Sæll.
Já það er hægt, allt að 3 tæki geta verið tengt á sama tíma með 3 mismunandi ytri ip tölur - t.d. router+2 tölvur.
Ath þó að þegar þú tengir beint í ljósleiðarabox þá eru ekki bakvið neinn eldvegg heldur beintengdur við internetið. Þú þarft því að tryggja öryggi þitt í tölvunni sem þú tengir.
Ef þú ætlar að tengja tölvu svona beint þá tengir þú hana í port 1 eða 2 á netaðgangstækinu (ef tengja á 3 tæki þarf að tengja þau gegnum sviss).
Næst þarftu að opna vafra á tölvunni og fara á
http://skraning.gagnaveita.is og skrá þig inn. (user og pass eru skráð á afhendingarblað sem er afhent þegar ljósleiðarinn er tengdur).
Á þessari síðu getur þú sýslað með með hvaða mac address'ur eru skráðar, ef þú hefur aðeins verið að nota 1 eða 2 tæki þá dettar tölvan sjálfkrafa í listann. Ef þú hefur hinsvegar verið með 3 tæki einhverntíman tengd þá þarf að henda einni mac út og skrá svo þá nýju í staðinn.
Að þessu loknu er nóg að renew'a ip tölu á tölvu eða endurræsa henni.
Kv, Einar
Starfsmaður GR.