Síða 1 af 1
Er lokað á suma Steam leiki á Íslandi?
Sent: Mið 07. Des 2011 13:30
af slubert
Er sumt efni lokað á mig þar sem ég bý á íslandi? til dæmis BF3, dirt og fleyra?
er hægt að svindla og skrá sig í usa? virkar þá visa kortið mitt nokkuð.
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 13:42
af Gunnar Andri
bf3 kemur ekki á steam. held að það sé eitthvað annað forrit sem svipar til steam sem er með bf3
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 13:52
af Daz
Svarið við spurningunni er samt "Já". Sumt efni er takmarkað miðað við svæði. T.d. Dragon Age 2
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 14:18
af Haxdal
Daz skrifaði:Svarið við spurningunni er samt "Já". Sumt efni er takmarkað miðað við svæði. T.d. Dragon Age 2
Já, það er region dót í Steam. T.d. fá þjóðverjar alla sina "ofbeldisfullu" leiki censoraða og Bandaríkjamenn með sína viðkvæmni gagnvart kvenkynslíkamspörtum fá censoraða útgáfu af Fahrenheit
Þarft annaðhvort að VPN-a/proxya þig til annars land ef þú vilt komast hjá því, svo hef ég líka heyrt að ef þú þekkir einhvern sem á heima í viðkomandi region þá getur hann keypt leikinn og svo sent hann til þín sem gift og þú ættir að fá þá útgáfu.
BF3 kemur ekki á Steam, enda er EA í fílu útí Steam og komnir með sitt eigið platform, Origin.
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 15:58
af worghal
Nei, thad er ekki verid ad takmarka urvalid.
EA toku marga leiki af steam svo sem bf3 og dragon age.
Dirt 1 og 2 eru enn a steam en dirt 3 er i sma lagfæringu eftir ad throssarnir hja amd laku ut um 1.7 miljon cd keys.
Re: Er lokað á suma Steam leiki á Íslandi?
Sent: Mið 07. Des 2011 16:19
af Danni V8
EA tóku BF3 ekki af Steam, BF3 kom aldrei á Steam til að byrja með.
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 16:55
af pattzi
Re: steam
Sent: Mið 07. Des 2011 17:27
af slubert
worghal skrifaði:Nei, thad er ekki verid ad takmarka urvalid.
EA toku marga leiki af steam svo sem bf3 og dragon age.
Dirt 1 og 2 eru enn a steam en dirt 3 er i sma lagfæringu eftir ad throssarnir hja amd laku ut um 1.7 miljon cd keys.
fékk einmitt eintak af dirt 3 með skjákortinu mínu.
þurfti að taka mynd af kóðanum og senda þeim hann, vona að þeir séu nú ekki hættir að gefa eintök fyrir miðana.
Re: Er lokað á suma Steam leiki á Íslandi?
Sent: Mið 07. Des 2011 17:34
af worghal
Danni V8 skrifaði:EA tóku BF3 ekki af Steam, BF3 kom aldrei á Steam til að byrja með.
ætlaði að segja bad company 2 en var ný búinn að lesa bf3 í textanum að ofan þannig það heilinn í mér fór í auto mode >_>