Síða 1 af 1
Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:09
af Magneto
Var að setja saman nýja turntölvu og ég næ ekki að tengjast netinu, þ.e. Windows eða tölvan nær ekki að "detect" network (já ég er með netsnúru tengda)
eitt annað vandamál er að ég næ ekki að láta full screen á skjánum mínum (alltaf svart í kringum), er með HDMI snúru tengda og það er 1080p í gangi en ég næ einhvernveginn ekki að láta koma algjörlega fullscreen, er samt búinn að installa drivers fyrir HD 6950
(ps. veit að þetta er ekki rétti staðurinn til að setja þetta vandamál en ég vildi ekki vera búa til tvo þræði..)
Öll hjálp vel þeginn því mig langar bara að geta kippt þessu öllu í lag svo ég geti farið að spila BF3
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:12
af ScareCrow
Þarft líklegast móðurborðs driver.
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:15
af Magneto
ScareCrow skrifaði:Þarft líklegast móðurborðs driver.
er búinn að installa því held ég alveg örugglega, setti diskinn í og ýtti á run og ehv.
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:17
af snaeji
Þarft örugglega að setja upp drivera fyrir netkortið og stilla upplausnina í eh stillingum í radeon forriti (þekki ekkert ati stillingamál)
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:19
af Magneto
er netkortið ekki bara í móðurborðinu?
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:22
af Magneto
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:28
af MCTS
Getur hægri klikkað á computer og farið i manage og svo í device manager og séð hvaða drivera vantar að laga eða uppfæra
en ef þú ert með aðra nettengda tölvu þá geturðu náttúrulega farið þar og dl netkorts drivernum og liklega display driver og sett það svo upp á hinni vélini gegnum usb lykil en þetta ætti örugglega allt að vera á móðurborðsdisknum en það er spurning hvort þú þurfir að installa einhverju sér þar að segja ef þetta kemur ekki allt i einu þegar þú gerir run þetta er allavega hugmynd ég er svosem ekki vel sjóaður í þessu þótt maður sé nýlega búinn að vera að læra um svona hluti vonandi hjálpar þetta allavega eitthvað
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:29
af SolidFeather
ethernet enabled í bios? Win 7 ætti nú að vera með einhverja default drivers fyrir netið.
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:36
af mundivalur
start/hægri klikk á computer/manage/device manager og sjá hvort allir driverar eru komnir inn, gult merki ef það vantar eitthvað!
Catalyst control / my digital flatp. og prufa scaling options
Re: Næ ekki að tengjast neti í nýrri tölvu...
Sent: Lau 05. Nóv 2011 17:56
af Magneto
takk kærlega fyrir hjálpina
það sem ég þurfti að gera var að installa öllum driverunum af disknum sem fylgdi með móðurborðinu, slökkva á ljósleiðara og ráder og þá var netið komið
svo þurfti ég bara að fara í Catalyst Control Center og breyta scale þangað til það fyllti ú í skjáinn og þá var það komið