Síða 1 af 1

Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 16:45
af Le Drum
Gúddag.

Í hvert skipti sem ég tek fartölvuna mína (ACER 5740G) úr hleðslu, þá fer ég að heyra leiðinda klikk hljóð sem kemur óreglulega. Reyndar kemur þetta hljóð einnig þegar ég slekk á henni, þannig að mig grunar að þetta sé eitthvað tengt rafmagni.

Er einhver annar þarna úti sem hefur lent í svipuðu og kann skýringar á?

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 16:49
af Eiiki
Kemur þetta ekki úr harða disknum?

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 16:53
af Le Drum
Neibb. Er með Solid State disk í henni.

Er að keyra Linux Mint 11.

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:31
af Aravil
Nýbúinn að setja upp Linux á vélina?
Hef á tilfinningunni að þetta sé meira hardware tengt heldur en software.

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 17:32
af angelic0-
Hvers vegna helduru að þetta hafi e'h að gera með Linux, er ekki líklegra að þetta hafi e'h að gera með PSU eða e'h álíka :?:

Kv, Viktor Agnar - sjomme'l ven !

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 19:00
af BjarniTS
Er rafhlaðan léleg í vélinni ?

Eða getur verið að þetta sé villa bara í einhverjum power-settings í vélinni og hugsanlega einhver "false alarm" ?

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 19:23
af Le Drum
Hef náttúrulega verið að nota Windows á henni og þá kom ekki þetta hljóð til. Hef prufað nokkrar útgáfur af Linux: ubuntu, debian, opensuse og fleira og þetta hljóð kom fram á þeim öllum.

Þetta hljóð kemur einnig þegar ég er að restarta eða slökkva á vélinni, rétt áður en skjárinn verður svartur og power ljósið fer af. Örlítið "klikk" hljóð þá, en ef ég er eingöngu að nota rafhlöðuna, þá kemur þetta klikk með óreglulegu millibili. Get ekki tengt það við skilaboðaforrit sem poppa upp reglulega.

Og það kemur þrátt fyrir að ég sé búinn að lækka alveg niður í hátölurunum. Svona til þess að lýsa þessu hljóði þá er það ekki ósvipað og maður heyrir þegar maður tengir heyrnartól við einhverja græju. Smá smellur.

Hélt kannski að einhverjir fleiri hefðu rekist á álíka í þeirra linuxboxum. Greinilega ekki hehe...

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Mið 31. Ágú 2011 20:22
af Eiiki
reyndu að útiloka hvaðan hljóðið kemur, er þetta mögulega geisladrif? gæti líka verið að það sé vifta að reyna að ræsa sig eða eitthvað álíka en sé með ílla festa snúru í móbóið og fær því ekki nægan straum r some

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Fim 01. Sep 2011 08:43
af Le Drum
Eftir því sem ég kemst næst, þá tengist þetta eitthvað "power save", það er að segja þegar keyrt er á rafhlöðunni þá vill tölvan eitthvað spara orku með því að fikta í hljóðinu. Þarf bara að finna út hvernig ég á að slökkva á því.

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Fim 01. Sep 2011 11:43
af angelic0-
Er e'h hægt að fikta í power saving features í bios ?

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Fim 01. Sep 2011 12:14
af Le Drum
Neibb.

Þetta eru einhverjar software stillingar í Linux varðandi hljóðið. "Power save" reynir að slökkva á hljóðinu til þess að spara orku, hefur eitthvað að gera af því það er HDMA tengi eða HD hljóðkort skilst mér. Finn bara ekki hvar ég á að blockera "power save" á því.

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Fim 01. Sep 2011 12:26
af coldcut
Breytir þessu í power settings sem eru í System administration eða preferences menu-inu efst í System sem er efst vinstra megin í Ubuntu...

Re: Undarlegt hljóð í Linux

Sent: Fim 01. Sep 2011 12:29
af angelic0-
eftir svolitla eftirgrennslan virðist þetta vera það eina sem að bendir til svipaðra vandamála:

http://forum.notebookreview.com/acer/46 ... ge-10.html

en þá talar notandinn um að það komi "clicking / squeaking" hljóð þegar að viftan ræsir sig, spurning hvort að þetta er svipað vandamál og þú ert að glíma við þó að ég efi það...