Síða 1 af 1

Lenovo t61 finnur ekki þrálausa netið

Sent: Lau 21. Jan 2012 17:56
af lifeformes
það er mál með vexti að ég var að setja upp win 7 á Lenovo T61 fartölvu en hún kemst ekkert á netið, hvorki með kapli né þráðlaust, það eru samt aðrar tölvur hérna og sjónvarp tengd netinu bæði með kapli og þráðlaust, búinn að prófa að setja fasta ip tölu á kaplin en hún vill ekki tengjast :thumbsd, er einhver galdur að koma þessum gerpum á netið, allar uppá stungur vel þegnar..

Btw: allir driverar eru uppsettir og í lagi.

Re: Lenovo t61 finnur ekki þrálausa netið

Sent: Lau 21. Jan 2012 18:40
af lukkuláki
Nei það er ekkert mál að koma þessum vélum á netið og ættir ekki einu sinni að þurfa að setja driverana upp þeir sem eru á Win7 diskinum virka fínt amk. fyrir LAN
Kemur ekkert ljós á LAN tengið hjá þér ?
Ef þú ert með venjulegan router og ert ekki búinn að configa hann á eitthvað local net þá þarftu ekki að setja vélina á fasta IP tölvu routerinn úthlutar henni á vélina.

Held að WiFi virki líka án þess að setja sérstaklega upp driverana fyrir það man það samt ekki 100% en það á allavega að virka eftir að driverar eru komnir upp.

Þetta er einhver klaufaskapur í þér Corrupted Win7 kannski eða disabled í network connections.
Ef þetta virkaði áður en þú fórst í þessa uppsetningu þá er hardware 99% örugglega í lagi.

Re: Lenovo t61 finnur ekki þrálausa netið

Sent: Lau 21. Jan 2012 18:57
af Klaufi
Setti upp W7 á nokkuð margar svona vélar um daginn, duttu allar inn og ekkert vesen.

Ertu að nota original windows disk, eða "öryggisafrit"?

Re: Lenovo t61 finnur ekki þrálausa netið

Sent: Lau 21. Jan 2012 20:37
af lifeformes
þetta er "öryggisafrit" af windows og hef notað það á aðrar vélar og þær poppa inn án nokkura drivera uppsettningu eða öðru configuration, grunar bara að vélin sé bara komin til ára sinna eða já bara biluð, var búinn að prufa xp sem ég ætlaði að hafa á henni en það var sama uppá teninginn þar, búinn að skipta lan kaplinum út, en það kemur samt grænt ljós á tengilinn á tölvuni fyrir lan snúruna ???? æ dónt know....