Sjónvarp að frjósa á ljósleiðara

Skjámynd

Höfundur
karvel
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Þri 28. Des 2010 21:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sjónvarp að frjósa á ljósleiðara

Pósturaf karvel » Þri 27. Des 2011 20:59

Hvernig má það vera að útsendingin td. á RUV hjá er alltaf að frjósa hjá Vodafone? Hafa menn verið að lenda í þessu að útsendingin á ýmsum rásum (Sjónvarp Vodafone) höktir eða frýs á ljósleiðaranum? Er búinn að endurræsa Amino myndlykilinn ótal sinnum en það dugar ekki til :mad


i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5


Kristján Gerhard
Gúrú
Póstar: 522
Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp að frjósa á ljósleiðara

Pósturaf Kristján Gerhard » Þri 27. Des 2011 21:47

Lendi í þessu af og til líka, það virðist ekki leysa neitt að endurræsa Amino'inn en þetta lagast ef maður endurræsir telsey boxið. Frekar hvimleitt þar sem að ég þarf að hlaupa niður í kjallara til þess.




DanniFreyr
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 00:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp að frjósa á ljósleiðara

Pósturaf DanniFreyr » Þri 27. Des 2011 23:22

Lenti í þessu sama það fraus bara allt og þetta var á öllum stöðvum hjá mér. Vorum búin að prófa að skipta Amino lyklinum en það virtist ekki virka þeir hjá Vodafone sögðu okkur að gera það en það lagaðist ekki eftir það þannig að það var haft samband aftur við Vodafone þá breytti hún einhverju og sagði mér að færa Net snúruna sem var í porti fjögur á ljósleiðaraboxinu og setja það í númer þrjú.
Það er ábyggilega að verða komin vika síðan og þettta er allt komið í lag og hefur ekki frosið síðan .