viðtal við Richard Stallmann
Sent: Fim 05. Jan 2012 09:18
Vildi bara deila þessu með ykkur: http://rt.com/files/programs/spotlight/liberating-software-richard-stallman/us-software-freedom-activist.ogv
Hjaltiatla skrifaði:ég held það sé erfitt að keppa við hugbúnað sem er verið er að launa fólki fyrir að forrita
gardar skrifaði:Já það verður nú ekki tekið af kallinum að hann er frekar extreme En maður er þó sammála furðu mörgu af því sem hann segir.
Garri skrifaði:Mér finnst að allir aðrir iðnaðarmenn (hugbúnaður er iðnaður) ættu að taka Stallmann sér til fyrirmyndar.
Og þegar mig vantar flísar á gólfið þá eiga iðnaðarmenn að fá að keppast um að fá að leggja flísar hjá mér.. fyrir enga borgun að sjálfsögðu.
Eins eiga arkitektar, ljósmyndarar, hönnuðir og í raun, allir sem á annað borð vinna sjálfstætt, hvort sem er með huglægri eða líkamlegri vinnu og fá í dag greitt, að gefa sína vinnu.. þeir fá peninga seinna á einhvern annan hátt, hlýtur að vera.
Hagur okkar allra yrði gríðarlegur, allir mundu gera fínt hjá sér og flytjast í flott einbýlishús sem kosta aðeins þannig brot af því sem þau kosta í dag.. "a real win win situation", ekki satt?
gardar skrifaði:Garri skrifaði:Mér finnst að allir aðrir iðnaðarmenn (hugbúnaður er iðnaður) ættu að taka Stallmann sér til fyrirmyndar.
Og þegar mig vantar flísar á gólfið þá eiga iðnaðarmenn að fá að keppast um að fá að leggja flísar hjá mér.. fyrir enga borgun að sjálfsögðu.
Eins eiga arkitektar, ljósmyndarar, hönnuðir og í raun, allir sem á annað borð vinna sjálfstætt, hvort sem er með huglægri eða líkamlegri vinnu og fá í dag greitt, að gefa sína vinnu.. þeir fá peninga seinna á einhvern annan hátt, hlýtur að vera.
Hagur okkar allra yrði gríðarlegur, allir mundu gera fínt hjá sér og flytjast í flott einbýlishús sem kosta aðeins þannig brot af því sem þau kosta í dag.. "a real win win situation", ekki satt?
Ekki alveg sambærilegt.
Í hvert skipti sem leggja þarf flísar þá þarf flísaleggjarinn að vinna vinnuna, forritarinn þarf ekki að kóða forritið í hvert skipti sem það er notað.
Garri Skrifaði:
Ekki einu sinni rétt.
Að forrita stórt kerfi eða mörg forrita mörg smærri kerfi er hvernig sem á er litið, svo gott sem ævistarf. Sama gildir fyrir flísaleggjarann.
Það að flísaleggjarinn flísaleggi frítt kringluna, Smárann nú eða bara eitt herbergi í einu út í bæ, kemur á alveg sama stað niður og þegar forritarar vinna frítt alla ævina við að forrita frí forrit, alveg sama hvort einn, fáir eða margir noti þessi forrit eða fyrir flísararnar, hvort einn eða margir gangi á þessum flísum.
Endilega gefið upp við hvað þið vinnið, aldrei að vita nema ég óski eftir ykkar starfskrafti.
Hjaltiatla skrifaði:Eftir að ég sá þetta viðtal við Stallman þá verð ég að viðurkenna að álit mitt á hans viðhorfum snarminnkaði.
http://www.youtube.com/watch?v=radmjL5OIaA
Garri skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Eftir að ég sá þetta viðtal við Stallman þá verð ég að viðurkenna að álit mitt á hans viðhorfum snarminnkaði.
http://www.youtube.com/watch?v=radmjL5OIaA
Glöggur..
Salman er nefnilega í krossferð. Ekki í krossferð fyrir notendur hugbúnaðar, heldur krossferð gegn kapitalisma. Hans hugmyndafræði er svo sem á einhvern hátt verjanleg og skiljanleg, sérstaklega í ljós massa eyðslu á auðlindum, en leiðin sem hann kýs helga sínum tíma og lífi fyrir, er í það minnsta barnaleg.
Og það sem verra er, þessi hugmyndafræði er höfuðorsakavaldur þess að tölvæðingin hefur staðið jafn mikið á sér og ljóst er. Hér fyrir 30 árum sáu menn fram á gríðalega þróun og upp úr 1985 voru til mörg blómleg fyrirtæki sem hvert um sig var að búa til snilldar lausnir á hugbúnaðarsviðinu, oftast á hardware sem meðal sími í dag mundi skammast sín fyrir.
Ég man þegar ég var að selja Amstrad tölvur upp úr 1986, þá voru að koma fram bara í A-inu, fjögur öflug stýrikerfi, Gem-Desktop með Amstrad tölvunum, Arichimedes með mjög flott músardrifið glugga stýrikerfi með miljónum lita og öflugu hljóði, Amiga var einnig mjög frambærileg og síðan, Appel en þeir voru lakastir af þessum aðilum varðandi útlit þar sem þeir voru skjáinn sinn í svart-hvítu.
Á sama tíma var M$ að dreifa sínu stýrikerfi og athugið nú mjög vel, frítt, MsDos kostaði í það minnsta það lítið miðað við hin stýrikerfin og ég er þess fullviss að Austurlandaþjóðirnar hafi ekki borgað nema örfá sent fyrir hvert eintak á sínum tíma, hafi þeir þá borgað. Þeirra "grafíska" kerfi var svo aftur gjörsamlega handónýtt og svo illa skrifað að sem dæmi þegar Amstrad notaði 1 360kb diskettu til að keyra sitt stýrikerfi smíðað af Digital Research ef ég man rétt, þá þurfti M$ 7 1.2MB diskettur til að keyra sitt mónó grafíska kerfi sem þurfti 20mb harðan disk og í ofanálag bara brandari að skoða og útskýrir vel hvers vegna það stýrikerfi var jafn lengi að fæðast.
Þetta er mjög svo kaldhæðnislegt fyrir Stallman að það stýrikerfi sem skyldi "vinna" þessa baráttu skildi einmitt vera þetta ömurlega "fría" stýrikerfi, MsDos sem svo aftur opnaði dyrnar fyrir stærsta vírus tölvualdar, Ms-Windows.
Þeir sem hafa vit á hugbúnaði og hafa skoðað kóðan á bak við til dæmis API vita 100% um hvað ég er að tala. Sóðaskapurinn og skorturinn á öllu sem heitir verkfærði var algjör. Metnaðileysið sömuleiðis.
Enda held ég að á öllum þessum upphafsárum M$ þá hafi varla komið nothæft forrit frá þessum aðilum sem þeir sjálfir skrifuðu með kannski örfáum undantekningum sem ég kann ekki einu að nefna (minnir að Excel hafi verið keypt af verktaka), ef forrit kom frá þeim og það virkaði, þá var það lang oftast keypt upp af einhverju smáfyrirtæki og alveg sama þótt þúsundir forritara ynnu hjá þeim.
Og þessi "ódýra markaðssetning" er mjög vel þekkt. VHS er til dæmis tækni sem var einmitt "ódýrust" fyrir kúnann og á endanum sú tækni sem varð valin, engu að síður sísti kosturinn.
Ég er þess fullviss að ef það hefði verið alvöru peningar í stýrikerfum, þá hefði fæðst stýrikerfi sem í dag mundi nýta nútíma hardware margfalt betur en M$ gerir. Og í raun, þá hefur engin þróun á stýrikerfum verið í öll þessi ár. Stýrikerfin fyrir 25 árum voru á svipuðu róli og Windows XP, 32 bita, multitasking, með 8bita steríó, miljónir lita osfv.
Hér er smá stubbur um Archimedes:
The Acorn Archimedes was a range of personal computers from Acorn Computers aimed at both educational and home use. It featured a 32-bit ARM processor and the RISC OS operating system.
The Acorn Archimedes found success in the British education sector as it is the successor to the BBC Micro. The first models released were the A300 and A400 series. These featured an ARM processor, 512KB - 4MB of memory and 8-bit stereo sound. The machines were also capable of emulating BBC Basic and utilised a 3-button mouse as standard. Future models, such as the popular A3000, used the 8MHz ARM2 processor and then later the ARM3 at 25MHz.
The operating system, RISC OS (Reduced Instruction Set Computing Operating System), was stored in ROM which contributed to it's fast speed and other features such as true multi-tasking, context-sensitive menus and anti-aliasing.
Garri skrifaði:...frítt...
Garri skrifaði:*wall of nostalgia*
Þó að þú skiljir ekki muninn á tveimur hugtökum gerir þau ekki að því sama og það að orðhengilshætti að tala um það sem tvennt mismunandi. Þú ert búinn að viðurkenna að þú hefur haldið þér alveg fyrir utan þetta concept. Af hverju ertu þá að reyna að kenna okkur um þetta? Þú verður að fyrirgefa, ég er að reyna að sýna virðingu, en það er mjög heimskulegt.Garri skrifaði:Mönnum er frjálst að hafa hvaða skoðun á þessu sem er. Þess vegna frábið ég mér svona kommentum, að ég viti ekki hvað þetta er.
Ég mundi reyndar kalla það töluvert afrek að vera jafn mikið inn í hugbúnaði, forritun og þróun sem ég hef verið, en samt takast að halda sér fyrir utan þetta konsept sem frír hugbúnaður er.
Já frír segi ég.
Mér finnst þetta nefnilega vera orðhengilsháttur á fleiri en einn hátt. Annars vegar er talað um free software og svo open source eins og þetta sé algerlega tvennt aðskilið.. sem það er alls ekki.
Ef þið búið til hugbúnað sem er opinn, þá getur hver sem er afritað hann, breytt honum, bæði mikið og lítið (jafnvel bara að nafni til eingöngu) og gefið hann í framhaldi nú eða selt fyrir mikinn eða lítinn pening. Vinnan sem þið eruð búin að vinna, verður þannig alltaf frí og það hvernig sem á er litið.
Það að búa til einhverja nýja skilgreiningu á konseptinu "frítt" grundvallaða á því að einhverjir mundu hugsanlega selja þennan opna hugbúnað eftir einhverja þróun, er einmitt líka orðhengilsháttur og alveg í takt við annan málflutning hjá Richard Stallmann.