Síða 1 af 1

[HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 18:49
af astro
Ég er með 50MB ljósleiðara hjá VODAFONE.

Fór í dag og keypti mér Cisco Linksys E1000 router sem styður N(300mb/s) staðalinn í wireless.

Hookaði honum upp og gerði speedtest og fæ bara sama og ég fékk með gamla zyxel routernum sem var einungis G staðall (fæ ekki hraðar en 17-18Mb/s)
þannig að ég fór að hugsa, ég er með USB netkort sem stendur á pakkningunum að eigi að vera staðall b/g/"n", eru þessi USB wireless kort bara drasl eða er ég
eithvað að miskilja þetta?

Ég tengdi snúru og fékk 54Mb/s þannig að ég er búinn að greina þetta sem pottþétt wireless vandamál með hraðann, hvað skal gera ? kaupa mér PCI kort ? Lagast þetta þá ?

Endilega komið með lausn á þessu þið sem eruð með ljósleiðara í þráðlausu ;)

Takk.

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 18:52
af Kristján
ef þetta er usb kort er það þá ekki á hraða usb, sem er væntanlega miklu minni en td pcie

ekki viss samt

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 20:05
af astro
Kristján skrifaði:ef þetta er usb kort er það þá ekki á hraða usb, sem er væntanlega miklu minni en td pcie

ekki viss samt


Það sem mér dettur í hug, ég er með KINAMAX High-power Wireless-N USB Adapter.

Enginn hérna með PCI/PCI-E þráðlaust netkort sem getur ráðlagt mér ? :)

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 20:10
af mind
USB2 er hraðara en 17-18Mb/s

Ef það eru fleiri hlutir að tengjast routernum þá stilla þeir sig yfirleitt á rás tækisins sem er með lægstu bandvíddina.

Ef þú ert með 3 tölvur og:
2x hafa N
1x hefur G
Þá að öllu jöfnu stillir routerinn sig á G staðalinn.

Er tölvan á óhentugum stað fyrir þráðlaust ?
Er tölvan að synca á 300 eða bara 54 á þráðlausa ?

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 20:18
af astro
mind skrifaði:USB2 er hraðara en 17-18Mb/s

Ef það eru fleiri hlutir að tengjast routernum þá stilla þeir sig yfirleitt á rás tækisins sem er með lægstu bandvíddina.

Ef þú ert með 3 tölvur og:
2x hafa N
1x hefur G
Þá að öllu jöfnu stillir routerinn sig á G staðalinn.

Er tölvan á óhentugum stað fyrir þráðlaust ?
Er tölvan að synca á 300 eða bara 54 á þráðlausa ?


Sæll, tölvan er í um 8 metra fjarlægð frá routernum og allt opið á milli og ætti að vera frábært signal.

Hvernig get ég séð hvort hún sé að synca á 300 eða 54? :baby

*edit* sé í status: Speed: 65Mbps

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 22:03
af OverClocker
Getur verið að þú sért með WEP lykil? ef svo er breyttu yfir í WPA eða WPA2. Linksys vill ekki keyra N á WEP "öryggi".

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Þri 25. Okt 2011 23:29
af astro
OverClocker skrifaði:Getur verið að þú sért með WEP lykil? ef svo er breyttu yfir í WPA eða WPA2. Linksys vill ekki keyra N á WEP "öryggi".


Sæll, er með WPA & WPA2 Mixed.. kemur default þannig, búinn að prufa bæði sér.

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Mið 26. Okt 2011 09:59
af Some0ne
Ertu búinn að prófa hvaða throughput hraða þú færð í gegnum? Geturu farið inní viðmótið á routernum og stillt hann á 5Ghz í stað 2,4? Flestir routerar ná mun meiri hraða á 5Ghz, þ.a.s ef að þeir styðja það. Hinsvegar skaltu ekki búast við því að ná nokkurntímann 300mps í gegnum Wifið þótt að N staðalinn segi þetta.

Í besta falli ættiru að ná 80-90mbps, þ.a.s 8-10mb á sek flutningi í gegnum wifið, og það væri þá nokkuð gott.

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Mið 26. Okt 2011 10:40
af Trogmyer89
Einnig getur skipt máli hvaða channel þú ert að keyra á, ef þetta er fjölbýli og ef margir eru á default channels sem eru hjá símfyrirtækjunum þá getur það verið að trufla hraðan, einnig getur járnabinding í húsinu truflað, og alskonar hlutir, málið er að Þráðlaust net er svo óáreyðanlegt að það er ekki eðlilegt, nærð aldrei uppsettum hraða á þráðlausu neti nema þú setjir vélina upp við routerin þá kannski nærðu því...

Mæli með að þú reddir þér Wifi analyzer til að kanna með hvaða channels eru að runna í kringum þig og stilla á channel sem er ekki í notkun ;-)

lagaðist allavega helling hjá mér við það.

Annars þá nota ég bara snúru.. sem er lang best

Re: [HJÁLP] Wireless-N hraði

Sent: Mið 26. Okt 2011 23:50
af mind
Færðu wireless channel á eitthvað annað en 5-10

Og breyttu svo 20 Mhz yfir í 40 mhz á routernum til að fá channel bonding inn.
Athugaðu samt að ef þú ert með eitthvað tæki sem styður ekki 300 N þá stillir routerinn sinn niður(eða þú þarft að gera það) aftur á 20 Mhz.