Síða 1 af 1

Forsíðu vírus

Sent: Fim 17. Jún 2004 01:23
af _Brainy_
Ég var á netinu fyrir stuttu og svo sagði vírusvörnin mér allt í einu að það væri vírus kominn í tölvuna og vírusvörin gæti ekki losað sig við hann.
Alltaf þegar ég fer á netið kemur þessi forsíða http://searchpage.cc/1526/ og ekki hægt að breyta. Svo gerist líka stundum þegar ég fer á einhverjar síður að það komi upp svona search gluggi frá leitarsíðunni (vírusnum) og hann er fyrir allri síðunni og ekki hægt að slökkva. Ef ég skrifa www á undan síðum sem ég ætla á þá kemur bara leitarsíðan þannig að ég þarf að skrifa http:// til að geta komist á síður.
Ég er búinn að scanna með Stinger en hann fann ekki neitt, samt veit ég alveg að þetta er vírus.
Er eina ráðið að formata eða er hægt að gera eitthvað annað?

Sent: Fim 17. Jún 2004 02:49
af heidaro
Gæti þetta ekki verið svona hijacker dæmi...held það flokkist undir spyware...

Sent: Fim 17. Jún 2004 07:34
af Mysingur
ég er bara nokkuð viss um að þetta sé spyware hjá þér... prufaðu að skanna með ad-aware

Sent: Fim 17. Jún 2004 09:55
af _Brainy_
Ég scannaði með Ad-Aware en það lagaðist ekki þannig að þetta er ekki spy ware

Sent: Fim 17. Jún 2004 10:28
af _Brainy_
ég var að scanna tölvuna með houscall á netinu og það fannst einn vírus og hann er í C:WINDOWS og er svona .dll skrá og þegar ég ætlaði að eyða honum með houscall þá gat ég það ekki, það var sagt að það væri þegar í notkun

Sent: Fim 17. Jún 2004 11:08
af MezzUp
getur prufað að start'a upp í safe mode og rename'a(ekki eyða strax, gæti verið mikilvæg skrá) þessa .dll skrá

annars geturru líka prufað Spybot S&D, en varstu örugglega ekki með öll definitions updated á Ad-aware?

Sent: Fim 17. Jún 2004 11:40
af Emizter
bara málið að hætta að nota IE og fara yfir i Opera ? :D hann er ekki eins opinn fyrir svona drasli

Sent: Fim 17. Jún 2004 11:45
af GuðjónR
Ég hef lent í þessu...óþolandi...lestu þessa grein vel og farðu eftir öllu þarna þá ættir þú að losna við þetta.

Sent: Fim 17. Jún 2004 12:00
af MezzUp
Emizter skrifaði:bara málið að hætta að nota IE og fara yfir i Opera ? :D hann er ekki eins opinn fyrir svona drasli

ni, Firefox all the way! :)

Sent: Fim 17. Jún 2004 12:08
af _Brainy_
Ég fór eftir þessari grein GuðjónR en það virkaði ekki. Ég er með eitthvað annað en þetta Cool Web Search. Þetta er leitarsíðan sem kemur alltaf upp hjá mér [VARÚÐ - smellið á eigin ábyrgð]http://searchpage.cc/1526/[VARÚÐ - smellið á eigin ábyrgð]

Sent: Fim 17. Jún 2004 12:17
af Snorrmund
Pff.. Ekki setja link á þetta !! ég fór einusinni inná svona link sem vinur minn var með og þá fékk ég þetta..

Sent: Fim 17. Jún 2004 21:51
af corflame
Prófað að sækja Hijackthis!.
Finnur oft það sem t.d. Adaware finnur ekki

Sent: Fim 17. Jún 2004 22:39
af viddi
þetta hendir öllu svona drasli út samstundis

NoAdware

Sent: Fös 18. Jún 2004 09:51
af Stutturdreki
HijackThis er oftast eina sem ræður við svona leiðindi.. Enda birtir það bara einfaldlega öll registry settings sem eru (hugsanlega) notuð til að vísa þér inn á eitthvað svona ad/spam drasl.

Þú þarft að keyra HijackThis og eyða út öllum tilvísunum í þetta url. Svo leynist yfirleitt einhverstaðar registry breyting sem er keyrð þegar Windows keyrir upp sem setur urlið allstaðar inn aftur.. þetta lagast ekki nema þú finnir eyðir því út líka.

N.B! Ekki eyða út bara einhverju!!! HijackThis gerir engan greinarmun á adware og því sem er nauðsynlegt fyrir tölvuna þína. Og að sjálfsögðu notast þetta forrit algerlega á eigin spýtur :) Ef þú ert ekki viss um hvað eitthvað er.. fléttu því upp á google..

Sent: Fös 18. Jún 2004 14:30
af Cicero
Nota BSP Spyware Remover.
Ennþá betra forrit en Ad-Aware :roll:

Hijack this og cws shredder

Sent: Þri 27. Júl 2004 16:06
af B31N1R
Lenti í svipuðu með eitthvað sem heitir mywebsearch.....fór á oruggt.net og náði í hijack this og cws shredder plús spybot....náði að hreinsa þetta og fór svo að ráðum vaktarmanna og náði í FIREFOX og núna eru engin vandamál....vona að þetta hjálpi eitthvað.

Sent: Þri 27. Júl 2004 16:51
af Nemesis
Ég fæ alltaf upp sama http://www.incredifind.com/ helvítið ef ég fer á síðu sem virkar ekki eða hefur háan svartíma. Ég get ekki losnað við það ;l

Sent: Þri 27. Júl 2004 20:30
af GoDzMacK
prufa spybot s&d, spy swepper og fá sér spywareblaster sem er svona spyware/adware firewall og scanna með http://housecall.trendmicro.com

Sent: Þri 27. Júl 2004 21:27
af Daz
Ég mæli nú með að googla svona, ég fann þetta sem efsta hitt í google um incredifind

Sent: Þri 27. Júl 2004 23:00
af axyne
OHH var einmitt að lenda í þessu núna rétt áðan.
ÞETTA ER ALVEG ÓGEÐSLEGA PIRRANDI !!

ég var í sakleysu mínu að horfa á þáttí tölvunni síðan fer draslið að hökta, ég kíkí í task mananger og þá eru "milljón" internet explorer gluggar opnir þar en sjást ekki í taskbar.

vildi ég hefði lesið þennan þráð áður en ég byrjaði að hreinsa. hefði auðveldað mér að leita að adware removerum.

Sent: Þri 27. Júl 2004 23:24
af Daz
Ein öruggasta leiðin til að losna við allt þetta spyware dót er að nota ekki internet explorer (og outlook). Firefox og Opera eru ekki bara lausir við spyware (99%) heldur eru flestir sem hafa prófað þau forrit sammála um að þau eru líka miklu betri :)

Sent: Fim 29. Júl 2004 21:08
af gumol
Daz skrifaði:Ein öruggasta leiðin til að losna við allt þetta spyware dót er að nota ekki internet explorer (og outlook). Firefox og Opera eru ekki bara lausir við spyware (99%) heldur eru flestir sem hafa prófað þau forrit sammála um að þau eru líka miklu betri :)

Efast stórlega að þessi tala sé nálægt raunveruleikanum.