Síða 1 af 2

Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 16:35
af gettra
Ég er með heimasíma, net og sjónvarp hjá Vodafone í gegnum ljósleiðara. Fyrir um 10 dögum síðan datt netið út hjá mér og þegar ég fór að athuga hvað var að gerast sá ég að tengiboxið fyrir ljósleiðarann var stöðugt að resetta sig. Hringdi í Vodafone og eftir hefðbundna korters bið náði ég sambandi við þjónustufulltrúa. Meðan ég var að tala við hann datt boxið í gang þannig að hann ályktaði að sennilega væri Gagnaveitan að uppfæra hugbúnaðinn í boxinu.

Síðan er það um 23:00 á Þorlák að allt dettur út aftur… :wtf
Næ á þjónustufulltrúa Vodafone. Hann vísar á Gagnaveituna sem er með 24/7 þjónustuver. Nema hvað um helgar er það einungis fyrir fyrirtæki og ekki einstaklinga. Sem sagt ég átti að vera net, síma og sjónvarpslaus frá föstudegi til þriðjudags :thumbsd . Fulltrúinn frá Vodafone var eins hjálplegur og hann gat en það var því miður ekki mikið. Sem betur fer datt boxið aftur inn eftir um 2 klst stöðugu resetti.
Aftur á Aðfangadagsmorgun datt boxið út. Þá hringdi ég enn og aftur í Vodafone. Þeir eru nánast búnir að gefast upp þegar okkur datt í hug að resetta boxið (tannstöngull í resett gatið milli tengja). Við það hrökk þetta í gang og tórir enn.

Ég ætla að láta skipta út boxið sem fyrst. Mér er nokkuð sama þótt það tóri eftir resettið – þetta er allt of óstöðugt til að treysta á. En lærdómur af þessu:

- EKKI treysta einu stykki fyrir mikilvægum þjónustum! Sérstaklega ekki stykki frá Ítalíu.
- Get ekkert kvartað yfir þjónustunni sem Vodafone veitti. Tæknimennirnir voru hjálplegir og fróðir en bara gátu lítið gert. Samt finnst mér að Vodafone eigi að falast eftir að hafa varabox, power supply (hugsanleg orsök vandans hjá mér) og/eða tæknigetu til að skipta svona út. Það er ekkert stórmál að vera net- síma og sambandslaus í 24 klst. en þegar heil helgi (hvað þá 3 daga jólahelgi) er undir þá er ekki hægt að bíða.
- Gagnaveitan er EKKI að fara að skipta út biluðum boxum hjá einstaklingum utan vinnutíma. Ef bilar hjá þér þá ferðu bara í röðina og þeir koma svo þegar þeir mega vera að því. Það getur víst verið allt að viku bið.
- Ég ætla að gera backup áætlun með nágrannanum (sem er líka með ljós) þannig að ég nái amk. sjónvarpi þegar svona kemur upp. 1 stk. 20 metra netkapall þræddur í garðslöngu ætti að þola að liggja milli húsa.
- Ég reikna með að ég hætti með heimasímann í ljósleiðaranum. Búið að vera fullt af böggi og það er ekkert að skána. T.d. ef hringt er úr ip síma í minn þá rofnar ekki línan eftir að hinn leggur á nema ljósleiðaraboxið er endurræst.
- Ég ætla að endurskoða það að vera ekki með hefðbundið loftnet. Fór í ljósið vegna þess að loftnetslögnin var léleg. Reikna með að ég geri tilraunir með inniloftnet eða dragi nýtt í gömlu lögnina. Því miður.
- Ég ætla að verða mér út um annan straumbreyti fyrir ljósleiðaraboxið.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 17:21
af MarsVolta
Ég er búinn að vera á ljósleiðara hjá Vodafone síðan í September 2010, og hef ekki lent í neinu líkt þessu. Netið hefur alveg dottið út nokkrum sinnum, en það er yfirleitt nóg að restarta routernum þá er allt í góðu. Ég var hjá símanum og það var hrein hörmung, ég mun aldrei aftur versla við það fyrirtæki.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 17:35
af Blackened
svona fyrir forvitnissakir.. er þetta Telsey breyta sem að þið hafið þarna fyrir sunnan?

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 17:41
af ManiO
Blackened skrifaði:svona fyrir forvitnissakir.. er þetta Telsey breyta sem að þið hafið þarna fyrir sunnan?



Já, tekur við ljósinu og sendir gögnin yfir á kopar. Skiptir samt signalinu niður í TV, net og síma.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 17:44
af lukkuláki
Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


gettra skrifaði:Ég er með heimasíma, net og sjónvarp hjá Vodafone í gegnum ljósleiðara. Fyrir um 10 dögum síðan datt netið út hjá mér og þegar ég fór að athuga hvað var að gerast sá ég að tengiboxið fyrir ljósleiðarann var stöðugt að resetta sig. Hringdi í Vodafone og eftir hefðbundna korters bið náði ég sambandi við þjónustufulltrúa. Meðan ég var að tala við hann datt boxið í gang þannig að hann ályktaði að sennilega væri Gagnaveitan að uppfæra hugbúnaðinn í boxinu.

Síðan er það um 23:00 á Þorlák að allt dettur út aftur… :wtf
Næ á þjónustufulltrúa Vodafone. Hann vísar á Gagnaveituna sem er með 24/7 þjónustuver. Nema hvað um helgar er það einungis fyrir fyrirtæki og ekki einstaklinga. Sem sagt ég átti að vera net, síma og sjónvarpslaus frá föstudegi til þriðjudags :thumbsd . Fulltrúinn frá Vodafone var eins hjálplegur og hann gat en það var því miður ekki mikið. Sem betur fer datt boxið aftur inn eftir um 2 klst stöðugu resetti.
Aftur á Aðfangadagsmorgun datt boxið út. Þá hringdi ég enn og aftur í Vodafone. Þeir eru nánast búnir að gefast upp þegar okkur datt í hug að resetta boxið (tannstöngull í resett gatið milli tengja). Við það hrökk þetta í gang og tórir enn.

Ég ætla að láta skipta út boxið sem fyrst. Mér er nokkuð sama þótt það tóri eftir resettið – þetta er allt of óstöðugt til að treysta á. En lærdómur af þessu:

- EKKI treysta einu stykki fyrir mikilvægum þjónustum! Sérstaklega ekki stykki frá Ítalíu.
- Get ekkert kvartað yfir þjónustunni sem Vodafone veitti. Tæknimennirnir voru hjálplegir og fróðir en bara gátu lítið gert. Samt finnst mér að Vodafone eigi að falast eftir að hafa varabox, power supply (hugsanleg orsök vandans hjá mér) og/eða tæknigetu til að skipta svona út. Það er ekkert stórmál að vera net- síma og sambandslaus í 24 klst. en þegar heil helgi (hvað þá 3 daga jólahelgi) er undir þá er ekki hægt að bíða.
- Gagnaveitan er EKKI að fara að skipta út biluðum boxum hjá einstaklingum utan vinnutíma. Ef bilar hjá þér þá ferðu bara í röðina og þeir koma svo þegar þeir mega vera að því. Það getur víst verið allt að viku bið.
- Ég ætla að gera backup áætlun með nágrannanum (sem er líka með ljós) þannig að ég nái amk. sjónvarpi þegar svona kemur upp. 1 stk. 20 metra netkapall þræddur í garðslöngu ætti að þola að liggja milli húsa.
- Ég reikna með að ég hætti með heimasímann í ljósleiðaranum. Búið að vera fullt af böggi og það er ekkert að skána. T.d. ef hringt er úr ip síma í minn þá rofnar ekki línan eftir að hinn leggur á nema ljósleiðaraboxið er endurræst.
- Ég ætla að endurskoða það að vera ekki með hefðbundið loftnet. Fór í ljósið vegna þess að loftnetslögnin var léleg. Reikna með að ég geri tilraunir með inniloftnet eða dragi nýtt í gömlu lögnina. Því miður.
- Ég ætla að verða mér út um annan straumbreyti fyrir ljósleiðaraboxið.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 18:43
af Benzmann
ég bara spyr, en er spennubreytirinn hjá þér tengdur við fjöltengi eða eitthvað þessháttar ?, ef svo, þá myndi ég skoða það

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 19:07
af Blackened
ManiO skrifaði:
Blackened skrifaði:svona fyrir forvitnissakir.. er þetta Telsey breyta sem að þið hafið þarna fyrir sunnan?



Já, tekur við ljósinu og sendir gögnin yfir á kopar. Skiptir samt signalinu niður í TV, net og síma.


haha ég þekki það :) Vinn við uppsetningar og viðhald á Ljósleiðara :)
erum farnir að nota aðrar breytur hérna fyrir norðan núna heldur en Telsey :) vorum samt alltaf með þannig

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 22:28
af gettra
Lukkuláki:
Lungnavél? Mikilvægt? Veit það ekki…
Þriggja daga jólahelgi framundan og ekkert net, ekkert sjónvarp og enginn heimasími. Ekki nóg með það heldur ef aðrir hringdu í mig þá kom bara eins og væri ekki svarað. Ekki einu sinni hægt að færa heimasímann yfir á gemsann. Netið er satt að segja minnst mikilvægt og léttast að laga (enga stund að komast inn á nærliggjandi net). 3G pungur virkar ekki á sjónvarpið né heimasímann.
Kannski skiptir það þig engu máli en hjá mér þá var þetta sérlega óheppilegt og í sjálfu sér EKKERT mál að laga. Treysti mér alveg að skipta út svona boxi. Skítt að það var engin möguleiki á því. Fyrir utan það að Gagnaveitan gat ekki gefið mér loforð eða von að þetta yrði komið í lag fyrir áramót.

Já – þetta er Telsey box.
Spennubreytirinn er í fjöltengi. Prófaði m.a. að breyta því en það virðist ekki hafa neitt að segja.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 22:57
af Moquai
WWJD

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 26. Des 2011 23:27
af Revenant
Hlutir bila yfirleitt á slæmum tímum.

Beside hvað finnst þér að gagnaveitan ætti að gera ef ljósleiðaratenging til einstaklings dettur út eftir vinnu á þorláksmessu? Kalla út mann (með tilheyrandi kostnaði) og fara til þín með nýtt tæki?
Ef þú vilt einhverja þjónustu þá verðuru að kaupa fyrirtækjatengingu og borga* fyrir öll útköll.


* Þetta fer oft mikið eftir hvernig bilun er og hvernig þjónustusamningar er gerður.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Þri 27. Des 2011 00:38
af gettra
Nei. Átti aldrei von á að gert yrði við á Þorláksmessu og var s.s. ekkert að fara fram á það né heldur að þetta yrði ókeypis. En það var/er bilanavakt með útimanni hjá Vodafone frá 10-16 daginn eftir. Hefði alveg þegið eitthvað af eftirfarandi:
A) Aðgengi að spennubreyti til að prófa að skipta um. Ekkert mál að renna eftir honum í Skútuvog til Vodafone.
B) Að Vodafone megi skipta um boxið og að þeir hafi 1-2 til að grípa í þegar svona kemur upp.
C) Jafnvel hefði ég þegið að Gagnaveitan hefði gefið upp nafn verktaka sem skipta um box og væri með bakvakt.
D) Ég hefði alveg treyst mér sjálfur í að skipta um boxið.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Þri 27. Des 2011 09:03
af lukkuláki
gettra skrifaði:Lukkuláki:
Lungnavél? Mikilvægt? Veit það ekki…
Þriggja daga jólahelgi framundan og ekkert net, ekkert sjónvarp og enginn heimasími. Ekki nóg með það heldur ef aðrir hringdu í mig þá kom bara eins og væri ekki svarað. Ekki einu sinni hægt að færa heimasímann yfir á gemsann. Netið er satt að segja minnst mikilvægt og léttast að laga (enga stund að komast inn á nærliggjandi net). 3G pungur virkar ekki á sjónvarpið né heimasímann.
Kannski skiptir það þig engu máli en hjá mér þá var þetta sérlega óheppilegt og í sjálfu sér EKKERT mál að laga. Treysti mér alveg að skipta út svona boxi. Skítt að það var engin möguleiki á því. Fyrir utan það að Gagnaveitan gat ekki gefið mér loforð eða von að þetta yrði komið í lag fyrir áramót.

Já – þetta er Telsey box.
Spennubreytirinn er í fjöltengi. Prófaði m.a. að breyta því en það virðist ekki hafa neitt að segja.



Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?

Svo má vel vera að ÞÚ treystir þér í að skipta ljósleiðaraboxinu út en ég efast um að Vodafone eða Gagnaveitan treysti þér í það og skil ég það mjög vel.
Það væri ljóta vitleysan ef fólki væri almennt hleypt í þetta og svo þurfa að koma menn til að laga til eftir þá vissu ekkert hvað þeir voru að gera.
Ég er ekki að segja að það sé þannig með þig en almennt myndi ég halda að engum verði leyft að fikta í þessu og reynslan hefur sýnt að það borgar sig ekki að leyfa undanþágur frá þeirri reglu.

Það hafa allskonar jólasveinar viljað hræra í routerum frá ISP og fengu leyfi til þess hérna áður fyrr með skelfilegum afleiðingum og tilkostnaði fyrir ISP.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mið 28. Des 2011 18:42
af tdog
gettra skrifaði:Nei. Átti aldrei von á að gert yrði við á Þorláksmessu og var s.s. ekkert að fara fram á það né heldur að þetta yrði ókeypis. En það var/er bilanavakt með útimanni hjá Vodafone frá 10-16 daginn eftir. Hefði alveg þegið eitthvað af eftirfarandi:
A) Aðgengi að spennubreyti til að prófa að skipta um. Ekkert mál að renna eftir honum í Skútuvog til Vodafone.
B) Að Vodafone megi skipta um boxið og að þeir hafi 1-2 til að grípa í þegar svona kemur upp.
C) Jafnvel hefði ég þegið að Gagnaveitan hefði gefið upp nafn verktaka sem skipta um box og væri með bakvakt.
D) Ég hefði alveg treyst mér sjálfur í að skipta um boxið.



Kannt þú að splæsa ljósleiðara og áttu tækjabúnað í það? Demantskera, skrælara, ljóstengivél? Búnaður upp á mörg hundruð þúsund.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mið 28. Des 2011 20:30
af Blackened
tdog skrifaði:
gettra skrifaði:Nei. Átti aldrei von á að gert yrði við á Þorláksmessu og var s.s. ekkert að fara fram á það né heldur að þetta yrði ókeypis. En það var/er bilanavakt með útimanni hjá Vodafone frá 10-16 daginn eftir. Hefði alveg þegið eitthvað af eftirfarandi:
A) Aðgengi að spennubreyti til að prófa að skipta um. Ekkert mál að renna eftir honum í Skútuvog til Vodafone.
B) Að Vodafone megi skipta um boxið og að þeir hafi 1-2 til að grípa í þegar svona kemur upp.
C) Jafnvel hefði ég þegið að Gagnaveitan hefði gefið upp nafn verktaka sem skipta um box og væri með bakvakt.
D) Ég hefði alveg treyst mér sjálfur í að skipta um boxið.



Kannt þú að splæsa ljósleiðara og áttu tækjabúnað í það? Demantskera, skrælara, ljóstengivél? Búnaður upp á mörg hundruð þúsund.


Haha sirka 2 milljónir :) amk með Fujikura S50 vél :) mögulega dýrara með nýrri vélinni ;)

En málið er að það þarf reyndar ekkert að splæsa til að skipta um breytu samt. bara fara varlega með þráðinn og ekki skíta hann út :)

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mið 28. Des 2011 21:02
af gettra
Ég er nú ekki að fatta hvað sumir eru uppstökkir. Er vaktin undirlögð af starfsmönnum Gagnaveitunnar eða hvað?
a) Á ég demantskera og annað til að leggja ljós? Kannski á ég bara lager af demantskerum auk Fujikura S50 vél en það kom aldrei til vegna þess að ég gat hverrekki fengið annað box.
b) Skiptir það nokkru máli? Ég ætlaði ég mér aldrei að draga nýja lögn eða færa boxið til eða neitt slíkt. Það hefði bara komið til EF hinir 3 kostirnir væru ekki í boði og þá bara að skipta út núverandi boxi fyrir annað.
c) Segi bara hreint út: Það er MÍN skoðun að ef fyrirtæki eins og Vodafone ætlar að selja þjónustu ofaná grunn Gagnaveitunnar þá ættu þeir að hafa getu/fá leyfi til að veita þjónustu við þessi box. Ef ekkert annað þá er Vodafone með lengri þjónustutíma og útimenn og gera sig út á að þjónusta einstaklinga. Tek það skýrt fram að ég var alveg sáttur við Vodafone í þessu máli en þeir bara gátu ósköp lítið gert.
d) Jájá – ég get alveg lagt kapal „old school“ í 3 til 7 daga. Alveg eins og lukkuláki væri örugglega til í að skíta í fötu í viku hefði kalda vatnið farið af húsinu hans eða lýst upp jólin með kerti hefði rafmagnið farið. Staðreyndin er sú að Gagnaveitan er að bjóða þjónustu sem er skrambi víðtæk og mikilvæg. Ég hef ALDREI lent í svona með heimasímann í kopar, ALDREI með sjónvarpið í loftnet. Þarna fóru 3 þjónustur í einu.

Held að menn eigi aðeins að lesa póstinn minn. Ég er ekki síður að benda á hættuna á að vera með þetta allt svona m.t.t. að Vodafone geta lítið sem ekkert gert (þrátt fyrir góðan vilja) og hvað menn geta gert til að lágmarka óþægindi komi svona upp. Þannig er ég núna búin að gera mínar ráðstafanir ef sú staða kemur upp að boxið bili aftur.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 20:06
af tdog
En þetta er bara þér að kenna að velja Gagnaveituna, þú vissir ábyggilega áður en þú keyptir þjónustuna að þú myndir auka hættuna á þjónusturofi með því að færa allar þjónusturnar á einn flutningsmiðil.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 20:17
af g0tlife
lukkuláki skrifaði:Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


lukkuláki skrifaði:Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?


Hvaða helvítis stælar eru í þér drengur ? Verður gaman að pósta á alla næstu ''hjálp'' þræðina þína ''farðu bara að spila'' Ef þú ert ekki hérna til að hjálpa slepptu því að kommenta.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 20:25
af lukkuláki
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


lukkuláki skrifaði:Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?


Hvaða helvítis stælar eru í þér drengur ? Verður gaman að pósta á alla næstu ''hjálp'' þræðina þína ''farðu bara að spila'' Ef þú ert ekki hérna til að hjálpa slepptu því að kommenta.



Hmmm ertu búinn að leika þér með Legókubbana vinur ? Farðu þá að púsla eða eitthvað þú þroskast kannski eitthvað við það.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 20:59
af g0tlife
lukkuláki skrifaði:
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


lukkuláki skrifaði:Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?


Hvaða helvítis stælar eru í þér drengur ? Verður gaman að pósta á alla næstu ''hjálp'' þræðina þína ''farðu bara að spila'' Ef þú ert ekki hérna til að hjálpa slepptu því að kommenta.



Hmmm ertu búinn að leika þér með Legókubbana vinur ? Farðu þá að púsla eða eitthvað þú þroskast kannski eitthvað við það.



Engin furða að þú skrifar með andlitið oní lyklaborðinu þínu, sérð ekki lengra. Partur af jólonum er að fá jólasímtölin, liggja uppí sofa og slappa af fyrir framan sjónvarpið. Ef þú ætlar að ''vitna'' í einhverja gamla tíma sem allir voru að spila og föndra þá eru þeir tímar eigilega dauðir svo það sé komið á hreint. Fyrst að þú sért svona þroskaður og greinilega ekki að púsla til að þroskast þá ættiru að hafa vit á því að vera ekki að gera grín af öndunarvélum hérna. Kannski að þú ættir að líta aðeins í eigin barm. Mun ekki kommenta meira hérna, ON topic með þráðinn

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 21:10
af lukkuláki
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


lukkuláki skrifaði:Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?


Hvaða helvítis stælar eru í þér drengur ? Verður gaman að pósta á alla næstu ''hjálp'' þræðina þína ''farðu bara að spila'' Ef þú ert ekki hérna til að hjálpa slepptu því að kommenta.



Hmmm ertu búinn að leika þér með Legókubbana vinur ? Farðu þá að púsla eða eitthvað þú þroskast kannski eitthvað við það.



Engin furða að þú skrifar með andlitið oní lyklaborðinu þínu, sérð ekki lengra. Partur af jólonum er að fá jólasímtölin, liggja uppí sofa og slappa af fyrir framan sjónvarpið. Ef þú ætlar að ''vitna'' í einhverja gamla tíma sem allir voru að spila og föndra þá eru þeir tímar eigilega dauðir svo það sé komið á hreint. Fyrst að þú sért svona þroskaður og greinilega ekki að púsla til að þroskast þá ættiru að hafa vit á því að vera ekki að gera grín af öndunarvélum hérna. Kannski að þú ættir að líta aðeins í eigin barm. Mun ekki kommenta meira hérna, ON topic með þráðinn



Þú ert kjaftfor krakki ! kemur hérna til þess eins að rífa kjaft kannt varla að lesa hvað þá að leggja skilning í það sem þú lest því það var ENGINN að gera grín að öndunarvélum enda efast ég um að þær hafi tilfinningar, kemur svo með setningu sem þú greinilega kannt ekki að setja í vitrænt samhengi eins og að "líta í eigin barm" veistu nokkuð hvað það þýðir yfir höfðuð ? og flýrð svo með skottið á milli lappanna. :happy

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mán 02. Jan 2012 21:27
af g0tlife
lukkuláki skrifaði:
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:
g0tlife skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Miðað við þessar lýsingar er engu líkara en þú sért með öndunarvél tengda við ljósleiðarann hjá þér og einhver einstaklingur hreinlega láti lífið ef þú ert ekki með netsamband. Það sem ég held að þú eigir að læra af þessu er það að ef netið er þér svona mikilvægt fáðu þér þá 3G lykil eða e-ð til að nota í svona "neyðartilfellum". :-"
http://www.vodafone.is/netverslun/nettenglar


lukkuláki skrifaði:Spurning um að taka fram bækur, spil, föndur, DVD, leiki ?


Hvaða helvítis stælar eru í þér drengur ? Verður gaman að pósta á alla næstu ''hjálp'' þræðina þína ''farðu bara að spila'' Ef þú ert ekki hérna til að hjálpa slepptu því að kommenta.



Hmmm ertu búinn að leika þér með Legókubbana vinur ? Farðu þá að púsla eða eitthvað þú þroskast kannski eitthvað við það.



Engin furða að þú skrifar með andlitið oní lyklaborðinu þínu, sérð ekki lengra. Partur af jólonum er að fá jólasímtölin, liggja uppí sofa og slappa af fyrir framan sjónvarpið. Ef þú ætlar að ''vitna'' í einhverja gamla tíma sem allir voru að spila og föndra þá eru þeir tímar eigilega dauðir svo það sé komið á hreint. Fyrst að þú sért svona þroskaður og greinilega ekki að púsla til að þroskast þá ættiru að hafa vit á því að vera ekki að gera grín af öndunarvélum hérna. Kannski að þú ættir að líta aðeins í eigin barm. Mun ekki kommenta meira hérna, ON topic með þráðinn



Þú ert kjaftfor krakki ! kemur hérna til þess eins að rífa kjaft kannt varla að lesa hvað þá að leggja skilning í það sem þú lest því það var ENGINN að gera grín að öndunarvélum enda efast ég um að þær hafi tilfinningar, kemur svo með setningu sem þú greinilega kannt ekki að setja í vitrænt samhengi eins og að "líta í eigin barm" veistu nokkuð hvað það þýðir yfir höfðuð ? og flýrð svo með skottið á milli lappanna. :happy


Kem hingað til að rífa kjaft ? Mig grunar að þú komst bara hingað til þess að vera með leiðindi líka. Afhverju ferðu ekki að kommenta á alla aðra þræði og segjir fólki bara að sleppa þessu og fara gera eitthvað annað í staðinn. ''Hjálp kemur blár skjár þegar ég kveiki'' Senda gæjann þá bara út að hjóla eða taka upp bók ? Þarft svo að vera meðvitaður um þær afleiðingar sem gætu komið þegar þú skrifar svona og grínið þitt um að einstaklingur láti lífið í öndunarvél er hreint og klár ekki fyndið og mun aldrei vera það !

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Þri 03. Jan 2012 13:57
af suprah3ro
- Ég ætla að gera backup áætlun með nágrannanum (sem er líka með ljós) þannig að ég nái amk. sjónvarpi þegar svona kemur upp. 1 stk. 20 metra netkapall þræddur í garðslöngu ætti að þola að liggja milli húsa.

Ég var með netsnúru milli húsa í rúm 3 ár, og lenti aldrei í veseni :) (snúran var ekkert spes fest lá bara utaná húsinu basicly)

En betra að hafa hlutina safe :)

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Þri 03. Jan 2012 22:46
af einarth
Sælir.

Afþví það var minnst á að tengja til nágranna fyrir varasamband - passið að tengja það sem kemur frá nágrannanum ekki við netaðgangstækið ykkar, eða neinn netbúnað sem tengst ykkar netaðgangstæki.

Sé það ekki gert getur lokast fyrir tengingu nágrannans (öryggisbúnaður lokar sjálfkrafa ef tengingar tveggja heimila eru samtengdar).

Kv, Einar.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mið 04. Jan 2012 00:50
af GrimurD
Vill bara taka það fram að það er ekki mælt með því að fólk noti heimasíma í gegnum ljósleiðara einmitt útaf þessu, það er óáreiðanlegt og virðist ekki virka neitt sérstaklega vel og skapar bara auka vesen. Hvað þá ef fólk er með öryggiskerfi sem dettur alveg út um leið og það fer rafmagn af ljósleiðaraboxinu.

Re: Hættan við ljósleiðara.

Sent: Mið 04. Jan 2012 11:23
af einarth
Ég verð nú að fá að mótmæla jafnvel þótt ég sé hlutdrægur :)

Fyrir lang flesta virkar heimasími yfir ljósleiðara bara fínt. Þegar öryggiskerfi er á staðnum er reynt að tengja netaðgangstækið inná spennugjafa öryggiskerfisins þannig að það keyri af batteríinu í öryggiskerfinu ef rafmagn fer af.

Það er hinsvegar alveg staðreynd að VoIP tæknin er ekki jafn mikið þróuð og gamla POTS tæknin og meira um vandamál. Yfirleitt eru vandamálin tengd SIP samskiptum milli SIP clients (netaðgagnstæki) og SIP símstöðvar (þjónustuveitu). Það getur því verið vandmál hjá ákveðnum viðskiptavin hjá einni þjónustuveitu en ekki hjá annari þjónustuveitu.

Það er því að mínu mati full djúpt í árina tekið að segja að heimasími yfir ljósleiðara sé almennt óáræðanlegur - það fer meira eftir því hvaða þjónustuveitu um ræðir þótt auðvita geti vandamálin líka verið bundin við netaðgangstækið.

Kv, Einar.