Síða 1 af 1

Hringdu vs vodafone

Sent: Mið 03. Ágú 2011 13:15
af kazzi
Sælir var að fá í póstkassan auglýsingu frá Hringdu þeir eru að bjóða stórapakkan 150GB á 4.495 ég er hjá vodafone með 80GB á 4.840
En spurningin mín er.hvernig er reynslan af hringdu ? ég þekki það ekkert og væri gaman að heyra frá þeim sem það þekkja hvernig reynslan hefur verið.
ps ekki benda mér á símann eða Tal mun aldrei fara þangað.

Re: Hringdu vs vodafone

Sent: Mið 03. Ágú 2011 13:33
af Kristján

Re: Hringdu vs vodafone

Sent: Fim 04. Ágú 2011 01:09
af nino
Fyrsta spurning: Ertu sáttur hjá Vodafone? Hvernig hraða ertu að fá?

Það að skipta um netfyrirtæki getur, að mínu mati verið talsvert bögg, og það versta sem ég veit um þegar maður verður netlaus í einhvern X tíma á meðan einhverjar umsóknir fara í gegn á milli símfyrirtækja o.s.frv.

Þú tapar samt engu á því að prófa Hringdu, því það er enginn binditími hjá og þjónustan er fín, þótt þeir séu ansi fáliðaðir, þannig að ef þú ert ósáttur eftir einn mánuð þá geturðu bara beilað á þeim. Og já depill hérna er starfsmaður Hringdu og var/er duglegur að svara í þessum „official“ Hringdu þræði þannig að ef þú hefur einhverjar spurningar þá virðistu geta skellt þeim þangað. Svo hýsa þeir líka vaktina :)

Ég var að fara yfir til þeirra og ætla að sjá hvernig þetta reynist. Er reyndar núna bara með gamalt Apple Extreme og fæ engan svakalegan hraða (bara 802.11 draft N, næ stundum ágætum hraða ef ég hef netið á 802.11n only og 5GHz, en tölva kærustunnar er bara 802.11 b/g þannig að ég verð að stilla hann á b/g compatible). Er að fá einn svona (Linksys Cisco E3000) í næstu viku og ætla að sjá hversu mikinn hraða ég fæ með honum. Tal lætur viðskiptavini sína fá ódýrari gerðina af honum (E1000), og tengingin heima hjá foreldrunum fer upp í 5-8 MB/s á honum. Félagi minn skilaði Bewan routernum sínum hjá Vodafone og keypti sér E1000 í staðinn, og fær strax miklu betri hraða.

Re: Hringdu vs vodafone

Sent: Fim 04. Ágú 2011 01:12
af GuðjónR
nino skrifaði: Svo hýsa þeir líka vaktina :)

:happy

Re: Hringdu vs vodafone

Sent: Fim 04. Ágú 2011 01:58
af kazzi
Er alveg sáttur við Voda ,en ætla að skoða annan router það hefur greinilega áhrif á hraðann miðað við það sem ég hef verið að lesa.