Síða 1 af 1

Vantar stillingar fyrir TV portið á routernum

Sent: Þri 29. Nóv 2011 20:24
af Sera
Hæ, veit einhver hvaða stillingar ég þarf að setja inn í Linksys router til að geta notað TV port 4 á honum ? Ég ætla að henda út Thomsons router símans og setja minn eigin router sem er linksys.

Ég hafði samband við símann til að fá þessar upplýsingar en þeir segjast ekki þjónusta þá sem ekki nota þeirra routera!! ferlega góð þjónusta !! Ég vil ekki nota þeirra því þeir rukka leigu fyrir hann í hverjum mánuði og svo vantar í hann fídusa sem ég þarf að nota.

Einhver sem getur hjálpað mér með þetta ?

Re: Vantar stillingar fyrir TV portið á routernum

Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:07
af Krissinn
Sera skrifaði:Hæ, veit einhver hvaða stillingar ég þarf að setja inn í Linksys router til að geta notað TV port 4 á honum ? Ég ætla að henda út Thomsons router símans og setja minn eigin router sem er linksys.

Ég hafði samband við símann til að fá þessar upplýsingar en þeir segjast ekki þjónusta þá sem ekki nota þeirra routera!! ferlega góð þjónusta !! Ég vil ekki nota þeirra því þeir rukka leigu fyrir hann í hverjum mánuði og svo vantar í hann fídusa sem ég þarf að nota.

Einhver sem getur hjálpað mér með þetta ?


Held að það skipti máli hvaða router maður notar fyrir þannig þjónustu, ertu búinn að athuga hvort þinn router styððji IPTV? Ef einhver annar veit um routera sem maður getur keypt og notað fyrir IPTV þá væri gott að fá upplýsingar um þá routera, er í svona hugleiðingum sjálfur,

Re: Vantar stillingar fyrir TV portið á routernum

Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:12
af lukkuláki
Vá hvað ég er feginn að vera ekki í neinum viðskiptum við simann !
Það var ekkert mál að fá þessar upplýsingar hjá Vodafone.

Re: Vantar stillingar fyrir TV portið á routernum

Sent: Þri 29. Nóv 2011 21:37
af Sera
lukkuláki skrifaði:Vá hvað ég er feginn að vera ekki í neinum viðskiptum við simann !
Það var ekkert mál að fá þessar upplýsingar hjá Vodafone.


Já mér finnst þetta ferlega léleg þjónusta. Ef þú vilt ekki leigja krappí routerana sem þeir bjóða uppá þá geturðu ekki notað ADSL sjónvarpið. Það er ekki eins og ég borgi ekki rúmlega 7000 kr. fyrir internettenginguna hjá þeim.

Kannski eru þetta sömu stillingar og hjá Vodafone, ertu með þær upplýsingar Lukkuláki ?

Re: Vantar stillingar fyrir TV portið á routernum

Sent: Mið 30. Nóv 2011 00:27
af natti
Sera skrifaði:Hæ, veit einhver hvaða stillingar ég þarf að setja inn í Linksys router til að geta notað TV port 4 á honum ? Ég ætla að henda út Thomsons router símans og setja minn eigin router sem er linksys.


Ef þú fengir einhverjar upplýsingar frá Símanum, þá hefðu þær verið eftirfarandi:
Brúa(e. bridge) rásir 7/48, 7/50 og 7/51 út á port 4.

Þessar uppls + Linksys user-guide ættu að bjarga sjónvarpinu þínu :)

(Ég hef enga reynslu af linkslys og get því voðalega lítið commentað á hvernig þetta er actually configað)