Síða 1 af 1

Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 19:08
af Arkidas
Er að pæla í 100MB leiðinni hjá Hringdu - er hjá Vortex núna með 40MB. Ég hef heyrt að þetta sé eitthvað voða óstabílt hjá Hringu en á það við um símann eða netið? Einhverjir með þessa leið? Hvernig er svartími og hraði?

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 20:50
af methylman
Alveg í fínu lagi og hefur verið bara síðasta hálfa árið svo þér er óhætt

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 20:51
af Arkidas
Get ég nokkuð beðið þig um http://speedtest.net niðurstöðu :)?

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 21:08
af tdog
Mynd


Mynd

Mynd

Ég er með sjónvarpið í gangi þegar ég gerði þessi próf og tengdi mig beint á OR netið.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 21:43
af Tesy
Aðeins offtopic held ég og byðst afsökunar en þetta gæti samt alveg hjálpað þér að ákveða.

Ég er með 100mb ljósleiðara hjá hringdu og netið dettur alltaf niður á æfóninu mínu, þarf alltaf að slökkva á wifi-ið og kveikja aftur. Gerist líka hjá frænda mínum og hann er líka hjá hringdu en þegar ég prófa hjá einhverjum öðrum sem er ekki hjá hringdu þá virkar þetta fínt.

Er einhver að lenda í þessu?

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 22:03
af Olli
Tesy skrifaði:Aðeins offtopic held ég og byðst afsökunar en þetta gæti samt alveg hjálpað þér að ákveða.

Ég er með 100mb ljósleiðara hjá hringdu og netið dettur alltaf niður á æfóninu mínu, þarf alltaf að slökkva á wifi-ið og kveikja aftur. Gerist líka hjá frænda mínum og hann er líka hjá hringdu en þegar ég prófa hjá einhverjum öðrum sem er ekki hjá hringdu þá virkar þetta fínt.

Er einhver að lenda í þessu?


hljómar einsog stilling á router / gallaður router

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 23:14
af quad
Mæli 100% með hringdu, ekki eitt einasta vandamál í 3 mánuði. nota bene er með eigin netgear switch/router ;o)

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 23:32
af Tiger
Ég myndi bara ALDREI fara til hringdu.is ever never again. Búinn að vera hjá þeim í hálft ár og gafst endanlega upp í síðustu viku eftir tölvupóstsamskipti og hringingar í tugatali. Hef aldrei á minni 38 ára ævi stundað viðskipti við fyrirtæki með eins lélega þjónustu og hringdu.is. Bara mín 2cent í þessu. Jú jú netið var í lagi oftast nær, en þjónustan jesús pétur :pjuke

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 23:33
af Arkidas
Til hvers þurftirðu þjónustu í sambandi við netið t.d.?

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mán 23. Jan 2012 23:49
af xerxez
Mynd

Ég er sáttur og sérstaklega með hraðann. Fer aldrei undir 93mb/s

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Þri 24. Jan 2012 06:31
af tomasjonss
Ég er virkilega ánægður hjá Hringdu.

Eg viðurkenni að þjónustan er ekki þeirra mesta stolt og getur tekið sinn tíma að ná inn þurfi maður þess.
Ég hef reyndar sjaldan þurft að tala við þá.
Fyrir mér er Hringdu draumur miðað við önnur fyrirtæki. Frábær tenging og stöðug en hjá síðasta fyrirtæki TAL fór tengingin um leið og hún nálgaðist 800.

Síðan fór router um daginn hjá mér í einhverju rafmagnsflökkti. Ég keypti nýjan router af Hringdu og sá nær 300 meira í hraða en sá gamli.

Ég mæli hiklaust með Hringdu.
Plús, góð og stöðug tenging.
Mínus: Langur biðtími eftir þjónustu.

Niðurstaða: Tengin er það stöðug og góð að sjaldan er ástæða til að hafa samband svo þessi viðskipti eru vel þess virði

S

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Þri 24. Jan 2012 18:40
af Tiger
Arkidas skrifaði:Til hvers þurftirðu þjónustu í sambandi við netið t.d.?


Það var nú ekki flókinn hlutur. Vinnan mín borgar netið og þurfti ég því að sýna orginal reikning og þrátt fyrir 3ja mánaðar tilraunir og fjölda tölvupósta og símtala þá var það þeim lífsins ómögulegt að senda mér hann í venjulegum pósti, tölvu pósti eða setja hann undir rafræn skjöl í heimabankanum. Og 15. janúar var of seint að rukka vinnuna vegna reikninga frá 2011 og því gat ég ekki rukkað þá til baka helling af reikningum og þá gafst ég upp.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Þri 24. Jan 2012 19:22
af snaeji
Er enþá hjá þeim en þeir hafa gert mig algjörlega gráhærðan, aldrei kynnst jafn lélegri þjónustu á ævi minni...
Málin eru þannig, að ef vandamálið er ekki hægt að leysa á 10 sekúndum þá mun það kosta þig tugi klukkutíma í reiði, símtölum og ferðum niðureftir

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Þri 24. Jan 2012 19:28
af GuðjónR
Ég er hjá Hringdu og mjög ánægður með það.
Aldrei neitt kapp á downlodi ekkert vesen. Fínn hraði, þ.e. miðað við ADSL.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 00:24
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Ég er hjá Hringdu og mjög ánægður með það.
Aldrei neitt kapp á downlodi ekkert vesen. Fínn hraði, þ.e. miðað við ADSL.


Og fyrir þetta innlegg færðu afslátt af hýsingu fyrir vaktina :money

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 00:28
af gardar
xerxez skrifaði:Mynd

Ég er sáttur og sérstaklega með hraðann. Fer aldrei undir 93mb/s



Innanlands speedtest hefur nú lítið að segja... Ekkert mál að fá fínan hraða á íslandi þegar allir eru tengdir í RIX, að fá góðan hraða og ping út úr landi er annað mál. Maður vill vera með ISP sem er með gott route út úr landi

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 00:54
af svensven
GuðjónR skrifaði:Ég er hjá Hringdu og mjög ánægður með það.
Aldrei neitt kapp á downlodi ekkert vesen. Fínn hraði, þ.e. miðað við ADSL.


Þú verður kappaður um leið og þeir læra að mæla gagnamagn :evillaugh

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 08:08
af Daz
Snuddi skrifaði:
Arkidas skrifaði:Til hvers þurftirðu þjónustu í sambandi við netið t.d.?


Það var nú ekki flókinn hlutur. Vinnan mín borgar netið og þurfti ég því að sýna orginal reikning og þrátt fyrir 3ja mánaðar tilraunir og fjölda tölvupósta og símtala þá var það þeim lífsins ómögulegt að senda mér hann í venjulegum pósti, tölvu pósti eða setja hann undir rafræn skjöl í heimabankanum. Og 15. janúar var of seint að rukka vinnuna vegna reikninga frá 2011 og því gat ég ekki rukkað þá til baka helling af reikningum og þá gafst ég upp.

Ég er enginn sjávarlíffræðingur en ég er nokkuð viss um að það er ólöglegt að rukka án reiknings. Fær fólk almennt ekki reikninga frá Hringdu?

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 08:20
af Moquai
Mynd

Það var vesen hjá þeim fyrstu 5 mánuðina hjá hringdu, var með 180 ping á UK o.s.fv

Hefur allt verið í tip-top standi síðan.

Mæli með þessu =]

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 13:59
af gettra
Það er fínt að tengjast netinu með ljósleiðara en ég myndi ekki taka heimasímann um ljósleiðara.
Það er hvimleitt vandamál sem er að ef er hringt í ljósleiðara-heimasíma úr IP símstöð þá getur línan farið í rugl. Ekki er hægt að hringja úr heimasímanum og ef er hringt í hann kemur hringisónn en heimasíminn hringir samt ekki. Eina ráðið er að endurræsa Telsey ljósleiðaraboxið.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 15:50
af einarth
Daginn.

Við hérna hjá Gagnaveitu Reykjavíkur könnumst ekki við þetta vandamál eins og þú lýsir því.

Það hljómar samt líkt að sumu leiti og eitt vandamál sem ca. 3-5 viðskiptavinir hafa upplifað og það er verið að vinna í lagfæringu á því.

Ef þetta er ekki það vandamál þá er þetta hugsanlega eitthvað vandmál sem viðkomandi þjónustuveita er þá að vinna í.

En bottom line - það er ekkert stórt vandamál með heimasíma yfir Ljósleiðarann - bara svo það sé á hreinu :)

Kv, Einar.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 16:03
af tdog
gettra skrifaði:Það er fínt að tengjast netinu með ljósleiðara en ég myndi ekki taka heimasímann um ljósleiðara.
Það er hvimleitt vandamál sem er að ef er hringt í ljósleiðara-heimasíma úr IP símstöð þá getur línan farið í rugl. Ekki er hægt að hringja úr heimasímanum og ef er hringt í hann kemur hringisónn en heimasíminn hringir samt ekki. Eina ráðið er að endurræsa Telsey ljósleiðaraboxið.


Það hljómar eins og lúkningin á símtalinu gangi ekki í gegn. Þ.e "línurnar" lokast ekki.

Re: Ljósleiðari hjá Hringdu

Sent: Mið 25. Jan 2012 18:14
af methylman
einarth skrifaði:Daginn.

Við hérna hjá Gagnaveitu Reykjavíkur könnumst ekki við þetta vandamál eins og þú lýsir því.

Það hljómar samt líkt að sumu leiti og eitt vandamál sem ca. 3-5 viðskiptavinir hafa upplifað og það er verið að vinna í lagfæringu á því.

Ef þetta er ekki það vandamál þá er þetta hugsanlega eitthvað vandmál sem viðkomandi þjónustuveita er þá að vinna í.

En bottom line - það er ekkert stórt vandamál með heimasíma yfir Ljósleiðarann - bara svo það sé á hreinu :)

Kv, Einar.


Þetta er alveg hárrétt a.m.k. er mín reynsla þessi, ekkert vandamál með símann. Og ekkert vandamál með internetið heldur nema síður sé :megasmile