Sidebar Gadget til að fylgjast með (erlendu) gagnamagni
Sent: Mið 12. Okt 2011 02:48
Jæja, þá er komið að því, ég var að klára grunninn að gadget tóli sem hjálpar manni að fylgjast með (erlendu) gagnamagni og eins og er þá virkar það bara fyrir Nova og Tal en planið er að sjálfsögðu að fá það til að virka fyrir alla svo þið sem eruð ekki hjá Nova eða Tal endilega sendið mér póst með link og source á síður sem sýna gagnamagnið hjá ykkur. Ef það þarf að logga sig inn fyrst þá þarf ég link og source á því líka
Nú spyrja annars sumir sig eflaust afhverju ég er með Nova inní þessu þar sem þeir bjóða nú ekki beint uppá nettengingar en það er vegna þess að þegar ég byrjaði á að búa þetta gadget til þá var ég tímabundið að deila netinu í símanum mínum með tölvunni og hafði farið nokkrum sinnum yfir gagnamagnið sem ég hafði keypt inná símann án þess að fatta það sem varð til þess að símainneignin kláraðist en það er ódýrara að kaupa gagnamagn hjá Nova frekar en að nota inneignina svo ég var að tapa smá pening á því. Svo notar fólk líka stundum netpunga og þá kemur sér vel að geta séð gagnamagnið
Edit: ATH! Ég þarf reyndar líka að fá hostname-ið sem þið fáið á nettengingunni ykkar. Þarf samt ekki allt, bara endan á því, t.d. þeir sem eru hjá Tal eru með hostname sem endar á hive.is. En talandi um Tal þá megiði líka láta mig vita ef ykkar hostname endar á einhverju öðru en hive.is. Þið getið séð ykkar hostname á MyIP.is. Og svo væri líka gott að vita hvort þeir sem eru með ADSL séu nokkuð að fá eitthvað annað hostname en þeir sem eru með ljósleiðara.
Update #1: Kominn með Vodafone
Update #2: Kominn með Símann
Update #3: Útgáfa 1.0 tilbúin!
Update #4: Útgáfa 1.2 tilbúin!
Update #5: Útgáfa 1.2.1.0 tilbúin, smávægilegur galli lagaður
Update #6: Útgáfa 1.3.3.7 tilbúin, fleiri gallar lagaðir og útlitsstillingum bætt við
Update #7: Útgáfa 1.3.3.8 tilbúin, smá leiðindagalli lagaður og örlitlar viðbætur
Útgáfa 1.0: Jæja, þá er tólið loksins tilbúið til notkunar og þið getið nálgast það á skari.is/gadgets
Þessi fyrsta útgáfa tólsins er eins og áður segir tilbúin til notkunar en ég get ekki ábyrgst að það virki hjá öllum en það ætti að virka hjá þeim sem eru með nettengingu hjá Nova, Símanum, Tal eða Vodafone. Ef þið lendið í því að þetta virkar ekki hjá ykkur og þið eruð hjá einhverjum af þessum aðilum þá megið þið endilega láta mig vita og það væri þá gott að fá þær upplýsingar sem ég óska eftir hér að ofan með. Þið sem eruð hjá einhverjum öðrum netþjónustuaðilum megið líka endilega hafa samband með sömu upplýsingar svo ég geti bætt þeim við tólið.
Útgáfa 1.2: Lagaði aðeins sjálfvirknifídusinn, nú ætti þetta að finna þá sem eru hjá Símanum eða Vodafone sjálfkrafa. Ekki gleyma samt að það þarf svo að setja inn notendanafn og lykilorð í stillingunum svo tólið geti nálgast réttar upplýsingar. Sjálfvirknifídusinn þarf ekkert nauðsynlega að vera valinn, hann er aðallega hugsaður fyrir þá sem eru að nota meira en eina nettengingu.
Útgáfa 1.2.1.0: Lagaði smá galla sem kom upp eftir síðustu breytingar. Tólið ætti að virka betur núna.
Útgáfa 1.3.3.7: Gagnamagn ætti nú að koma rétt hjá öllum. Bætti svo við útlitsstillingum og svo athugar tólið sjálfvirkt einu sinni á dag með nýja útgáfu.
Útgáfa 1.3.3.8: Leiðinlegur galli lagaður þar sem Internet Explorer gluggi með gagnamagnssiðu átti það til að opnast öðru hverju hjá sumum (aðallega þeim sem eru hjá Vodafone). Bætti svo við að ef smellt er á titilinn þá opnast síða með nánari upplýsingum um netnotkun og svo er núna hægt að athuga nýjar uppfærslur í stillingunum, sjálfvirka athugunin heldur samt að sjálfsögðu áfram.
Nú spyrja annars sumir sig eflaust afhverju ég er með Nova inní þessu þar sem þeir bjóða nú ekki beint uppá nettengingar en það er vegna þess að þegar ég byrjaði á að búa þetta gadget til þá var ég tímabundið að deila netinu í símanum mínum með tölvunni og hafði farið nokkrum sinnum yfir gagnamagnið sem ég hafði keypt inná símann án þess að fatta það sem varð til þess að símainneignin kláraðist en það er ódýrara að kaupa gagnamagn hjá Nova frekar en að nota inneignina svo ég var að tapa smá pening á því. Svo notar fólk líka stundum netpunga og þá kemur sér vel að geta séð gagnamagnið
Edit: ATH! Ég þarf reyndar líka að fá hostname-ið sem þið fáið á nettengingunni ykkar. Þarf samt ekki allt, bara endan á því, t.d. þeir sem eru hjá Tal eru með hostname sem endar á hive.is. En talandi um Tal þá megiði líka láta mig vita ef ykkar hostname endar á einhverju öðru en hive.is. Þið getið séð ykkar hostname á MyIP.is. Og svo væri líka gott að vita hvort þeir sem eru með ADSL séu nokkuð að fá eitthvað annað hostname en þeir sem eru með ljósleiðara.
Update #1: Kominn með Vodafone
Update #2: Kominn með Símann
Update #3: Útgáfa 1.0 tilbúin!
Update #4: Útgáfa 1.2 tilbúin!
Update #5: Útgáfa 1.2.1.0 tilbúin, smávægilegur galli lagaður
Update #6: Útgáfa 1.3.3.7 tilbúin, fleiri gallar lagaðir og útlitsstillingum bætt við
Update #7: Útgáfa 1.3.3.8 tilbúin, smá leiðindagalli lagaður og örlitlar viðbætur
Útgáfa 1.0: Jæja, þá er tólið loksins tilbúið til notkunar og þið getið nálgast það á skari.is/gadgets
Þessi fyrsta útgáfa tólsins er eins og áður segir tilbúin til notkunar en ég get ekki ábyrgst að það virki hjá öllum en það ætti að virka hjá þeim sem eru með nettengingu hjá Nova, Símanum, Tal eða Vodafone. Ef þið lendið í því að þetta virkar ekki hjá ykkur og þið eruð hjá einhverjum af þessum aðilum þá megið þið endilega láta mig vita og það væri þá gott að fá þær upplýsingar sem ég óska eftir hér að ofan með. Þið sem eruð hjá einhverjum öðrum netþjónustuaðilum megið líka endilega hafa samband með sömu upplýsingar svo ég geti bætt þeim við tólið.
Útgáfa 1.2: Lagaði aðeins sjálfvirknifídusinn, nú ætti þetta að finna þá sem eru hjá Símanum eða Vodafone sjálfkrafa. Ekki gleyma samt að það þarf svo að setja inn notendanafn og lykilorð í stillingunum svo tólið geti nálgast réttar upplýsingar. Sjálfvirknifídusinn þarf ekkert nauðsynlega að vera valinn, hann er aðallega hugsaður fyrir þá sem eru að nota meira en eina nettengingu.
Útgáfa 1.2.1.0: Lagaði smá galla sem kom upp eftir síðustu breytingar. Tólið ætti að virka betur núna.
Útgáfa 1.3.3.7: Gagnamagn ætti nú að koma rétt hjá öllum. Bætti svo við útlitsstillingum og svo athugar tólið sjálfvirkt einu sinni á dag með nýja útgáfu.
Útgáfa 1.3.3.8: Leiðinlegur galli lagaður þar sem Internet Explorer gluggi með gagnamagnssiðu átti það til að opnast öðru hverju hjá sumum (aðallega þeim sem eru hjá Vodafone). Bætti svo við að ef smellt er á titilinn þá opnast síða með nánari upplýsingum um netnotkun og svo er núna hægt að athuga nýjar uppfærslur í stillingunum, sjálfvirka athugunin heldur samt að sjálfsögðu áfram.