Síða 1 af 1

Tenginga vandræði

Sent: Sun 09. Maí 2004 22:15
af Tyler
Sælir
Gaman að vera kominn hingað inn. Hef haft mikið gagn og gaman af spjallinu hér svo ég ákvað að taka bara þátt.

Nú á ég í smá veseni, ég er að reyna að tengja fartölvu við borðtölvuna mína. Þær tengjast alveg en ég get ekki sótt eða sent skjöl frá borðtölvunni vegna þess að hún biður um password(ég er administrator) en ég get sótt og sent gögn af fartölvunni. Ég er með XP á báðum tölvunum og er búin að reyna ýmistlegt en nú er ég búin með minn reynslubanka. Hafið þið einhverjar hugmyndir fyrir mig.

Vona að þetta komi skýrt fram og þetta sé á réttum stað.

Sent: Sun 09. Maí 2004 22:17
af Snorrmund
Ertu ekki bara með BIos password á? semsagt að þegar þú kveikir á tölvunni þá er spurt um password áður en að þú kemst í windows, ef þú ert með þannig þá er það password, passwordið sem þú þarft að nota..

Sent: Sun 09. Maí 2004 22:41
af Tyler
Nei, ég er ekki með neitt password á tölvunni, hvorki í windows né bios-num. Ég skil þetta ekki alveg. Er búin að fikta fram og til baka en ekki ennþá kominn neinn lausn. Búin að spyrja tölvudeildina í vinnunni en þeir vissu ekkert um þetta. Frekar pirrandi þar ég þarf oft að færa gögn úr borðtölvunni í fartölvur en þarf núna alltaf að skrifa diska í staðinn fyrir að nota lanið.

Sent: Sun 09. Maí 2004 22:56
af Sveinn
Ekki veit ég, en vertu bara þolinmóður ;) einhver svarar þér hérna :) *hóst*icave,gumol,Voffinn eða einhverjir*hóst* :D hehe :lol:

Sent: Sun 09. Maí 2004 23:32
af viddi
á borðtölvuni þarftu að fara í Network Connections > setup a home or small office network

á mynd eitt velurðu next og líka á mynd 2, á mynd 3 velurðu efsta valmöguleikan og á mynd fjögur velurðu netkortið og svo next

vona að þetta hjálpi eitthvað

Sent: Mán 10. Maí 2004 00:55
af gumol
stocker: BIOS passwordið kemur þessu ekkert við.
viddi3000: Hann er búinn að setja upp networkið svo þetta er ekki vandamálið.

Ef ég skil þig rétt þá geturu ekki setið við borðtölvuna og sótt gögn á shareaðar möppur á ferðatölvunni því hún biður um password.

Prófaðu að skrifa inn notendanafnið sem þú notar á ferðatölvunni þegar borðtölvan biður um notendanafn og password (skildu password dálkinn eftir auðan) og ýttu á ok. (sérð það meða þvi að fara í "Users" í Control Panel á ferðatölvunni)

Sent: Mán 10. Maí 2004 08:07
af Tyler
Vissi að ég fengi fljótt einhverjar hugmyndir hérna hjá ykkur en því miður gengur þetta ekki ennþá :( . Ég get ekki sent frá borðtölvunni í fartölvuna. Ef ég reyni að tengjast borðtölvunni frá fartölvunni biður hún um password, hef ekkert password á hvorugi tölvunni. En ef ég er í borðtölvunni og reyni að copy-a skjalið yfir á fartölvuna kemur hún með "Error Copying File or Folder: Access denied" :cry:

Sent: Mán 10. Maí 2004 11:43
af viddi
þetta hefur komið fyrir áður hjá mér og ég gerði þetta sem ég benti á hérna fyrir ofan og þá virkaði þetta

Sent: Mán 10. Maí 2004 13:12
af MezzUp
Tyler skrifaði:Vissi að ég fengi fljótt einhverjar hugmyndir hérna hjá ykkur en því miður gengur þetta ekki ennþá :( . Ég get ekki sent frá borðtölvunni í fartölvuna. Ef ég reyni að tengjast borðtölvunni frá fartölvunni biður hún um password, hef ekkert password á hvorugi tölvunni. En ef ég er í borðtölvunni og reyni að copy-a skjalið yfir á fartölvuna kemur hún með "Error Copying File or Folder: Access denied" :cry:

en ef að þú skrifar user nameið þitt (Administrator?) og ekkert password þegar hún biður þig um username og password, hvað gerist þá?
En þú þarft ekkert að skrifa diska, sagðirru ekki að þú gætir sent og sótt af fartölvunni?

Sent: Mán 10. Maí 2004 13:51
af gumol
Grr, ég var búinn að koma með aðra uppástungu í gær en serverinn krassaði akkurat þegar ég var búinn að skrifa.

Farðu í möppuna sem þú ert að sharea, Hægriklikkaðu > "Properties" > "Sharing" flipann og haka við "Allow network users to change my files" og svo "OK"
Og prófaði svo aftur

Sent: Mán 10. Maí 2004 19:14
af Tyler
Jæja, þá er maður búin að reyna það nýjast og ekkert gengur. gumol fór að hugsa út í það síðasta sem þú bentir á en ég fæ þessa valmynd upp, hvergi hægt að haka við "Allow network users to change my files". Veit að þegar þetta tekst loksins þá trúir maður ekki hve auðvelt þetta er en núna er þetta að gera mig brjálaðan.

Sent: Mán 10. Maí 2004 19:15
af Tyler
Gleymdi, ætlaði að setja þessa mynd inn:

Sent: Mán 10. Maí 2004 19:34
af gumol
Ýttu á Permissions > Veldu everyone og hakaðu við allt. Svo ok og ok.

Sent: Þri 11. Maí 2004 02:54
af gnarr
settu þetta í gang. þá virkar þetta allt sjálfkrafa.

Sent: Þri 11. Maí 2004 08:16
af MezzUp
Don't like reapeating myself, but:
Ef að þú skrifar user nameið þitt (Administrator?) og ekkert password þegar hún biður þig um username og password, hvað gerist þá?

Sent: Þri 11. Maí 2004 09:12
af Tyler
Ég prufaði að gera þetta sem þú bentir á gumol en það gekk ekki upp. MezzUp, þegar ég er í fartölvunni og reyni að tengjast borðtölvunni, þá biður hún um password. Ég er búin að prufa eins og þú bentir á að skrifa administrator en það gengur ekki borðtölvan vill bara ekki hleypa mér inn :? . Ég ætla að prufa þetta sem gnarr var að benta á þegar ég kem heim. En endilega haldið áfram að koma með tillögur.
Þetta er stórfurðulegt, hef tengt þær margar saman en aldrei lent í þessu.
En mig langar að þakka ykkur samt fyrir þær hugmyndir sem þegar hafa komið fram.

Sent: Þri 11. Maí 2004 11:54
af xpider
eru ekki bara tölvurnar með mismunandi network ID, borðtölvan með WORKGROUP og lappinn með skólanetið eða eitthvað?? ( :idea: hugmynd :idea: )

Sent: Þri 11. Maí 2004 13:21
af Skippo
Ég lenti í því sama með tölvuna heima.

Ég get ekki séð borðtölvuna úr lappanum, bara öfugt og er búinn að tæma alla viskubrunna sem ég þekki. Ein lítil spurning sem hljómar hjákátlega en ertu með eldvegg?

Ef þú ert vissum að það sé ekki eldveggurinn þá er ég nokkuð viss að þetta sé tengt netkortunum eða höbbnum. Hef enga aðra skýringu, nema að "vel" fengin útgáfa af Xp klikkist eitthvað við að aktíverana...

Sent: Þri 11. Maí 2004 18:37
af Tyler
LOKSINS...... :D
Snillingur Gnarr, þetta gekk upp um leið og ég prufði að haka við þetta í folder options.
En annars takk fyrir allar hugmyndirnar :idea: .