Wireless repeater - auka virkni þráðlausa net
Sent: Fös 28. Okt 2011 22:25
Hæhæ,
Mig vantar smá aðstoð. Þannig er mál með vexti að heima hjá mér eru það þykkir veggir að þráðlausa netið drífur afskaplega stutt, eiginlega alveg fáránlegt. Routerinn er staðsettur inni hjá mér og ég get varla tengst því í stofunni, sem eru ekki nema 12-15 skref frá.
Núna erum við komin með ljósleiðara loksins í íbúðina og því loksins farin að reyna gera eitthvað í þessum málum svo það sé hægt að vera með tölvu tengt þráðlaust í stofunni, og jafnvel vera á þráðlausa netinu í öðrum svefnherbergjum í íbúðinni.
Mér var ráðlagt í einni tölvubúð að fjárfesta í http://www.trendnet.com/products/proddetail.asp?prod=140_TEW-638APB á blaði virðist þetta eiga að gera nákvæmlega það sem ég er að leita að, þ.e. að vera framlenging á þráðlausa netinu mínu.
Þegar ég set þetta upp er ég með þetta tengt m. snúru við routerinn minn, í rafmagn að sjálfsögðu og set þetta svo upp í gegnum instructions disk sem fylgdi með. Hægt er að setja upp bæði eitthvað sem heitir "AP Client mode" og "Access point" ég er búinn að prófa bæði en ekki einu sinni hefur mér tekist að fá þetta til að virka sem skyldi.
Einu sinni tókst mér að tengjast þráðlaust inn á þetta box, og komast á netið en það var þegar þetta var tengt með snúru í routerinn minn og hjálpar það mér ekki neitt því ég vil að þetta gadget sé inn í stofu hjá mér. Spurningarnar mínar eru því eftirfarandi
-Er ég að gera eitthvað vitlaust?
-Er þetta hægt? þ.e. get ég ekki látið þetta virka eins og ég vil s.s. sem framlenging á netinu mínu, alveg sjálfstætt, ekki tengt við routerinn sjálfan heldur að unitið sé wireless að tengjast þráðlausa netinu og forwarda því svo áfram?
Vona þið skiljið hvert ég er að fara og vona það innilega það sé hægt að leysa þetta og ég sé bara gera eitthvað vitlaust. Hefur einhver reynslu að svona gadgeti eða svipuðum búnað og getur leiðbeint mér?
Mig vantar smá aðstoð. Þannig er mál með vexti að heima hjá mér eru það þykkir veggir að þráðlausa netið drífur afskaplega stutt, eiginlega alveg fáránlegt. Routerinn er staðsettur inni hjá mér og ég get varla tengst því í stofunni, sem eru ekki nema 12-15 skref frá.
Núna erum við komin með ljósleiðara loksins í íbúðina og því loksins farin að reyna gera eitthvað í þessum málum svo það sé hægt að vera með tölvu tengt þráðlaust í stofunni, og jafnvel vera á þráðlausa netinu í öðrum svefnherbergjum í íbúðinni.
Mér var ráðlagt í einni tölvubúð að fjárfesta í http://www.trendnet.com/products/proddetail.asp?prod=140_TEW-638APB á blaði virðist þetta eiga að gera nákvæmlega það sem ég er að leita að, þ.e. að vera framlenging á þráðlausa netinu mínu.
Þegar ég set þetta upp er ég með þetta tengt m. snúru við routerinn minn, í rafmagn að sjálfsögðu og set þetta svo upp í gegnum instructions disk sem fylgdi með. Hægt er að setja upp bæði eitthvað sem heitir "AP Client mode" og "Access point" ég er búinn að prófa bæði en ekki einu sinni hefur mér tekist að fá þetta til að virka sem skyldi.
Einu sinni tókst mér að tengjast þráðlaust inn á þetta box, og komast á netið en það var þegar þetta var tengt með snúru í routerinn minn og hjálpar það mér ekki neitt því ég vil að þetta gadget sé inn í stofu hjá mér. Spurningarnar mínar eru því eftirfarandi
-Er ég að gera eitthvað vitlaust?
-Er þetta hægt? þ.e. get ég ekki látið þetta virka eins og ég vil s.s. sem framlenging á netinu mínu, alveg sjálfstætt, ekki tengt við routerinn sjálfan heldur að unitið sé wireless að tengjast þráðlausa netinu og forwarda því svo áfram?
Vona þið skiljið hvert ég er að fara og vona það innilega það sé hægt að leysa þetta og ég sé bara gera eitthvað vitlaust. Hefur einhver reynslu að svona gadgeti eða svipuðum búnað og getur leiðbeint mér?