Síða 1 af 1

Varðandi routera

Sent: Þri 27. Sep 2011 15:08
af schaferman
Hvað gerist ef ég tengi netsnúru úr aðal routernum tompson,,,,,og yfir í annan router Linksys 2,4 wireless g broadband,,,,,,,,,,,,get ég þá bætt þráðlausa signalið heima eða?

Re: Varðandi routera

Sent: Þri 27. Sep 2011 16:36
af arnif
getur notað hinn routerinn sem repeater...ef það er ekki stilling á routernum skoðaðu þá þetta

Re: Varðandi routera

Sent: Þri 27. Sep 2011 16:41
af einarth
schaferman skrifaði:Hvað gerist ef ég tengi netsnúru úr aðal routernum tompson,,,,,og yfir í annan router Linksys 2,4 wireless g broadband,,,,,,,,,,,,get ég þá bætt þráðlausa signalið heima eða?


Já þú getur það - tengir úr einhverju lan tengin á Thomson í eitthvað lan tengi á Linksys. Síðan stillirðu wireless á Linksys með sama SSID og öryggisstillingar og Thomson - en notar hinsvegar aðra rás (1,6,11).

Einnig þarftu að slökkva á DHCP server í Linksys routernum til að hann sé ekki að úthluta ip tölum í kapp við Thomson'inn.

N.b. wireless repeater er notaður ef þú vilt framlengja þráðlausu merki án þess að koma netsnúru í búnaðinn. Betra að gera þetta svona, þ.e. nota Linksys sem wireless AP frekar en að nota hann sem repeater.

Kv, Einar

Re: Varðandi routera

Sent: Þri 27. Sep 2011 17:46
af schaferman
einarth skrifaði:
schaferman skrifaði:Hvað gerist ef ég tengi netsnúru úr aðal routernum tompson,,,,,og yfir í annan router Linksys 2,4 wireless g broadband,,,,,,,,,,,,get ég þá bætt þráðlausa signalið heima eða?


Já þú getur það - tengir úr einhverju lan tengin á Thomson í eitthvað lan tengi á Linksys. Síðan stillirðu wireless á Linksys með sama SSID og öryggisstillingar og Thomson - en notar hinsvegar aðra rás (1,6,11).

Einnig þarftu að slökkva á DHCP server í Linksys routernum til að hann sé ekki að úthluta ip tölum í kapp við Thomson'inn.

N.b. wireless repeater er notaður ef þú vilt framlengja þráðlausu merki án þess að koma netsnúru í búnaðinn. Betra að gera þetta svona, þ.e. nota Linksys sem wireless AP frekar en að nota hann sem repeater.

Kv, Einar


Takk fyrir þetta,,,,,,,en er ekki að skilja baun í þessu,,sorry,,,yrði að fá einhvern til að redda þessu,, langaði bara að bæta þráðlausa merkið hér inní húsinu,, og get víst ekki notað þennan linksys eingöngu því ég tek líka sjónvarpið gegn um adsl, og þessi tomson er með sér tengi fyrir það