Síða 1 af 1
Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 11:50
af niCky-
Býður síminn upp á ljósleiðara? Er hjá símanum með venjulegt ADSL í hverfi sem ljósleiðari er komið í, get ég fengið ljósleiðaraþjónustu frá símanum ?
Re: Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 11:51
af Sucre
Síminn var að byrja að bjóða uppá ljósleiðara tengingu á Akureyrar ljósleiðara kerfinu.
Re: Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 12:19
af marijuana
skv siminn.is þá bjóða þeir ekki uppá ljósleiðara....
Re: Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 13:08
af worghal
þeir eru með ljósnet.
semsagt ljós upp í stöð í hverfinu þínu og svo vír þaðan í hús, minnir mig.
því stittri vegalengd því meiri hraði.
Re: Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 13:11
af dori
Hvernig væri bara að hringja í Símann? Þetta fer rosalega mikið eftir því hvar þú ert staðsettur.
Ég held að ég sé ekki að fara með neinar fleipur þegar ég segi að Síminn býður ekki uppá ljósleiðaratengingu yfir Gagnaveitu Reykjavíkur. Síminn er hins vegar sjálfur með ljósleiðarakerfi og bjóða uppá tengingar yfir það. Það er markaðssett til einstaklinga undir nafninu "Ljósnet Símans" ásamt VDSL tengingum (s.s., "ljósnetið" er ljósleiðari þar sem það er í boði eða VDSL þar sem það er í boði).
En aftur, hringja í 8007000 og spurja hvaða tengingar eru í boði fyrir götuna sem þú býrð í. Það tekur innan við 10 mínútur...
Re: Býður síminn upp á ljósleiðara?
Sent: Fim 10. Nóv 2011 13:43
af siminn
Sælir,
Notandinn Dori svarar þessu eiginlega bara fyrir okkur.
Síminn selur ljósleiðaratengingar já, bæði á okkar eigin kerfi og á ljósleiðarakerfi Tengis á Akureyri sem er bara nýskeð.
Það er algengur misskilningur að Síminn sé ekki með ljósleiðara og einunigs VDSL2 tengingar sem er ekki rétt. Ljósleiðarinn og VDSL2 tengingar eru svo seldar sem Ljósnet Símans, óháð því hvaða burðarlag er um að ræða og verðið það sama. Eini munurinn er að upphraðinn (upload) á VDSL2 tengingum er minna en á ljósleiðarakerfinu eða 25mbit eins og staðan er í dag.
Okkar eigin ljósleiðaratengingar eru víða en VDSL2 kerfið okkar hefur miklu stærri útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu sem mun þéttast enn frekar á næstu vikum og mánuðum.
Þú getur hringt í okkur í 8007000 eða sent okkur skilaboð hér á Vaktinni og við getum sagt þér hvaða möguleika þú hefur, allt eftir því hvar þú býrð.
kveðja,
Guðmundur hjá Símanum