Gúrú skrifaði:tdog skrifaði:Var ekki einhver ICANN regla sem bannar ISPs að rukka fyrir fasta IP?
Þó svo væri, og þó henni væri fylgt eftir, þá fengirðu samt að borga fyrir tíma tæknimannsins.
Þetta hefur verið sett fram í hinum ýmsu umræðum, að ekki megi rukka fyrir fasta ip tölu.
Hef ekki séð neinar upplýsingar sem styðja þá fullyrðingu.
Einu sem ég hef séð vitnað í eru samningarnir sem eru milli RIR og ISP(LIR) þar kemur fram að ef að ISPinn ætlar að hætta að nota tölurnar, þá verður hann að skila þeim en getur ekki áframselt.
(Fyrir langalöngu var þessu klausa ekki inni. Nortel var t.d. ekki bundið af þessu þegar þeir seldu Microsoft ip tölurnar sínar fyrir $7.5 milljón dollara.
En staðreyndin er sú, að það er töluvert algengt að fyrirtæki(úti í hinum stóra heimi) rukki fyrir fasta ip tölu. (Frá 5 og upp í 25 dollara á mánuði).
Hjá mörgum ISP er jafnvel ekki einusinni í boði fyrir "venjulega" notendur að fá fasta ip (ekkert sem skyldar ISPann að bjóða upp á fasta ip).
Og líka dæmi um að til að geta fengið fasta ip tölu þá þurfiru að kaupa "premium" áskrift eða e-ð sambærilegt, bara til þess að geta beðið um fasta ip.
Þannig hækkar mánaðarverðið umtalsvert, og þá fyrir utan hvort að það er rukkað sérstaklega fyrir fasta ip eða ekki.
Sumstaðar getur kostnaðurinn við eina fasta ip tölu hlaupið á mörgum þúsundköllum á mánuði.
(Amk nógu mikið til þess að fyrirtæki sem eru með lítið útibú/skrifstofu á afskekktum stað, tíma ekki að borga fyrir fasta ip á nettengingum þessa útibúa.)
Ath ég er ekki að réttlæta þetta fast-ip-gjald, bara að benda á að þetta viðgengst á heimsvísu.
En hvað er málið með þessar fjórar krónur (504)? Afhverju ekki bara 500kr?