Jájá, ég held að það sé alveg mjög fínt. Hef ekki beint mikla reynslu af því, en það ætti að duga vel. Almennt. Microsoft eru amk. að reyna að vanda sig!
Með end-user distribution þá þekki ég það ekki, en ég er alveg handviss að Microsoft eru með einhverja þokkalega góða leið til að láta þetta virka. Félagi minn hefur releasað litlu forriti, það fylgir þá einhver .NET gaur með (eða hvort hann downloadast af sjálfu sér?), en það keyrist allavega upp einhver redistributable installer sem setur allt þar sem það á að vera. Eftir það keyrist forritið, og þetta bara virkar.
Að mínu mati er aðallega mikilvægt að nota mál sem manni finnst þægilegt að tjá sig í. Það tekur náttúrulega smá tíma að læra á hlutina þannig að maður veit ekki fyrirfram hvað maður fílar ... Best er að nota eitthvað sem er þægilegt, af því þá nennir maður frekar að sitja við og klára. Það er hægt að gera allt í öllu
Svona sirka ...
C# er síðan með frekar fínan infrastrúktúr og hjálpartól til að láta allt virka. Þannig að já.
Er að vinna í verkefni sem notar Qt og C++ og það er fokken frábært ... en ég mæli ekki sérstaklega með C++ fyrir byrjendur, of mörg trix og of margt "magic" í minnismeðhöndlun til að það sé þess virði. Þá er C# einmitt mjög nice - það virkar bara.
Um að gera svo að nota öll hjálpartólin. Rosa fínt ef maður hittir á góða bók. Best að kíkja í nokkrar tutorialbækur og finna einhvera sem er virðist þokkalega góð og talar svolítið til manns, og svo bara pína sig til að byrja og gera verkefnin
-- hehe sorry þetta varð að standard byrjendaræðunni ... ignoraðu bara partana sem eiga ekki við