Síða 1 af 1
Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Mið 31. Ágú 2011 22:50
af skrifbord
T.d. eina frá Tal og aðra frá hringdu gegnum sama box frá gagnaveitu vegna ljósleiðara, einhver?
(á við taka áskrift t.d. á 140gb pakka hjá hringdu og 80 gb hjá tal ? )
Re: Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Fim 01. Sep 2011 11:05
af tdog
Þú getur það ekki í gegnum sama boxið. Það er hinsvegar vel hægt að vera með margar ADSL tengingar á sama stað.
Re: Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Fim 01. Sep 2011 11:08
af Krissinn
tdog skrifaði:Þú getur það ekki í gegnum sama boxið. Það er hinsvegar vel hægt að vera með margar ADSL tengingar á sama stað.
Er það ekki háð hvað margar símalínur eru inní húsið?
Re: Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Fim 01. Sep 2011 11:10
af tdog
Jú, í flestum íbúðarhúsum eru tvær símalínur í hverja íbúð. Í nýlegum húsum eru allt að 5 línur inn.
Re: Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Fim 01. Sep 2011 11:20
af einarth
skrifbord skrifaði:T.d. eina frá Tal og aðra frá hringdu gegnum sama box frá gagnaveitu vegna ljósleiðara, einhver?
(á við taka áskrift t.d. á 140gb pakka hjá hringdu og 80 gb hjá tal ? )
Sæll.
Það er ekki hægt að vera með 2 tengingar virkar í einu. Þú getur hinsvegar keypt tvær tengingar og skipt á milli þeirra í sjálfsafgreiðsluvef. Þannig gætir þú klárað kvótan á annari tengingunni og skipt svo yfir á hina.
Kv, Einar
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.
Re: Er hægt að hafa tvær nettengingar í gangi á sama heimili ?
Sent: Fim 01. Sep 2011 12:19
af bulldog
Það eru tvær adsl tengingar heima hjá mér en það er líka á tveimur mismunandi símalínum þannig að það er alveg hægt að vera með tvær tengingar inn í sömu íbúðina.