Breyta mac mini í linux media server


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf capteinninn » Þri 17. Jan 2012 02:12

Var ekki viss hvort þetta ætti að fara í mac þráðinn en þar sem ég er að reyna að koma upp linux media server held ég að þetta eigi heima hér.

Er með gamla Intel Mac Mini sem ég er ekki búinn að nota lengi og ég var að meta að breyta henni í media server hjá routernum. Er búinn að reyna að setja upp ubuntu nokkrum sinnum en það gengur eitthvað illa.
Ég fór í disk utility í mac os x og reyndi að gera repair disk en það virkaði ekki. Held að diskurinn sé ónýtur og það sé að stoppa bæði repair disk í mac os x-inu og líka afhverju ég get ekki sett upp ubuntu.

Er að meta að skipta um disk og setja upp Ubuntu á henni og tengja hörðu diskana við og nota sem media server og deila á allar tölvur í húsinu og xbox 360 og fleira þannig að ég þarf að hafa dlna möguleika líka.
Hvernig væri best að gera þetta? Setja nýjan disk í og setja upp Ubuntu í tölvunni eða setja harða diskinn í borðtölvuna mína og setja upp ubuntu og setja svo harða diskinn með ubuntu uppsett í mac mini-inn eða hvað?

Er líka að meta hvaða möguleika tölvan hefur til deila stórum file-um, t.d. stórir video-fælar og fleira, hvort að örgjörvinn og fleira ráði við að encode-a eða hvað það er sem hún þarf að gera. Held að þetta sé 2007 útgáfan og specs eru þá
Ég myndi líklega setja þennan harða disk í tölvuna.

Skjákort: Intel GMA 950 using 64 MiB of DDR2 SDRAM
Harður diskur: Serial ATA 5400 RPM 80GB
Örgjörvi: 1.83 GHz (T5600)
Minni: 1 GiB (2 × 512 MiB) of 667 MHz DDR2 SDRAM

Væri frábært ef einhver getur hjálpað mér með þetta, hugsanlega nota ég hana samt frekar tengda við sjónvarpið frammi og set upp xbmc eða boxee á henni og nota einhverja aðra tölvu sem media server en ég vill frekar hafa mac mini sem server.




ioxns
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 15. Jan 2011 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf ioxns » Mið 18. Jan 2012 10:41

mac notar öðruvísi file system en linux þannig þú ættir að geta strokað út gamla partitionið og sett nýtt inn. þeas ef hd er ekki bilaður.

þessi vél er alveg feikinóg í streama stóra files og slíkt.. þarft ekki að hafa áhyggjur af því. ég notaði lengi vel 800MHz í streamer, í dag er ég með 500MHz ARM cpu með 64MB í minni og það þrælvirkar.

ég er nú ekki viss með ubuntu en ég held að það notist við hardware autodetect þegar þú installar því þannig ef þú installar á einhveri annari vél og færir hd þá er ekkert víst um að þú sért að fá alla drivers inn. annað hvort þannig eða þú færð alla drivera inn.
ég mæli allavega með því að þú installir kerfinu á þeirri vél sem þú ætlar að nota, ekki vera að færa diskinn.


-------------------------------------------------------------------------
TI UltraSparc IIe (Hummingbird)


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf capteinninn » Mið 18. Jan 2012 11:14

Okei, færi diskinn þá ekki yfir, en harði diskurinn er líklega eitthvað bilaður. Er til eitthvað gott tól til að gera við hann fyrir makka?
Stýrikerfið má alveg wipe-ast út mín vegna bara að diskurinn verði í lagi svo ég geti sett upp Ubuntu.

Geisladrifið er líka bilað þannig að ég mun koma til með að nota USB Ubuntu install auk þess að það er víst talsvert hraðara



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf Gunnar » Mið 18. Jan 2012 11:15

hannesstef skrifaði:Okei, færi diskinn þá ekki yfir, en harði diskurinn er líklega eitthvað bilaður. Er til eitthvað gott tól til að gera við hann fyrir makka?
Stýrikerfið má alveg wipe-ast út mín vegna bara að diskurinn verði í lagi svo ég geti sett upp Ubuntu.

Geisladrifið er líka bilað þannig að ég mun koma til með að nota USB Ubuntu install auk þess að það er víst talsvert hraðara

þá þarftu nú ekki að pæla í harða diskinum ef þú ætlar að nota ubuntu af USB.




ioxns
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 15. Jan 2011 15:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf ioxns » Mið 18. Jan 2012 16:03

þá þarftu nú ekki að pæla í harða diskinum ef þú ætlar að nota ubuntu af USB.


hann ætlar sér að installa af USB ekki keyra kerfið.

Er til eitthvað gott tól til að gera við hann fyrir makka?

þú finnur sjálfsagt ekkert software til að laga hardware ef hann er bilaður. Þú skalt bara reyna að stroka út partition-in sem eru á disknum. ef þú nærð ekki að gera það í gegnum ubuntu installer þá mæli ég með minimal gentoo liveusb og nota þaðan fdisk eða finna þér eitthvert bootable live kerfi með fdisk.


-------------------------------------------------------------------------
TI UltraSparc IIe (Hummingbird)


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Breyta mac mini í linux media server

Pósturaf capteinninn » Mið 18. Jan 2012 16:52

Olræt. Nota þessi ráð ykkar og mixa þetta núna um helgina vonandi.

Mæliði með einhverjum sérstökum forritum sem eru betri en önnur við að share-a og encode-a yfir á xbox 360 og í allar tölvur í húsinu