Síða 1 af 2
Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 17:04
af chaplin
Ég var að fá ljósnetið áðan (loksins) og allt voða gaman, fæ á þráðlausa netinu 20/18Mbps, en í vír fæ ég 50/20Mbps (skv. tæknimanninum sem setti þetta upp hjá mér hefur Ljósleiðari betri upload hraða á móti ljósnetinu, ljósleiðari nær 50/50, á meðan ljósnet nær 50/20 mest, getur e-h staðfest það?).
Allavega, ég er að nota Torrent, er að uploada torrent fæl, fullt af aðilum að sækja hann frá mér en ég næ mest að láta 300kB/s frá mér, ég er búinn að opna fyrir port "55641" og vísa uTorrent beint á það, ásamt opna það á routerinum og setja fasta IP tölu á tölvuna sjálfa en hraðinn fer ekkert hærra, veit e-h hvað næsta skref hjá mér er?
Re: Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 19:44
af Cikster
http://en.wikipedia.org/wiki/Very_high_ ... ber_line_2VDSL2 deteriorates quickly from a theoretical maximum of 250 Mbit/s at source to 100 Mbit/s at 0.5 km (1,600 ft) and 50 Mbit/s at 1 km (3,300 ft), but degrades at a much slower rate from there, and still outperforms VDSL.
Sem þýðir bara að hann hefur verið að ljúga að þér. Þetta ljósnet eins og síminn kallar það er í götuskápnum þannig að línulengdin frá búnaðnum er eflaust ekki mikið meira en 100 metrar þannig að þeir ættu að geta boðið upp á mun meiri hraða en þeir gera í dag (samt ekki nálægt því sem ljósleiðarinn getur mögulega boðið).
Re: Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 20:24
af DabbiGj
Þetta miðar við möglulega bestu gæði á heimtaug o.s.f. þannig að þetta er bara það sem að síminn er að selja og ekki fræðilegur hámarkshraði sem að oftast næst bara í rannsóknarstofum en ekki við alvöru aðstæður.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:07
af Daz
Fyrir svo utan að hámarkshraði miðast líka við bandvídd í götuskáp og vænta nýtingu á þeirri tengingu. Svo verða þeir að velja sér einhver sölupunkt sem er líklegt að allir nái.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 21:14
af natti
daanielin skrifaði:Ég var að fá ljósnetið áðan (loksins) og allt voða gaman, fæ á þráðlausa netinu 20/18Mbps, en í vír fæ ég 50/20Mbps (skv. tæknimanninum sem setti þetta upp hjá mér hefur Ljósleiðari betri upload hraða á móti ljósnetinu, ljósleiðari nær 50/50, á meðan ljósnet nær 50/20 mest, getur e-h staðfest það?).
Síminn svaraði þessu nýlega í öðrum þræði:
Sjá:
viewtopic.php?f=18&t=43084&p=395254#p395254siminn skrifaði:Ljósleiðarinn og VDSL2 tengingar eru svo seldar sem Ljósnet Símans, óháð því hvaða burðarlag er um að ræða og verðið það sama. Eini munurinn er að upphraðinn (upload) á VDSL2 tengingum er minna en á ljósleiðarakerfinu eða 25mbit eins og staðan er í dag.
Þetta var ekki spurning um hvað staðallinn þolir undir einhverjum ákveðnum kringumstæðum.
(Til samanburðar þá styður ADSL staðallinn meiri hraða en þær tengingar sem að Síminn er að selja, og nógu mikið vandamál virðist það vera.)
Þarna spilar inn endabúnaðurinn þinn, búnaðurinn hjá Símanum, fjarlægð línu og gæði línu og fleiri þættir.
Ef að Síminn segir að ákveðin leið sem þeir selji nái að hámarki einhver X bandvídd (í þessu tilfelli 25Mb) þá er varla ástæða til að véfengja það neitt né kalla þá lygara... (Sbr athugasemdin frá Cikster)
Re: Ljósnet Símans
Sent: Fös 11. Nóv 2011 23:16
af Haxdal
þýðir lítið að nota torrent sem eitthvað benchmark, taktu alvöru hraðapróf og póstaðu þeim tölum.
sbr
http://www.siminn.is/adstod/netid/hradi/hradaprof/
Re: Ljósnet Símans
Sent: Lau 12. Nóv 2011 01:44
af chaplin
Notaði ekki torrent sem speedtest, notaði sjálft speedtest.net og fékk úr því uþb. 20/18, fæ þann hraða af Ísl. síðum, en af Ísl. torrentum fékk ég ekki nema nokkuð hundruð kB þanga til ég fiktaði.. smá.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Lau 12. Nóv 2011 02:45
af intenz
daanielin skrifaði:Notaði ekki torrent sem speedtest, notaði sjálft speedtest.net og fékk úr því uþb. 20/18, fæ þann hraða af Ísl. síðum, en af Ísl. torrentum fékk ég ekki nema nokkuð hundruð kB þanga til ég fiktaði.. smá.
Ég fæ alveg 52/20 í vír en bara 20/20 yfir WiFi, þó ég sé við hliðina á routernum.
Þannig ég held þetta sé bara eitthvað með routerana hjá þeim.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Lau 12. Nóv 2011 03:31
af haywood
ég er með ljósleiðara hjá tal..
http://speedtest.net/result/1587178340.pngmeð vír úr router
Re: Ljósnet Símans
Sent: Lau 12. Nóv 2011 21:59
af einarth
daanielin skrifaði: ljósleiðari nær 50/50, á meðan ljósnet nær 50/20 mest, getur e-h staðfest það?).
Sæll.
Ljósleiðarinn nær 100/100. Svo er misjafnt eftir þjónustuveitum hvort þær selja 100/100 eða 50/50.
Kv, Einar
Starfsmaður GR.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Lau 12. Nóv 2011 23:07
af gardar
einarth skrifaði:daanielin skrifaði: ljósleiðari nær 50/50, á meðan ljósnet nær 50/20 mest, getur e-h staðfest það?).
Sæll.
Ljósleiðarinn nær 100/100. Svo er misjafnt eftir þjónustuveitum hvort þær selja 100/100 eða 50/50.
Kv, Einar
Starfsmaður GR.
Á hann ekki að ná 1000/1000 eða býður endabúnaðurinn ykkar það ekki?
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 13. Nóv 2011 21:43
af einarth
Á hann ekki að ná 1000/1000 eða býður endabúnaðurinn ykkar það ekki?
Sæll.
Ljósleiðarinn sem slíkur nær miklu meira en Gigabit eins og þú kannski veist - en við erum ekki að selja meira hraða í dag en 100/100.
Nýjustu netaðgangstækin eru tilbúin í Gígabit - þarf aðeins að skipta um ljósbreytu sem er stungið inní þau.
Eldri tegundir þyrfti að skipta út til að fá meiri hraða en 100Mb.
Kv, Einar
Starfsmaður GR.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 13. Nóv 2011 22:21
af tdog
Einarth, er möguleiki að fá fasta ip tölu á netinu hjá ykkur, eða eru þær bara linkaðar á mac addressur ?
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 13. Nóv 2011 23:49
af einarth
tdog skrifaði:Einarth, er möguleiki að fá fasta ip tölu á netinu hjá ykkur, eða eru þær bara linkaðar á mac addressur ?
Sæll.
Þær eru alltaf tengdar við MAC addressu - en eru nokkuð fastar ef hún breytist ekki.
Kv, Einar.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Mán 14. Nóv 2011 01:05
af siggi83
Hvenær kemur Ljósnetið til Reykjanesbæjar?
Re: Ljósnet Símans
Sent: Mán 14. Nóv 2011 01:07
af svensven
Get ekki annað en öfundað ykkur sem eru komnir með ljósnet / vdsl.
Kom reyndar inn frá GR um daginn svona "áhuga könnun" blað og núna er bara að vona að það séu nógu margir í hverfinu mínu sem hafi sagt já, þó ég sé ekki bjartsýnn á það
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 20:26
af chaplin
Þetta er búið að vera svona sl. daga, fæ fullkominn upload hraða, en download er pinnfast á 12Mb/s. Sama hvað ég tala við "tæknisviðið" hjá Símanum að þá fæ ég alltaf þau svör að svokölluð "Speedtest" eru ómarktæk og koma bara með "rangar" niðurstöður. Samt sem áður sagði maðurinn við mig sem setti routerinn hjá mér að fara á "speedtest.net" og sjá hvort ég sé að fá réttan hraða, þá fékk ég 45/21 Mb/s.
Breytir engu ef ég slekk á öllum tækjum/forritum sem nota netið, það er bara pikkfest í 12 MB/s.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 20:27
af Viktor
daanielin skrifaði:[img]
Þetta er búið að vera svona sl. daga, fæ fullkominn upload hraða, en download er pinnfast á 12Mb/s. Sama hvað ég tala við "tæknisviðið" hjá Símanum að þá fæ ég alltaf þau svör að svokölluð "Speedtest" eru ómarktæk og koma bara með "rangar" niðurstöður. Samt sem áður sagði maðurinn við mig sem setti routerinn hjá mér að fara á "speedtest.net" og sjá hvort ég sé að fá réttan hraða, þá fékk ég 45/21 Mb/s.
Breytir engu ef ég slekk á öllum tækjum/forritum sem nota netið, það er bara pikkfest í 12 MB/s.
http://www.siminn.is/adstod/netid/hradi/
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 20:29
af MatroX
daanielin skrifaði:Þetta er búið að vera svona sl. daga, fæ fullkominn upload hraða, en download er pinnfast á 12Mb/s. Sama hvað ég tala við "tæknisviðið" hjá Símanum að þá fæ ég alltaf þau svör að svokölluð "Speedtest" eru ómarktæk og koma bara með "rangar" niðurstöður. Samt sem áður sagði maðurinn við mig sem setti routerinn hjá mér að fara á "speedtest.net" og sjá hvort ég sé að fá réttan hraða, þá fékk ég 45/21 Mb/s.
Breytir engu ef ég slekk á öllum tækjum/forritum sem nota netið, það er bara pikkfest í 12 MB/s.
prufaðu þetta
http://www.siminn.is/adstod/netid/hradi/hradaprof/ og póstaðu niðurstöðum úr statistics og more details
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 20:56
af chaplin
Búinn að prófa þetta líka, kemur bara mun verr út.
Þar sem ég næ ekki að afrita textann með hinni hefbundnu CTRL+C aðferð þá posta ég því mikilvægasta.
8.34/13.84 Mb/s
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 20:57
af MatroX
það á að vera svona copy takki þarna þar sem þetta sem þú póstaðir segir mér bara ekki neitt
Re: Ljósnet Símans
Sent: Sun 20. Nóv 2011 21:01
af chaplin
Copy takkinn er grár og því ekki hægt að ýta á hann.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Mán 21. Nóv 2011 11:57
af natti
Ertu að prufa hraðatestið yfir wireless eða wired?
Re: Ljósnet Símans
Sent: Mán 21. Nóv 2011 12:03
af chaplin
natti skrifaði:Ertu að prufa hraðatestið yfir wireless eða wired?
Prófaði bæði, annars sendi Síminn mér póst í gegnum vaktina í gær þar sem einn af þeirra mönnum sagðist ætla reyna að redda þessu hjá mér, fá stóran plús í kladdann fyrir það.
Re: Ljósnet Símans
Sent: Mán 21. Nóv 2011 12:29
af Daz
Ef hraðatest gefa rangar tölur, hvað með að sækja hraðatest skjölin frá
http://static.hugi.is/misc/ , eða sækja ISO myndir frá
ftp://ftp.rhnet.is/ ? Þau ættu bæði að "maxa" tenginguna þína hefði ég vonað.