Síða 1 af 1
forrit til að sameina partion
Sent: Mán 02. Jan 2012 21:46
af urban
góða kvöldið og gleðilegt ár
Mig vantar forrit til þess að sameina partion á hörðum disk.
Semsagt er með 1,5 TB disk sem að er á eitt 150 GB partion (E:)(tómt) og síðan er restin af disknum í einu partioni(F:)
Málið er það að það eru gögn á partion F sem að ég vill ekki missa og kemst ekki í einsog staðan er allavega núna disk til þess að geyma þessi gögn á.
Er til eitthvað forrit sem að þið vitið um sem að getur sameinað 2 partion á einum disk án þess að tapa gögnum á öðru partioninu ?
með fyrirfram þökkum
urban
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Mán 02. Jan 2012 22:19
af methylman
Paragon öruggast er þó að gera þetta í Linux umhverfi með Paragon Boot disk
eða einhverju sambærilegu. En þetta er það sem ég nota.
http://www.paragon-software.com/
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Mán 02. Jan 2012 22:28
af coldcut
GParted. Getur náð í sér Live CD fyrir það og líka notað það a.m.k. á Ubuntu Live CD.
- Keyrir af disknum.
- Opnar GParted
- Eyðir tóma partitioninu
- Stækkar stóra partitionið þannig að það fylli allt drifið.
- Reboot
*Gerði þetta fyrir 5 dögum og það var ekkert mál. Reyndar með ext4 drif en það á ekki að skipta máli þó það sé NTFS.
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Mán 02. Jan 2012 23:26
af BjarniTS
Partition Magic er það sem ég hef besta reynslu af.
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Þri 03. Jan 2012 00:15
af gardar
gparted fær mitt vote!
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Þri 03. Jan 2012 01:03
af kubbur
gardar skrifaði:gparted fær mitt vote!
x2
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Þri 03. Jan 2012 01:29
af urban
ok, prufa þá gparted á morgun
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Lau 14. Jan 2012 11:16
af akarnid
GParted er málið. Var að nota það í vikunni til að stækka NTFS Partition sem ég nota í virtual vél.
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Lau 14. Jan 2012 12:31
af Haxdal
Ertu í Windows 7 og file systemið NTFS?.
Þarft engin auka forrit til að gera þetta, Windows 7 styður native og on-the-fly extend á NTFS partitions ef þau liggja uppvið hvort annað, (þ.e. ekkert annað partition á milli þeirra), getur meira að segja gert þetta við System drifið (C:) án þess að boota í safemode. Opnar bara Disk Management, hægri smellir á partitionið sem þú vilt stækka og ferð í extend og velur auða plássið.
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Lau 14. Jan 2012 14:19
af AciD_RaiN
BjarniTS skrifaði:Partition Magic er það sem ég hef besta reynslu af.
Re: forrit til að sameina partion
Sent: Lau 14. Jan 2012 15:22
af urban
notaði gparted og það virkaði þrusu fínt