Síða 1 af 3

HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:05
af AncientGod
Hallo, hvernig linka ég síður í html, vefsíða sem ég er að gera á að vera alls 4 síður en ég skil ekki hvernig ég á að linka þær =S

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:46
af Páll
<a href="linkur">Texti</a>

...

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:50
af AncientGod
nei ekki þannig það er bara verið að linka á annan link ég þarf að geta linkað á aðra síðu á þessari vefsíðu.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:52
af Páll
Hvað áttu við drengur?

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:54
af AncientGod
linka 1 html skjal á annað....

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:55
af Páll
AncientGod skrifaði:linka 1 html skjal á annað....


Þú gerir það með þessu sem ég lét þig fá hér ofar.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:56
af AncientGod
Þarf ég þá ekki fyrst að uploada síðuna á eithvern server ?

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:59
af Páll
AncientGod skrifaði:Þarf ég þá ekki fyrst að uploada síðuna á eithvern server ?


Þú getur sett allar skrárnar saman í möppu og notað kóðann svona: <a href="sida.html">Linkur</a>

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 20:59
af gardar
Eins og ég skil þetta þá ert þú að tala um að hlekkja saman síður sem þú bjóst til, en ekki í external síðu?

þú gerir eins og Páll sagði.

Bæði þegar þú tengir síður saman, sem þú ert með og síður sem eru annarstaðar á netinu

Dæmi, þú ætlar að setja hlekk á vaktina:

Kóði: Velja allt

<a href="http://vaktin.is">Vaktin</a>


Ef þú ætlar að tengjast á síðu sem þú ert með sem heitir myndir.htm þá er það gert svona

Kóði: Velja allt

<a href="myndir.htm">Myndir</a>



Segjum sem svo að þú sért að geyma skrána myndir.htm í möppu sem heitir album

Þá lítur þetta svona út

Kóði: Velja allt

<a href="album/myndir.htm">Myndir</a>

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:09
af AncientGod
Ok ég gerði þetta þannig en nú þegar ég klikka á link 2 þá kemst ég ekki til baka og það bætist við svona merki # og síða 3 og 4 vilja ekki loadast þannig ég er fastur á síðu 2


Kóði: Velja allt

<div id="navigation"><a href="index.html">Fors&iacute;&eth;a</a> | <a href="Page 2.html">Ver&eth;listi</a> | <a href="Page 3.htm">Til s&ouml;lu</a> | <a href="Page 4.html">Hafa Samband</a> </div>

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:11
af Páll
AncientGod skrifaði:Ok ég gerði þetta þannig en nú þegar ég klikka á link 2 þá kemst ég ekki til baka og það bætist við svona merki # og síða 3 og 4 vilja ekki loadast þannig ég er fastur á síðu 2


Kóði: Velja allt

<div id="navigation"><a href="index.html">Fors&iacute;&eth;a</a> | <a href="Page 2.html">Ver&eth;listi</a> | <a href="Page 3.htm">Til s&ouml;lu</a> | <a href="Page 4.html">Hafa Samband</a> </div>


Þú verður að setja þennan menu á allar síðurnar.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:15
af AncientGod
Navigation kóðin er á þeim öllum.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:18
af fannar82

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:23
af AncientGod
ég notaði það til að læra á þetta en þetta er bara basic ekkert annað en það.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:29
af Páll
AncientGod skrifaði:ég notaði það til að læra á þetta en þetta er bara basic ekkert annað en það.


Það sem þú ert að gera er basic?

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:30
af B.Ingimarsson
ertu að gera þetta í gegnum dreamweaver eða eitthvað ?

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:35
af AncientGod
já ég er að nota dreamweaver.

Páll, w3school er bara meira svona að útskýra hvað hver hlutur merkir en þeir eru ekki að sinna hvernig á að gera þetta eins og mig vantar.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:46
af gardar
Slepptu þessu navigation div, og bara div yfir höfuð og lærðu grunninn.

div's eru ekki flókin en fyrst þú ert ekki með algera grunn þekkingu, eins og að setja inn hlekki þá mæli ég með því að þú dembir þér í það áður en þú ferð í flóknari hluti.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:52
af AncientGod
ég kann allveg að gera hlekki, ég kann allan grun, ég vill ekki fá nein ráð ég vill bara fá að vita af hverju hinar 2 síður virka ekki en 1 virkar til að tengjast.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:54
af B.Ingimarsson
getur verið að nöfnin séu skrifuð vitlaust :roll: ,þú ættir líka að skrifa þetta upp í notepad á meðan þú ert að læra :happy

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:55
af Daz
Ertu með bil í nöfnunum á skránum? Taktu það út. Bil valda ALLTAF vandræðum.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 21:59
af Páll
AncientGod skrifaði:já ég er að nota dreamweaver.

Páll, w3school er bara meira svona að útskýra hvað hver hlutur merkir en þeir eru ekki að sinna hvernig á að gera þetta eins og mig vantar.


Og þegar þú ert búinn að læra allt sem er á w3school þá ættir þú að geta gert það sem að þig vantar, og ef þú getur það ekki þá getur þú googlað það.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 22:07
af AncientGod
Takk fyrir öll þessi með mæli, en og aftur ég segi ég kann á þetta og var löngu búin að gera það sem páll sagði en nú þegar ég las betur div, navigation staðin sá ég að ég gerði villu og copy/paste hana á allar hinar síður og þess vegna virkaði þetta ekki þannig ég náði að redda þessu.


ég sagði ég kann á þetta vantaði bara smá aðstoð en ekki að það ætti að skipa fyrir mér hvernig ég ætti að gera þetta, er búin að lesa bækur um þetta, allt w3school og mikklu meira gerði bara smá mistök.

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 22:10
af intenz
Ef þú linkar frá síðu A til síðu B, verðuru líka að linka frá síðu B til A aftur. :)

Re: HTML linka síður

Sent: Mið 03. Ágú 2011 22:39
af AncientGod
nei það var ekki vandamálið, ég kláraði ekki orðið gerði htm í staðin fyrir html þess vegna fór þetta í rugl =S en nú er þetta fixed.