Síða 1 af 1

tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 01. Des 2011 19:42
af greenpensil
Ég var í skólanum í dag og það var allt í lagi með þráðlausa netið í tölvunni minni. Síðan setti ég hana á hypernate og þegar ég kom heim kveikti ég aftur á henni. Netið virkaði ekki hérna heima.

Síðan ég kom heim hefur þráðlausa netið hjá fartölvunni minni ekki virkað. Þegar ég ýti á net-dæmið í hægra horninu niðri á kemur engin möguleg þráðlaus net upp undir "Dial-up and VPN"
Ég kemst samt á netið með netsnúru

Ég er búinn að prufa að slökkva á tölvunni, ýta á "fn"+f2, troubleshoota en ekkert virkar

Þegar ég ýti á "fn"+f2 þá stendur alltaf að "vlan" virki ekki.

Mjög nauðsynlegt að ég nái neti fyrir morgundaginn

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 01. Des 2011 19:48
af inservible
hefuru ekki bara óvart slökkt á wireless á tölvunni? er ekki taki fyrir það?

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 01. Des 2011 19:58
af kizi86
ef ert með windows 7, farðu í network and sharing center, velur vinstra megin uppi, change adapter settings, hægriklikkar á wireless lan dæmið og prufar annaðhvort enable eða diagnose

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 01. Des 2011 20:06
af greenpensil
kizi86 skrifaði:ef ert með windows 7, farðu í network and sharing center, velur vinstra megin uppi, change adapter settings, hægriklikkar á wireless lan dæmið og prufar annaðhvort enable eða diagnose



Takk fyrir þetta virkaði :D

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 08. Des 2011 19:01
af greenpensil
Þetta er komið aftur og það sem virkaði áður virkar ekki núna. Einhverjar hugmyndir? ætti ég að setja upp windows 7 aftur í tölvuna?

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 08. Des 2011 19:30
af lukkuláki
greenpensil skrifaði:Þetta er komið aftur og það sem virkaði áður virkar ekki núna. Einhverjar hugmyndir? ætti ég að setja upp windows 7 aftur í tölvuna?


Ef þú getur ekki lagað þetta þá myndi ég halda að þú getir ekki sett upp win7 ef það þarf að setja upp drivera líka.

prófaðu að fara í start hnappinn og skrifaðu eða copy/paste þetta: netsh winsock reset

Endurræstu svo vélina

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 08. Des 2011 19:49
af Oak
búinn að prufa að endurræsa routerinn?

Re: tölvan tengist ekki netinu!! Mikilvægt

Sent: Fim 08. Des 2011 22:50
af BO55
Stundum hefur virkað á "biluð" netkort að fara í device managerinn, finna netkortið þar, og deleta því. Restarta svo tölvunni, þá finnur Windows kortið aftur, og setur það upp eins og nýtt kort.