Síða 1 af 1
Ástæða fyrir veseni með XP + Þráðlaus netkort.
Sent: Lau 12. Jún 2004 06:31
af Garyx
Sælir Fiktarar,
Ég rakst á þessa grein nýverið sem gæti komið sér mjög vel að renna yfir ef þið eruð með þráðlaus net heima hjá ykkur. Svona til að gefa smá samantekt þá er verið að lýsa galla í service sem XP keyrir fyrir þráðlaus netkort. Og auðveld lausn í endann á greininni til að sparka því af stað aftur.
http://www.wired.com/news/technology/0,1282,63705,00.html?tw=wn_4techhead
Sent: Sun 13. Jún 2004 15:27
af Voffinn
Flott. Félagi minn er alltaf að lenda í þessu og við vissum hvorugir hvað var að, var eiginlega farinn bara að kenna netkortinu um þetta. Þar þó kemur einsog netkortið missi samband við AP.
Sent: Sun 13. Jún 2004 21:55
af Demon
Voffinn skrifaði:Flott. Félagi minn er alltaf að lenda í þessu og við vissum hvorugir hvað var að, var eiginlega farinn bara að kenna netkortinu um þetta. Þar þó kemur einsog netkortið missi samband við AP.
jebb, kannast þokkalega við þetta...ég var að vísu búinn að kenna access púnktinum um þar sem þetta virðist gerast oftar hér heima en annarstaðar
Sent: Sun 13. Jún 2004 22:19
af Voffinn
Demon skrifaði:Voffinn skrifaði:Flott. Félagi minn er alltaf að lenda í þessu og við vissum hvorugir hvað var að, var eiginlega farinn bara að kenna netkortinu um þetta. Þar þó kemur einsog netkortið missi samband við AP.
jebb, kannast þokkalega við þetta...ég var að vísu búinn að kenna access púnktinum um þar sem þetta virðist gerast oftar hér heima en annarstaðar
Einmitt í hans máli þá gerist þetta bara í skólanum. Ég prufa þetta í haust þegar við erum búnir í sumarfríi.
Sent: Mán 14. Jún 2004 23:33
af Manager1
Þetta er alltaf að koma fyrir hérna heima líka, en þráðlausa netkortið er í Win98 vél og netið þar er alltaf að detta niður. Sjálfur er ég með routerinn tengdan við þessa vél (XP home) og á því aldrei í neinum vandræðum.
Er það þá tölvan mín sem er að skemma tenginguna eða er það Win98 tölvan?
Sent: Fös 18. Jún 2004 12:24
af Garyx
Amms þetta getur alveg staðist þó að þetta er bara að gerast í skólanum hjá honum. Eins og kemur fram í greininni þá er ekkert eitt vitað sem er að valda þessu.
Manager1: Þessi galli að það detti niður öll umferð á bara við Vélar sem keyra XP og eru tengdar þráðlaust. Í þínu tilviki er einhvað annaðhvort að stillingum í sjálfu win98 eða reklarnir. Það er oftast vandamálið.
Annars win98? er ekki spurning um að henda 2000 inn á þessa vél
Sent: Fös 18. Jún 2004 23:36
af Manager1
Legg ekki í að kenna ma&pa á annað stýrikerfi, þó win98 og 2000 séu mjög svipuð
Skiptir líka litlu máli hvað þau varðar, þar sem þau nota vélina ekki í neitt annað en ritvinnslu og netflakk.