Síða 1 af 1

er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 03:35
af Halldór
Er hægt að nota skjáinn (frá símanum) með þessum router? Ég er hvergi að finna hvort það er hægt eða hvað hann þarf að hafa til að geta það.

http://homesupport.cisco.com/en-us/wireless/lbc/WRT600N
http://www.amazon.com/Cisco-Linksys-WRT ... B000WG3ZU4

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 03:51
af chaplin
Ég myndi halda það, en hafðu það í huga að þeir aðstoða fólk ekki við að stilla routerana sem eru ekki verslaðir af þeim.

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 12:16
af Benzmann
daanielin skrifaði:Ég myndi halda það, en hafðu það í huga að þeir aðstoða fólk ekki við að stilla routerana sem eru ekki verslaðir af þeim.




þeir aðstoða viðskiptavini sína ekkert yfirhöfuð þegar viðkemur stillingum á routerum, sama hvort að þeir séu keyptir hjá þeim eða ekki

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 12:23
af depill
Nei. Cisco/Linksys routerar styðja bara ekki multi PVC né PVC to port binding, og ekki bundlun á mörgum PVC rásum.

Getur ekki fengið neitt IPTV yfir þennan router út af þessu. Örugglega ein af ástæðunum fyrir því að carrierarnir hafa ekki byrjað að nota ADSL versionia af Linksys í sitt deployment.

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 13:52
af natti
depill skrifaði:Nei. Cisco/Linksys routerar styðja bara ekki multi PVC né PVC to port binding, og ekki bundlun á mörgum PVC rásum.

Getur ekki fengið neitt IPTV yfir þennan router út af þessu. Örugglega ein af ástæðunum fyrir því að carrierarnir hafa ekki byrjað að nota ADSL versionia af Linksys í sitt deployment.


Þar sem ég hef enga Linksys reynslu, ætla ég ekki að commenta hvort þetta sé hægt en ekki hægt...
En varðandi "né PVC to bort binding" staðhæfinguna hjá Depil, þá kemur það ekki heim og saman við að user-guides fyrir suma Linksys routera eru með leiðbeiningar um hvernig þú átt að brúa(e. bridge) saman PVC og vlan/ethernet port...

Er ekki fullt af liði hérna með Linksys sem getur prufað/sannreynt þetta?

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 16:52
af depill
Já ég þarf víst að éta þetta ofan á mig að hálfu leyti. Þegar ég athugaði þetta með Cisco 2008 var þetta ekki hægt og OK vildi ekki meina 2011 og ég fór ekki í jafn mikið detective work greinilega og þá, en fór aðeins að tékka á Whirlpool(Áströlsk mjög góð síða ) og það eru einhverjir nokkrir sem geta þetta eins og til dæmis AG300 ( reyndar sá bara talað um hann, og veldur mér meiri höfuðverk að EU manualinn segir að þetta sé ekki hægt, en Ástralski manualinn segir að þetta sé hægt ).

Ég reyndar samt sé ekki samkv. manualinum að þetta sé hægt PVC -> Port. En leiðréttist hér með Linksys framleiðir einhverja routera sem styðja meira en eitt PVC port. Étið :P ( Ofangreindur router gerir þetta samt ekki )

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Lau 10. Des 2011 18:04
af Benzmann
mín reynsla á Linksys, er það að þetta er draslbúnaður með góðu interfacei. allt hardwareið í þessu er handónýtt rusl sem lítið er hægt að nota í eitthvað annað en endurvinnslu,, þetta er ágætt fyrir lítil heimili og allt það, en um leið og þú ferð að setja eitthvað álag á þá, þá ofhitnar þetta í döðlur og failar,

maður hélt á sínum tíma að þetta myndi breytast hjá þeim eftir að CISCO keypti linksys, en nei, enþá sama súpan á öllum vörum merkt "linksys"


ef þú ert ekki búinn að kaupa router, þá mæli ég með því að þú fáir þér:

Netgear
Zyxel
CISCO (ef þú átt peninginn í það)


það sem þú skalt forðast virkilega

Ruby
Linksys (jafnvel þótt það standi CISCO á þeim)
DrayTek

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Sun 11. Des 2011 02:34
af Halldór
benzmann skrifaði:mín reynsla á Linksys, er það að þetta er draslbúnaður með góðu interfacei. allt hardwareið í þessu er handónýtt rusl sem lítið er hægt að nota í eitthvað annað en endurvinnslu,, þetta er ágætt fyrir lítil heimili og allt það, en um leið og þú ferð að setja eitthvað álag á þá, þá ofhitnar þetta í döðlur og failar,

maður hélt á sínum tíma að þetta myndi breytast hjá þeim eftir að CISCO keypti linksys, en nei, enþá sama súpan á öllum vörum merkt "linksys"


ef þú ert ekki búinn að kaupa router, þá mæli ég með því að þú fáir þér:

Netgear
Zyxel
CISCO (ef þú átt peninginn í það)


það sem þú skalt forðast virkilega

Ruby
Linksys (jafnvel þótt það standi CISCO á þeim)
DrayTek


eru einhverjir sérstakir sem þú mælir með?

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Mið 14. Des 2011 02:18
af Halldór
bump

Re: er hægt að nota skjáinn frá símanum með þessum router?

Sent: Mið 14. Des 2011 08:16
af tdog
Þetta er ekki hægt (með góðu móti). Nógu gott svar?