Foreldrar mínir eru með 30gb á mánuði og þau fóru yfir í þessum mánuði. Þau fengu e-mail frá Vodafone um að þau gætu hækkað gagnamagnið um 10gb fyrir 1200kall.
Þeir voru ekkert að minnast á það að þar sem þau voru í eld gamalli áskrifarleið hefðu þau getað farið í leið sem er í boði í dag og hækkað gagnamagnið um 10gb á hverjum mánuði fyrir aðeins 100kr meira á mánuði
Bara slæm vinnubrögð.
Þegar síminn breytti áksrifarleiðunum sínum sendu þeir mér e-mail með rúmlega mánaðar fyrirvara og létu mig vita að áskrifarleiðirnar væru að breytast og að það yrði hagstæðara fyrir mig að fara yfir í nýju áskrifarleiðirnar. Mamma og pabbi fengu engan svoleiðis póst frá Vodafone og voru þess vegna búin að vera í gamalli áskrifarleið að borga meira fyrir minna í nokkra mánuði.
En eftir símtal til Vodafone komumst við að því að það er ekki hægt að auka hraðann strax ef það er farið yfir limitið nema að kaupa að minsta kosti auka 10gb fyrir 1200 kall.
Komumst líka af því samkvæmt starfsmanninum að þeir sem fara yfir gagnamagnið "fara í einn pott þar sem hraðinn dreyfist á notendurnar í pottinum". Þannig að það hefur líka áhrif á innlendar síður að fara yfir.