Síða 1 af 1

QLXYU is compressed

Sent: Mið 17. Ágú 2011 10:20
af semper
Var að taka til í vélinni hjá mér og datt það "snilldarráð" í hug að compressa til að spara pláss. Nú ræsir vélin sig upp með þessari meldingu. Grár/svartur skjár. Kemst framhjá þessu og inn í setup en sé ekki hvað ég á að gera. Þegar ég fer úr setup/bios þá endurræsir vélin sig og endar á þessari meldingu aftur. Google gives me nothing. Hvað er til ráða? ](*,)

Re: QLXYU is compressed

Sent: Mið 17. Ágú 2011 13:28
af Saber
Hvernig compressaðiru, hvað notaðiru til þess?

Re: QLXYU is compressed

Sent: Mið 17. Ágú 2011 16:13
af Gúrú
Vandamálið er semsagt að þú hakaðir í 'Compress contents to save disk space' í Properties->Advanced á mikilvægri skrá.


Reddaðu þér disk fyrir stýrikerfið þitt og fylgdu þessum leiðbeiningum nema hvað að þú þarft að finna út hvar QLXYU er staðsett og hvað það er. 8-[

Re: QLXYU is compressed

Sent: Mið 17. Ágú 2011 20:38
af semper
Hvernig finn ég hvað og hvar QLXYU er? Búinn að Googla, og Wikipedia og leita á Windows heimasíðunni. Nada! ](*,)
Startup Repair could not detect a problem. ](*,)

Re: QLXYU is compressed

Sent: Mið 17. Ágú 2011 22:15
af Daz
semper skrifaði:Hvernig finn ég hvað og hvar QLXYU er? Búinn að Googla, og Wikipedia og leita á Windows heimasíðunni. Nada! ](*,)
Startup Repair could not detect a problem. ](*,)


Þegar ég googlaði QLXYU þá var þessi þráður fyrsta hittið, sem segir mér að þetta sé ekki algengt vandamál. Ég held að þú verðir að segja okkur aðeins nánar frá vandamálinu.
Kemur þessi villa upp eftir BIOS splash skjáinn?
Geturðu ræst upp af geisladisk?
Hvað nákvæmlega gerðirðu, keyrðirður winrar á c drifið eða ?
Ertu búinn að reyna að ræsa upp af windows diski, þeir eru stundum öflugri við að lagfæra uppsetningar?

Re: QLXYU is compressed

Sent: Lau 20. Ágú 2011 14:03
af semper
Það gekk ekki að laga win7 af diski. Var ekki búinn að gera "restore point". Ég sett bara upp Win7 uppá nýtt og þetta virkar allt núna. Gamlir fælar og myndir enn aðgengilegir. Problem solved og takk fyrir hjálpina