Síða 1 af 1
Torrent - Leyst
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:44
af steinarorri
Sælir, ég var að spá hvort það væri verið að cappa torrent umferð á næturnar, var að setja tvö torrent af stað af piratebay (efni deilt af höfundarréttarhafa ofc) og það fór strax í gang en svo er eins og einhver mekkanismi segi bara NEI, þú færð ekki að downloada núna... og cappar mig niður í 10-15 kB/s.
Bæði torrentin eru með nóg af seeds :/
Re: Torrentumferð cöppuð - Vodafone?
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:45
af DJOli
Þú áttar þig á því að Acta er að taka gildi, right?
Re: Torrentumferð cöppuð - Vodafone?
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:45
af worghal
gæti bara verið tengi örðuleikar á hinum endanum. eða gerist þetta á öllum torrentum ?
Re: Torrentumferð cöppuð - Vodafone?
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:46
af Klaufi
Kannast við þetta,
Hélt þetta væri vandamál hjá mér og hef ekki nennt að athuga það..
Búið að vera í smá tíma og skiptir engu hvað ég er að sækja.
Re: Torrentumferð cöppuð - Vodafone?
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:49
af GrimurD
Það stendur þarna disk overloaded 100% hjá þér, þýðir að diskurinn er ekki að höndla umferðina sem er Í gangi og þá deyr hraðinn á torrentunum hjá þér. Hef oft lent í þessu.
Færð fullt af hits ef þú googlar "disk overloaded 100" og einhverjar lausnir á þessu.
Re: Torrentumferð cöppuð - Vodafone?
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:51
af worghal
ég get sagt þér að umferð er ekki capped á næturnar hjá vodafone, er að downloada á 6mb/s
Re: Torrent - Leyst
Sent: Fös 27. Jan 2012 00:56
af steinarorri
Já, rak svo augun í þetta... er að byrja þetta allt upp á nýtt. Ég vistaði þetta óvart inn á harðan disk sem er á þráðlausu networki
Þetta hlýtur að vera málið
Edit: takk fyrir þetta, maður þarf kannski að passa sig að vera ekki of snöggur að kenna Vodafone um