Síða 1 af 2

spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 19:34
af kazzi
Mynd

Mynd

Sælir langaði að athuga hvort þetta er ekki allt eðlilegt og fínn hraði .eða hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að auka hann.
er meira svona forvitnisspurning.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 19:42
af Gúrú
Mjög líklegt að þú sért nú þegar að hámarka routerinn/gagnabeininn þinn og að hann sé flöskuhálsinn í þessu öllu (hvað sem þessi buffer segir).

Ekkert að þessum hraða en ef að þú ert virkilega að nýta netið þitt eitthvað (stórniðurhalari) og að leigja router (fyrir 450+ kr. á mánuði)
þá gæti verið þess virði að kaupa þér router sem að nýtir 50Mb.

Tilfelli þar sem að það er ekki þess virði:
Þú skuldbast þig til x mánaða og færð því frían router
Þú notar hvort eð er þráðlaust net og routerinn sem að þú ert með leyfir þér að streyma efni höktlaust þráðlaust
Þú myndir hvort eð er aldrei eða sjaldan nota meira en 4MB/s hraða.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 19:58
af kazzi
Takk fyrir svarið.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 20:18
af SteiniP
Í mínu tilfelli var það bewan routerinn sem var flöskuhálsinn.
Fékk max 37 mbit dl með honum en er að fá 80-100mbit á góðum dögum með eigin router.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 20:21
af kazzi
er með sama router og þú sem kemur frá vodafone.Hvaða router ertu með ?

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Mið 27. Júl 2011 20:24
af SteiniP
kazzi skrifaði:er með sama router og þú sem kemur frá vodafone.Hvaða router ertu með ?

Er bara að nota gamla tölvu með pfsense

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 13:58
af braudrist
Hvaða síðu notaðir þú til að kíkja á hraðann?

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 14:17
af Flamewall
Var hjá vodafone með Bewan routerinn sem er rusl, oft eitthvað vesen á honum
Er hjá Tal núna með Cisco Linksis E1000 router, allt annað líf :)
Ef þig langar að fjárfesta þér í router mæli ég með Cisco

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 14:25
af division
Cisco er nátturlega lang besta lausnin, enda er það enterprise dóterí. Það hinsvegar kostar mjög mikið og þú getur notað gamla tölvu og sett upp, t.d. pfsense, smoothwall eða vyatta, það eru fullt af svona til. Það gerir í raun það sama og kostar minna, kanski smá vesen að setja það upp ef að þú kannt lítið á tölvur, annars er það ekkert mál.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 14:57
af kazzi
braudrist skrifaði:Hvaða síðu notaðir þú til að kíkja á hraðann?

á vodafone.is

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 15:00
af worghal
speed.c.is

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 16:40
af mercury
93.7mb :D

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 17:01
af kazzi
:shock:

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 17:04
af kazzi
worghal skrifaði:speed.c.is

:hnuss thats it 37.1

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 17:37
af Flamewall
Niðurhalshraði: 89.85 Mbps
Upphalshraði: 93.7 Mbps

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 18:54
af kazzi
=; ok annar router við fyrsta tækifæri takk .hverju mæliði með ?

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 19:32
af Gúrú
kazzi skrifaði:=; ok annar router við fyrsta tækifæri takk .hverju mæliði með ?


Veist samt af því að hraðinn sem að þeir eru að tala um fæst ekki við það að kaupa nýjan router
ef að þú ert ekki að kaupa 100Mb tengingu. 8-[

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 19:49
af kazzi
en er það ekki svoleiðis að gagnaveitan segir allt að 100mb en vodafone er að taka þetta niður í 50mb hjá sér með þessum router
af einhverjum ástæðum.endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt,en það sem maður fórnar með öðrum router en þeirra er sjónvarpið í gegnum netið ?

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 19:49
af SteiniP
Gúrú skrifaði:
kazzi skrifaði:=; ok annar router við fyrsta tækifæri takk .hverju mæliði með ?


Veist samt af því að hraðinn sem að þeir eru að tala um fæst ekki við það að kaupa nýjan router
ef að þú ert ekki að kaupa 100Mb tengingu. 8-[

Þetta er "allt að 50Mb" tenging frá vodafone :D
Mynd

en það sem maður fórnar með öðrum router en þeirra er sjónvarpið í gegnum netið ?

Þú getur tekið sjónvarpið beint í gegnum telsey boxið þannig það skiptir engu máli hvernir router þú ert með.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 20:02
af Gúrú
SteiniP skrifaði:Þetta er "allt að 50Mb" tenging frá vodafone :D
Mynd


Ég var alltaf með svona niðurstöður eins og þú á speedtest.net, stundum meira að segja til þjóna erlendis en
þeir hafa einhverntímann nýlega fengið búnað til að cappa mig frekar nákvæmlega í 50Mb. :thumbsd

Mynd

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 20:08
af berteh
Mynd
Er orðinn virkilega þreyttur að voda skuli vera eini ispinn á gr netinu sem virðist cappa netið, alvarlega að íhuga að færa mig yfir á hringdu :sleezyjoe

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fim 28. Júl 2011 21:00
af wicket
berteh skrifaði:Mynd
Er orðinn virkilega þreyttur að voda skuli vera eini ispinn á gr netinu sem virðist cappa netið, alvarlega að íhuga að færa mig yfir á hringdu :sleezyjoe


Ef þú ert að borga Voda fyrir 50mbit er ekkert lélegt eða skrýtið af þeim að cappa þig niður í 50mbit.

Finnast það bara eðlilegir viðskiptahættir.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fös 29. Júl 2011 09:35
af einarth
kazzi skrifaði:en er það ekki svoleiðis að gagnaveitan segir allt að 100mb en vodafone er að taka þetta niður í 50mb hjá sér með þessum router
af einhverjum ástæðum.endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt,en það sem maður fórnar með öðrum router en þeirra er sjónvarpið í gegnum netið ?



Sæll.

Ljósleiðari GR býður upp á 100Mb/100Mb hraða í dag (Gígabit er í prófunum). Það er síðan val þjónustuveitna hvaða hraða þeir selja.

Sá hraði sem viðskiptavinur kaupir er stilltur á porti viðkomandi í búnaði GR - ekki í router þjónustuveitu.

Þegar þú kaupir 100Mb hraða á interneti og ert einnig með sjónvarp/síma þá dregst bandvídd fyrir þær þjónustur frá hraða á interneti meðan þær eru í notkun (ca. 5Mb per TV straum, 100Kb per símtal).

Kv, Einar.
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fös 29. Júl 2011 09:59
af berteh
wicket skrifaði:
berteh skrifaði:Mynd
Er orðinn virkilega þreyttur að voda skuli vera eini ispinn á gr netinu sem virðist cappa netið, alvarlega að íhuga að færa mig yfir á hringdu :sleezyjoe


Ef þú ert að borga Voda fyrir 50mbit er ekkert lélegt eða skrýtið af þeim að cappa þig niður í 50mbit.

Finnast það bara eðlilegir viðskiptahættir.



Það var nú ekki alveg meiningin hjá mér heldur að þeir skuli ekki bjóða upp á meira :sleezyjoe

Re: spurning um ljósleiðara gagnaveitu

Sent: Fös 29. Júl 2011 10:24
af ManiO
einarth skrifaði:
kazzi skrifaði:en er það ekki svoleiðis að gagnaveitan segir allt að 100mb en vodafone er að taka þetta niður í 50mb hjá sér með þessum router
af einhverjum ástæðum.endilega leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt,en það sem maður fórnar með öðrum router en þeirra er sjónvarpið í gegnum netið ?



Sæll.

Ljósleiðari GR býður upp á 100Mb/100Mb hraða í dag (Gígabit er í prófunum). Það er síðan val þjónustuveitna hvaða hraða þeir selja.

Sá hraði sem viðskiptavinur kaupir er stilltur á porti viðkomandi í búnaði GR - ekki í router þjónustuveitu.

Þegar þú kaupir 100Mb hraða á interneti og ert einnig með sjónvarp/síma þá dregst bandvídd fyrir þær þjónustur frá hraða á interneti meðan þær eru í notkun (ca. 5Mb per TV straum, 100Kb per símtal).

Kv, Einar.
Starfsmaður Gagnaveitu Reykjavíkur.



ETA?


Og hefur TV áhrif á upp hraðann? (Veit að hann ætti ekki að gera það samkvæmt fræðunum, en eins og flestir ættu að vita þá er raunveruleikinn ekki alltaf sammála fræðinni).