Síða 1 af 1

Er C# hæft fyrir production eða end-user

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:09
af Athena.V8
Ef maður væri að fara hanna forrit fyrir desktoppið væri einhvað vit í því að nota C# s.s.
Hvað með end-user distribution er það ekki bara að bootstrappa .net og gera

Kóði: Velja allt

dotnet.exe /q /norestart

At install-time

Re: Er C# hæft fyrir production not

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:19
af x le fr
Jájá, ég held að það sé alveg mjög fínt. Hef ekki beint mikla reynslu af því, en það ætti að duga vel. Almennt. Microsoft eru amk. að reyna að vanda sig!

Með end-user distribution þá þekki ég það ekki, en ég er alveg handviss að Microsoft eru með einhverja þokkalega góða leið til að láta þetta virka. Félagi minn hefur releasað litlu forriti, það fylgir þá einhver .NET gaur með (eða hvort hann downloadast af sjálfu sér?), en það keyrist allavega upp einhver redistributable installer sem setur allt þar sem það á að vera. Eftir það keyrist forritið, og þetta bara virkar.

Að mínu mati er aðallega mikilvægt að nota mál sem manni finnst þægilegt að tjá sig í. Það tekur náttúrulega smá tíma að læra á hlutina þannig að maður veit ekki fyrirfram hvað maður fílar ... Best er að nota eitthvað sem er þægilegt, af því þá nennir maður frekar að sitja við og klára. Það er hægt að gera allt í öllu :) Svona sirka ...

C# er síðan með frekar fínan infrastrúktúr og hjálpartól til að láta allt virka. Þannig að já.

Er að vinna í verkefni sem notar Qt og C++ og það er fokken frábært ... en ég mæli ekki sérstaklega með C++ fyrir byrjendur, of mörg trix og of margt "magic" í minnismeðhöndlun til að það sé þess virði. Þá er C# einmitt mjög nice - það virkar bara.

Um að gera svo að nota öll hjálpartólin. Rosa fínt ef maður hittir á góða bók. Best að kíkja í nokkrar tutorialbækur og finna einhvera sem er virðist þokkalega góð og talar svolítið til manns, og svo bara pína sig til að byrja og gera verkefnin :)

-- hehe sorry þetta varð að standard byrjendaræðunni ... ignoraðu bara partana sem eiga ekki við :)

Re: Er C# hæft fyrir production not

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:29
af Athena.V8
x le fr skrifaði:Jájá, ég held að það sé alveg mjög fínt. Hef ekki beint mikla reynslu af því, en það ætti að duga vel. Almennt. Microsoft eru amk. að reyna að vanda sig!

Með end-user distribution þá þekki ég það ekki, en ég er alveg handviss að Microsoft eru með einhverja þokkalega góða leið til að láta þetta virka. Félagi minn hefur releasað litlu forriti, það fylgir þá einhver .NET gaur með (eða hvort hann downloadast af sjálfu sér?), en það keyrist allavega upp einhver redistributable installer sem setur allt þar sem það á að vera. Eftir það keyrist forritið, og þetta bara virkar.

Að mínu mati er aðallega mikilvægt að nota mál sem manni finnst þægilegt að tjá sig í. Það tekur náttúrulega smá tíma að læra á hlutina þannig að maður veit ekki fyrirfram hvað maður fílar ... Best er að nota eitthvað sem er þægilegt, af því þá nennir maður frekar að sitja við og klára. Það er hægt að gera allt í öllu :) Svona sirka ...

C# er síðan með frekar fínan infrastrúktúr og hjálpartól til að láta allt virka. Þannig að já.

Er að vinna í verkefni sem notar Qt og C++ og það er fokken frábært ... en ég mæli ekki sérstaklega með C++ fyrir byrjendur, of mörg trix og of margt "magic" í minnismeðhöndlun til að það sé þess virði. Þá er C# einmitt mjög nice - það virkar bara.

Um að gera svo að nota öll hjálpartólin. Rosa fínt ef maður hittir á góða bók. Best að kíkja í nokkrar tutorialbækur og finna einhvera sem er virðist þokkalega góð og talar svolítið til manns, og svo bara pína sig til að byrja og gera verkefnin :)

-- hehe sorry þetta varð að standard byrjendaræðunni ... ignoraðu bara partana sem eiga ekki við :)

Held ég velji C# framyfir python einfaldlega vegna þessa að C# endar á .exe ;)

Re: Er C# hæft fyrir production eða end-user

Sent: Fös 09. Sep 2011 23:43
af x le fr
Hehe :) Amm, það er fín ástæða!

(Reyndar örugglega hægt að koma Python yfir í .exe format einhvernveginn ... Tæknilega þúveist ... En bara C# for the win :) Mottóið: Build it wrong but build it ;))

Re: Er C# hæft fyrir production eða end-user

Sent: Lau 10. Sep 2011 00:07
af aevar86
x le fr skrifaði:Hehe :) Amm, það er fín ástæða!

(Reyndar örugglega hægt að koma Python yfir í .exe format einhvernveginn ... Tæknilega þúveist ... En bara C# for the win :) Mottóið: Build it wrong but build it ;))


Það á að vera hægt að builda python runtimes og forritið í eina exe skrá er þaggi? Annars hef ég ekkert í python að viti sjálfur

Re: Er C# hæft fyrir production eða end-user

Sent: Lau 10. Sep 2011 00:12
af Athena.V8
x le fr skrifaði:Hehe :) Amm, það er fín ástæða!

(Reyndar örugglega hægt að koma Python yfir í .exe format einhvernveginn ... Tæknilega þúveist ... En bara C# for the win :) Mottóið: Build it wrong but build it ;))

Það heitir Py2exe það er líka til py2app
og síðan er það snilld að blanda saman python,pyqt og py2exe

Enn ég er búinn að venjast C# PHP og öllum þessum tungumálum með {} og þetta í endan ;
Python Lua ruby og haskell eru allt tungumál sem ég hreinlega fíla ekki í notkun enn ég mun alltaf elska python :oops:

Ég Notaði einusinni C++ , Racknet og python.dll til að búa til svona centerall skilaboðaskjóðu
Með flottu CLI og alles
Commöndin voru er ég held
Send - Send @User1 "Einhvað mikilvægt!"
List - List @User1

Þetta var þannig að ég var með 2 eintök af Send.py og List.py
Eitt á servernum og eitt í clientinum og Þar var lógíkin geymd

Markmiðið var að hanna eins pluggable forrit og hægt væri þannig að ég gæti bætt inn login.py eða upload.py með engum breytingum á forritinu sjálfu enn ég mun aldrei aldrei snerta þennan fjanda racknet aftur...


Ef þú ert að nota QT gætiru allt eins pluggað python inní þetta
Fyrst ég gat fengið bæði racknet og python til að vinna saman 15 ára að aldri ætti þetta ekkert að vera neitt vesen fyrir þig.

Síðan er spurning hvort þetta henti :P

Re: Er C# hæft fyrir production eða end-user

Sent: Lau 10. Sep 2011 03:04
af Demon
Athena.V8 skrifaði:Ef maður væri að fara hanna forrit fyrir desktoppið væri einhvað vit í því að nota C# s.s.
Hvað með end-user distribution er það ekki bara að bootstrappa .net og gera

Kóði: Velja allt

dotnet.exe /q /norestart

At install-time


Þetta fer bara mikið eftir því hvað þú ert að fara gera með þessu forriti.
Er þetta kóði sem mun þurfa á C++ að halda í hraða eða nægir að hafa hann í C#/Java? Fyrir ansi mörg forrit þá er engin nauðsyn að nýta sér pointers og annað minnis-magic sem C++ býður uppá. Það er að vísu meira en bara það sem skilur þessi forritunarmál að en engu að síður er þetta bara spurning að nota rétta tólið fyrir rétta jobbið líka.
C++ er snilld þegar maður vill optimiza, en ef hraðinn í C# eða álíka máli er nóg þá er það oft þægilegra tungumál fyrir flesta.