinn tengist í routerinn þá getur það haft einhver smotterísáhrif.. sjónvarpsstraumurinn hjá Vodafone tildæmis er í kringum 5mbit


Myndlykill tengist ekki í routerinn nema þú sért með ADSL ef þú ert með ljósleiðara þá fer myndlykillinn í TV á ljósleiðaraboxinu.
Er þetta kannski ekki alltaf svona ?


Reyndar ekki alltaf.. vorum alltaf að setja upp Telsey breytur sem að geta s.s configað vLön og þessháttar.. í dag erum við mestmegnis að nota 3C-Link breytur sem eru "heimskar" þaðer.. routerinn þarf að sjá um hvaða port fer á hvaða vlan.. og þá tengist myndlykillinn og síminn í routerinn en ekki í breytuna :)

Þetta er notabene Vodafone kerfið.. ég veit ekki hvernig Síminn er með sitt dót uppsett.. nema að ég veit að þeir fara í gpon en ekki Vodafone tengingarnar :) þar er bara breyta > sviss :)

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 22:30
af einarth
Sæl.

Ég get svarað þessu.

Allar tengingar yfir ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur notast við netaðgangstæki (telsey) og er afruglari fyrir sjónvarp alltaf tengdur í netaðgangstækið, aldrei í router.
Allar ljósleiðaratengingar Vodafone til heimila á Reykjavíkursvæðinu auk Akranes, Hveragerðis, Hellu og Hvollsvallar fara yfir kerfi GR.

Allar almennar ljósleiðaratengingar GR til heimila eru 100Mb upp og niður.
Ef þú ert með 100Mb internetþjónustu og sjónvarp þá tekur sjónvarpið skerf af internet hraðanum, ca. 4Mb fyrir SD rásir og 8Mb fyrir HD rásir.

Þeir sem eru með 50Mb internetþjónustu finna aldrei fyrir sjónvarpinu af því það hefur 50Mb til að nota áður en það tekur af internet hraðanum.

Kv, Einar.

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 22:31
af Arkidas
Takk fyrir þetta, Einar.

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 22:52
af Blackened
Já það má kannski geta þess að það sem ég talaði um er fyrir Akureyri og nærsveitir svona ef að fólk skyldi ekki hafa litið á staðsetninguna mína ;)

Og var ég þá að tala um dreifikerfi sem að Tengir hf. á og rekur :)

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 22:56
af daniellos333
>horfa á sjónvarp
>2012

Re: Hægir sjónvarp gegnum ljósleiðara á neti?

Sent: Fös 27. Jan 2012 22:57
af Arkidas
Já ég nota það ekki...