Láta Bewan beini vekja tölvu? wol


Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Láta Bewan beini vekja tölvu? wol

Pósturaf Vaski » Fim 26. Jan 2012 16:11

Góðan daginn
Ég er með fileserver sem er stiltur þannig að hann suspendar sig kl 0100 á hverri nóttu, og síðan þegar ég þarf á honum að halda sendi ég magic pakka á hann úr borð/far-tölvunni. Þetta svínvirkar fyrir utan það að sjónvarpstölvan mína er Boxee Box og það er ekki hægt að senda magic pakka úr henni þannig að ég þarf að labba úr sófanum að servernum og kveikja á honum með því að íta á power takkan, og þetta er náttúrlega allt of mikil fyrirhöfn.
Því datt mér í hug að spyrjast fyrir um hvort að það væri hægt að stilla Bewan beinin (þennan hvíta frá vodafone) til þess að senda magic pakka á serverinn þegar að viss ip-tala birtist á innranetinu? Þannig að þegar að Boxee dytti inná netið að þá myndir beinirinn senda magic pakkan og ég mundi ekki þurfa að standa upp :happy
Ég sá ekkert um þetta á vodafone vefnum og fann ekkert á beininum sjálfum með því að vafra um hann. Veit einhver hvort að þetta er hægt með þessum beini? og þá hvernig?
takk takk.




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Láta Bewan beini vekja tölvu? wol

Pósturaf SteiniP » Fim 26. Jan 2012 16:35

Ekki með stock stýrikerfinu svo ég viti til. Ef þú getur sett upp DD-WRT á hann, þá væri þetta hægt, veit samt ekki hvort hann styður það.

En þú gætir náttúrulega látið serverinn vekja sig sjálfur á einhverjum ákveðnum tíma. Afhverju ertu annars að slökkva á honum á nóttunni? Hávaði eða?




Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Láta Bewan beini vekja tölvu? wol

Pósturaf Vaski » Fim 26. Jan 2012 16:46

SteiniP skrifaði:Ekki með stock stýrikerfinu svo ég viti til. Ef þú getur sett upp DD-WRT á hann, þá væri þetta hægt, veit samt ekki hvort hann styður það.

En þú gætir náttúrulega látið serverinn vekja sig sjálfur á einhverjum ákveðnum tíma. Afhverju ertu annars að slökkva á honum á nóttunni? Hávaði eða?


Ég vissi af því að þetta væti hægt með DD-WRT, en veit ekki hvort að það sé hægt að henda því inná Bewan beinin.

Af hverju að slökkva á honum? Það er engin að nota hann, og að hafa hann í gangi er svona eins og að hafa bifreiðina altaf í gangi þótt að henni sé bara lagt.

En hvernig er hægt að láta hann kveikja á sér á ákveðnum tíma? (ég er með linux á honum)



Skjámynd

inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 322
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Reputation: 8
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Láta Bewan beini vekja tölvu? wol

Pósturaf inservible » Fim 26. Jan 2012 17:26

Vaski skrifaði:
SteiniP skrifaði:Ekki með stock stýrikerfinu svo ég viti til. Ef þú getur sett upp DD-WRT á hann, þá væri þetta hægt, veit samt ekki hvort hann styður það.

En þú gætir náttúrulega látið serverinn vekja sig sjálfur á einhverjum ákveðnum tíma. Afhverju ertu annars að slökkva á honum á nóttunni? Hávaði eða?


Ég vissi af því að þetta væti hægt með DD-WRT, en veit ekki hvort að það sé hægt að henda því inná Bewan beinin.

Af hverju að slökkva á honum? Það er engin að nota hann, og að hafa hann í gangi er svona eins og að hafa bifreiðina altaf í gangi þótt að henni sé bara lagt.

En hvernig er hægt að láta hann kveikja á sér á ákveðnum tíma? (ég er með linux á honum)


Eins og að hafa bifreiðina í gangi þótt henni sé lagt, WTF!!!???




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf SteiniP » Fim 26. Jan 2012 17:40

og að hafa hann í gangi er svona eins og að hafa bifreiðina altaf í gangi þótt að henni sé bara lagt.


Eiginlega ekki. Bifreiðin mengar og eyðir rándýru bensíni meðan hún er í gangi.
Tölvan eyðir bara rafmagni sem kostar ekki mikið hérna á Íslandi.
Fer líka betur með vélbúnaðinn, sérstaklega hörðu diskana, að hafa þá alltaf í gangi heldur en að flökta úr stofuhita upp í 40-50°C á hverjum degi.




Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re:

Pósturaf Vaski » Fim 26. Jan 2012 17:54

SteiniP skrifaði:Fer líka betur með vélbúnaðinn, sérstaklega hörðu diskana, að hafa þá alltaf í gangi heldur en að flökta úr stofuhita upp í 40-50°C á hverjum degi.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þetta? Getur þú komið með link á þetta með hörðu diskana? (þeir fara aldrei yfir 35°, þótt að það skipti sennilega engu máli). Ég get ekki ímyndað mér að minnka notkun á búnaði um helming fari ver með hann, en það má vel vera að slit á honum við að ræsa sig aftur kosti svona mikið, en þá mundi ég þurfa að fá heimildir fyrir því.

En þetta er auðvita aukaatriði, af hverju ég slekk á honum á flest kvöld er náttúrlega bara mitt mál, þótt ég átti mig á að það sé hægt að leysa vandamál mitt með því að hafa alltaf kveikt á honum, en aðalmálið er hvernig ég get vakið hann aftur með beininum :happy



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Re:

Pósturaf dori » Fim 26. Jan 2012 20:41

Vaski skrifaði:
SteiniP skrifaði:Fer líka betur með vélbúnaðinn, sérstaklega hörðu diskana, að hafa þá alltaf í gangi heldur en að flökta úr stofuhita upp í 40-50°C á hverjum degi.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þetta? Getur þú komið með link á þetta með hörðu diskana? (þeir fara aldrei yfir 35°, þótt að það skipti sennilega engu máli). Ég get ekki ímyndað mér að minnka notkun á búnaði um helming fari ver með hann, en það má vel vera að slit á honum við að ræsa sig aftur kosti svona mikið, en þá mundi ég þurfa að fá heimildir fyrir því.

En þetta er auðvita aukaatriði, af hverju ég slekk á honum á flest kvöld er náttúrlega bara mitt mál, þótt ég átti mig á að það sé hægt að leysa vandamál mitt með því að hafa alltaf kveikt á honum, en aðalmálið er hvernig ég get vakið hann aftur með beininum :happy

Google gerði stóra rannsókn á endingu diska m.v. aðstæður. Þar kom út að það borgar sig að hafa þá í jöfnu hitastigi. Auðvelt að finna upplýsingar um þessa rannsókn á netinu. Annars tekur tölva í idle mjög lítið rafmagn. Ef þú ert að hugsa um rafmangsnotkun eða endingu þá hefur þetta ekki teljandi jákvæð áhrif á endingu og sparar þér nokkrar krónur á ári.

Ég veit annars ekki um upprunalegu spurninguna en ef þetta væri mín servervél myndi ég ekki slökkva á henni á nóttunni nema hún væri mjög hávær. Og þá bara tímabundið meðan ég finn lausn á hávaðavandamálinu.




Höfundur
Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Re:

Pósturaf Vaski » Fös 27. Jan 2012 11:14

dori skrifaði:Google gerði stóra rannsókn á endingu diska m.v. aðstæður. Þar kom út að það borgar sig að hafa þá í jöfnu hitastigi. Auðvelt að finna upplýsingar um þessa rannsókn á netinu.

Ég verð að viðukenna að ég tók Scott Pilgrim á þetta þegar pappírinn kom út; I skimmed it. Og einmitt helsta niðurstaðan var sú að það væri ekkert kappsmál að hafa lágt hitastig á hörðum diskum, heldur helst að hafa hitastigið stöðugt. Ég áttaði mig ekki á því að þeir væru að tala líka um það þegar maður slekkur á þeim, hélt að þeir slöktu ekki á diskunum hjá sér og hefðu því engar upplýsingar um áhrif þess á líftíma þeirra. Hélt að þetta væri fyrst og fremst spurning um kælibúnað í gagnavernunum. En eins og ég sagði, ég bara rétt rendi yfirskýrsluna og því er meira en líklegt að þessi puntur hafi farið framhjá mér.

En helst ástæða þess að ég er að slökkva á servernum er rafmagnsnotkun, er ekki um að gera að undirbúa sig fyrir þegar rafmagnsstrengur verður lagður til Evrópu og rafmagnsverð hér á landi verður það sama og í evrópu?
orkusetur skrifaði: "Um 10% raforkunotkunar heimilistækja fer oft á tíðum í svokallaða biðstöðu eða "Stand by" notkun."
http://www.orkusetur.is/page/orkusetur_rafmagnstaeki
Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór að spá í þessu, er núna byrjaður að slökkva alveg á sjónvarpstölvunni, sjónvarpinu, og öllu því dóti, og þá hlítur næst að vera serverinn :)
Og síðan verður að segjast eins og er að það er auðvita mjög skemmtilega að fikta í þessu wol dæmi öllu, en varð nokkuð spældur þegar ég áttaði mig á því að Boxee Boxið gæti ekki gert þetta. Þá er bara að finna aðra lausn, og ekki er það leiðinlegra \:D/



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Láta Bewan beini vekja tölvu? wol

Pósturaf dori » Fös 27. Jan 2012 11:28

Það er spurning... Diskarnir falla náttúrulega úr 35-40° hita niður í 20° (eða hvað sem umhverfishitinn er) þegar þú slekkur á tölvunni. Það er svosem erfitt að segja hvaða áhrif það hefur en það er náttúrulega "hitabreyting" í sjálfu sér. Rannsóknin miðaði auðvitað við gagnaver og kælinguna þar inn og það var einmitt það að það skiptir ekki máli að kæla diska sem var eftirtektarverð niðurstaða á sínum tíma (m.v. hvernig hefðbundnir vefþjónar hafa verið hannaðir).

En endilega reyna að leika sér með WOL, ég hef aldrei dottið inní það. En ertu með snjallsíma, ef þú sendir WOL með honum þarftu allavega ekki að labba? Einhver önnur tölva sem getur monitorað netið og sent þennan pakka (væntanlega samt slökkt á öllu hjá þér venjulega). Geturðu skipt um beini og fengið einhvern sem styður þetta (ég veit reyndar ekkert um það hvort þessi gerir það eða ekki)?