Að horfa á bíómynd í gegnum þráðlausan -b- (11Mbps) staðal.
Sent: Mán 10. Maí 2004 21:13
Jæja, þar sem ég var að leysa vandamál varðandi nettengingu (sjá undir fartölvu-þræðinum) þá vil ég finna lausn á öðru vandamáli.
Ég vil horfa á bíómynd í lappanum mínum (tengja helst í sjónvarpið síðan) með því að nota þráðlausu b staðal tenginguna mína þar sem bíómynd er staðsett í heimilistölvunni minni. Ok, mér var sagt að þetta gengi ekki, þar sem myndin hökti bara á b-staðlinum, ég þessi þrjóski andsk... vildi nú ekki alveg kyngja því. Ég keypti mér b-staðal þráðlaust tæki á 2000kr í stað þess að borga tífalt það fyrir g-staðalinn sem er margfalt skammdrægara og óstöðugra kerfi (sry bara mín skoðun). AMK er ég með b-staðal tengingu og ef ég afrita bíómynd yfir á lappann þá tekur það rétt rúman hálftíma. Þannig er ljóst að gagnaflæðið er nægt til að flytja bíómyndina yfir LIVE. Vandamálið hlýtur þá að vera tengt bufferstærð. Mig langar að vita hvort einhver hefur einfalda lausn á þessu. Ég prufaði að nota windows media playerinn og stillti buffer á 60 sekúndur og þetta skánaði allsvakalega, ekki alveg hnökralaust en bara nokkuð gott. Ég fylgdist hinsvegar með tengingunni og hún virðist ekki fullnýtt.
Þegar ég afrita (copy-paste) yfir á lappann, þá er tengingin nánast föst í 43%, sem ég veit ekki hvort að sé eðlilegt, en með nokkurra mínútu millibili þá datt flutningurinn niður í um 5 prósent í svona 30 sekúndur jafnvel og kom svo aftur inn í 43%. Veit einhver hvað veldur, enginn vírus er í gangi, ekkert spyware, ekkert adaware og tölvan í minimal keyrslu á örgjörva og minni, já og signalið breytist ekkert.
Orðið er ykkar.
Ég vil horfa á bíómynd í lappanum mínum (tengja helst í sjónvarpið síðan) með því að nota þráðlausu b staðal tenginguna mína þar sem bíómynd er staðsett í heimilistölvunni minni. Ok, mér var sagt að þetta gengi ekki, þar sem myndin hökti bara á b-staðlinum, ég þessi þrjóski andsk... vildi nú ekki alveg kyngja því. Ég keypti mér b-staðal þráðlaust tæki á 2000kr í stað þess að borga tífalt það fyrir g-staðalinn sem er margfalt skammdrægara og óstöðugra kerfi (sry bara mín skoðun). AMK er ég með b-staðal tengingu og ef ég afrita bíómynd yfir á lappann þá tekur það rétt rúman hálftíma. Þannig er ljóst að gagnaflæðið er nægt til að flytja bíómyndina yfir LIVE. Vandamálið hlýtur þá að vera tengt bufferstærð. Mig langar að vita hvort einhver hefur einfalda lausn á þessu. Ég prufaði að nota windows media playerinn og stillti buffer á 60 sekúndur og þetta skánaði allsvakalega, ekki alveg hnökralaust en bara nokkuð gott. Ég fylgdist hinsvegar með tengingunni og hún virðist ekki fullnýtt.
Þegar ég afrita (copy-paste) yfir á lappann, þá er tengingin nánast föst í 43%, sem ég veit ekki hvort að sé eðlilegt, en með nokkurra mínútu millibili þá datt flutningurinn niður í um 5 prósent í svona 30 sekúndur jafnvel og kom svo aftur inn í 43%. Veit einhver hvað veldur, enginn vírus er í gangi, ekkert spyware, ekkert adaware og tölvan í minimal keyrslu á örgjörva og minni, já og signalið breytist ekkert.
Orðið er ykkar.