Síða 1 af 1

File, shortcuts og icons vandamál.

Sent: Lau 01. Okt 2011 15:46
af Lexxinn
Jæja vaktarar nú treysti ég á ykkar hjálp.

Rétt í þessu ætlaði ég að opna file sem bróðir minn var að senda mér þar sem hann er að búa til tónlist. Þegar ég opna fileinn kemur einhver villa upp og ég næ að loka henni en þegar það er yfirstaðið hafa öll icon og shortcuts breyst í ".lnk" filea þannig að ég næ nánast ekki að starta einu einasta forriti án vesens.

Edit: Semsagt eins vel og ég get lýst þá virka öll icons sem linkar í browserinn. Allt opnast í chrome eins og ég sé að byrja downloada file. Einnig eru nánast öll icon með GoogleChrome merkinu á hvítu blaði.

Hefur einhver eithvað ráð til þess að breyta þessu til baka?

Re: File og shortcuts

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:00
af AntiTrust
Hljómar bara eins og feitur vírus, nema þessi "villa" sem þú talar um hafi verið samþykki um regedit breytingar og þú hafir bara ýtt á Yes?

Re: File og shortcuts

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:19
af Lexxinn
AntiTrust skrifaði:Hljómar bara eins og feitur vírus, nema þessi "villa" sem þú talar um hafi verið samþykki um regedit breytingar og þú hafir bara ýtt á Yes?


Nei, það var spurt í hvaða forriti ég ætlaði að opna fileinn og ég ætlaði að opna þetta í VLC vegna þess að hann átti að spila þetta og gerir það hjá bróður mínum. En svo breyttist þetta og ég er í stórum vandræðum þar sem ég er að læra undir próf og tölvan er must þar og ég get ekki opnað word eða neitt. Get aðeins notað þau forrit sem voru opin fyrir.

Edit: Já villan. Hún var að VLC crashaði þegar ég reyndi að opna þetta í honum.

Re: File, shortcuts og icons vandamál.

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:26
af ManiO
Búinn að shift+hægri klikka á skjal og velja open with?

Re: File, shortcuts og icons vandamál.

Sent: Lau 01. Okt 2011 16:33
af Lexxinn
ManiO skrifaði:Búinn að shift+hægri klikka á skjal og velja open with?


Já, en ég geri mér ekki grein fyrir því hvað ég á að velja. T.d. ef ég ætla opna dropbox eða word hvað á ég þá að velja því það kemur ekki upp.

Edit: Núna bjó ég bara til shortcut á desktop af word og onaði það með að velja open with eins og ManiO talar um hérna. En þá breytast öll iconin í word og allt ætlar að opnast þannig einnig kemur alltaf upp einhver gluggi sem heitir "File conversion - wordicon.exe" þegar ég opna wordið og þa´þarf ég að velja encoding.

Re: File, shortcuts og icons vandamál.

Sent: Lau 01. Okt 2011 18:24
af hagur

Re: File, shortcuts og icons vandamál.

Sent: Lau 01. Okt 2011 23:23
af Lexxinn


Haha heyrðu datt í hug að kíkja á þráðinn og posta þessu því akkurat þetta bjargaði mér :)